Góðir íslendingar,

Jæja, ég hef oft hugsað um það hvað mætti fara betur í okkar samfélagi, jú margir telja sjálfan sig geta gert best og hugsað sem svo að ef þeir fengju að ráða öllu að þá yrði heimurinn betri. Það er ekki þannig sem að ég hugsa, því að ég hef einfaldlega ekki vit á öllu (þó ég tali stundum þannig Devil).

En hvað mætti fara betur, þá bara litlir hlutir ? Í dag virðast allir hugsa um sig og engan annan en sig, mörgum er nokkuð slétt sama um náungann og varða lítið um það hvernig aðrir hafa það. Einstaklingshyggjan er að drepa of marga, sem vilja græða sem mest og lifa við eins mikinn munað og hægt er á meðan aðrir eiga ekki einu sinni það sem er þeim nauðsynlegast Blush.

Hvernig er það, af hverju er ekki lagt meira upp úr því að þjónustufólk í verslunum brosi og bjóði góðan dag og að þau fái sömuleiðis óskir um góðan dag á móti ? Af hverju  fæ ég jafnvel ekki svör þegar ég kem inn í búð og býð góðan dag, þetta er útbreiddur vandi, ekki bara ég sem er vör við þetta.
Gísli Marteinn ætlaði að koma í veg fyrir veggjakrot (yah right- gangi honum vel), en af hverju getum við ekki borið virðingu fyrir því sem er í kringum okkur, semsagt umhverfi okkar ? Því megum við ekki ganga um og vera stolt af umhverfinu, án þess að það sé eyðinlagt. Hver ert þú (ef á við) að eyðinleggja það sem er öðrum kært ?
Af hverju að svíkja og ljúga upp á náungann og vera óheiðarlegur. Ég nenni ekki þessum vinkonuhópum, endalaust baktal og leiðindi.

Af hverju snúum við ekki hvert og eitt að okkur og spurjum okkur hvað við sjálf getum gert til að gera samfélagið betra ? Hvað getur þú lesandi góður gert til að koma í veg fyrir áframhaldandi niðurníslu á samfélagi okkar ? Endilega gefið mér komment Smile

Það væri æðislegt að geta búið í samfélagi þar sem að ríkti meiri velvild milli manna og við gætum öll lifað nokkuð sátt og í aðeins meira samlyndi en áður... þannig vildi ég hafa það Halo en hverjir eru tilbúnir að taka þátt í því ? FootinMouth

Bless í bili, kiss kiss Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, ef þú smælar framan í heiminn o.s.frv.  Það er skemmtilegast að smæla bara vel framan í fýlupúkana því þá fara þeir í enn meiri fýlu.  Það fer ekkert meira í taugarnar á fýlupokum en fólk sem er stanslaust brosandi.

 Annars hefur verið kvartað yfir því með Englendingana að þeir segi "Please" og "Thank you" við öllu en meini aldrei neitt með því.  Spurning hvort það væri betra að sleppa í því þá . . . ?

En alla vega . . . gaman að þú skulir vera komin með svona bloggsíðu líka.  Mun kíkja reglulega.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Anna Lilja mín, þú segir það, en þegar ég var hjá þér um daginn, þá gladdi það mig verulega að fá bros, og kurteisi, hvað sem manneskjan hefur verið að hugsa, því ég veit að ef maður kemur vel fram og af kurteysi, þá hlýtur manni að líða aðeins betur eftir daginn Það er allavega mín kenning en endielga láttu í þér heyra...

Inga Lára Helgadóttir, 12.2.2007 kl. 13:51

3 identicon

Ég væri sko alveg til í að búa í þessum fullkomna heimi.  Það er eins og það sé eitthvað illt í okkur fólkinu sem gerir það að verkum að það þarf alltaf einhver að skemma eða vera með leiðindi.

inga við skulum bara reyna að vera við sjálfar og vera ekki þetta fólk sem þarf að skemma

Vilborg (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 13:52

4 identicon

já góðann daginn. bara svona kíkja á síðuna hjá þér ;) Mátt ekki móðgast ef ég er ekki mjög mikið inní samræðunum en eins og þú veist þá er ég ekki mikið inní svona efnum :p hihi en flott síða hjá þér  

kv. Daniella  

Daniella (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 18:13

5 identicon

Það er kannski hroki að segja að fólk sé fífl en oft er það nú bara þannig.. því miður! En auðvitað eigum við að vera umburðarlyndari og bera meiri virðingu fyrir fólkinu í kringum okkur, held að það sé galdurinn við að láta sjálfum sér líða betur! Áfram hamingjan!!

Halla

Halla (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 11:16

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Halla, láttu heyra í þér gæti ekki verið meira sammála þér 

Inga Lára Helgadóttir, 13.2.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og einum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband