Óhætt að segja að ég hafi verið ánægð með þetta Kastljós :)

Ég var mjög ánægð með viðtalið við þá Gylfa Zoega og Jón Daníelsson í Kastljósinu í kvöld. Mér fannst þeir einfaldlega vera mjög skýrir, segja mjög vel frá því sem þeir vildu koma til skila..... semsagt viðhorf þeirra að því hvernig bankahrunið kom á og mér fannst þeir fylla (að minnsta kosti) mig að smá bjartsýni. Ég væri mjög ánægð að fá þá í einhverskonar stöður til að vinna okkur út úr kreppunni, þeir eiga sko heima á fleiri stöðum heldur en bara í spjallþætti..... eða mér fannst það Wink

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir


mbl.is Vítahringur í peningamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Þetta var reyndar allflestum löngu ljóst, nema sjálfstæðismönnum.   Og enn eru þeir að lemja hausnum við steininn, sbr., Sigurð Kára á Alþingi í dag og  Svein Andra í Kastljósinu í kvöld.  Það hljómaði eins og Spaugstofan þegar hann hrósaði Davíð Oddsyni fyrir hvað hann hafði stýrt fjármálum þjóðarinnar frábærlega á undanförnum árum.  Hún ríður ekki við einteyming þessi pólitíska blinda sumra manna. 

Þórir Kjartansson, 9.2.2009 kl. 22:25

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

já það má segja það Þórir, að þessi frjálshyggja og allt það reglu- og lagalausa veldi sem auðmenn hafa búið við var ekki sprottið úr engu, það voru menn sem stýrðu þessu í mööööööörg ár

Kveðja og takk fyrir gott komment hjá þér,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 9.2.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já þakka þér líka Ægir Magnússon, þú hefur verið að skrifa um leið og ég og var því ekki búin að sjá kommentið frá þér

Inga Lára Helgadóttir, 9.2.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Sammála þér :) og fyrri ræðumönnum hér...

Kristbjörg Þórisdóttir, 9.2.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það er ekki að mér finnst að vera vitur eftir á Dóra litla, það voru margir búnir að vara við þessu og það eru búnar að koma stundum gagnrýnisraddir á þessa þróun hjá okkur en svo hafa ráðamenn oft ekki viljað hlusta það er nefninlega það..... en við skulum vona að einhver sé að gera eitthvað rétt núna, ég bara bið til guðs

Kveðja,
Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 10.2.2009 kl. 22:42

6 Smámynd: TARA

Góður pistill hjá þér

TARA, 11.2.2009 kl. 23:31

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

& samt eru sjalli enn inn við beinið ...

Steingrímur Helgason, 11.2.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Zteini þú ert bara beinn á teini

Þakka ykkur hér að ofan fyrir kommentin

Kveðja,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 12.2.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband