14.2.2007 | 14:08
Þeir útlendir fyrir okkur og við útlendingar fyrir þeim
Já, ég hef séð núna eftir að Frjálslyndiflokkurinn kom með þessa brennheitu umræðu varðandi innflytjendamál, að þá hafa málefni þeirra innfluttu mikið verið á vörum manna, eða allavega í kringum mig.
En hvað með þessi blessuðu málefni þeirra útlendinga sem koma hingað ? Þeir eru jú af öðrum þjóðflokki en við íslendingar og svo ætlast þeir til að fá að kalla sig íslendinga líka Þetta er svona í áttina að því sem ég heyri þessar umræður og að ástandið hér sé að verða eins og í Danmörku og að allir sem komi hingað fari bara á spenann hjá Féló og annað slíkt. En þannig er mál með vexti að sá sem ætlar að fá að setjast hér að, hann verður að sýna fram á EIGIN framfærslugetu og það er sko ekki til í dæminu að koma og ætla að byrja að skrá sig hjá félagsþjónustunni.
En hvernig er það, núna eru um 16.000 manns af erlendum uppruna hér og eru þeir u.þ.b. 9% af virku vinnuafl á markaði hér á landi. En hvað með okkur, eigingjörnu, sjálfselsku og tala nú ekki um SÉRSTÖKU íslendinga ég veit ekki betur en að um 30.000 íslendingar starfi erlendis eða eru þar í námi eða annað slíkt, erum við þá ekki orðin nokkuð böggandi leiðindar innflytjendur sem ættum að drulla okkur heim ?
Hagfræðingar Kaupþings hafa núna sýnt fram á að þeir sem koma hingað til okkar í vinnu, að þeir eru að halda verðbólgu okkar aðeins fyrir neðan það sem hún hefði geta orðið ef við þessi SÉRSTÖKU værum bara ein um þetta verðbólgan hefði mælst yfir 1% meira en hún hefur verið ef að við hefðum átt að sjá um þetta sjálf. Þeir sem koma hingað af erlendum uppruna, þeir fá ákveðin störf, og oft eru það störf sem við sækjum lítið eftir, en þeir þurfa síðan líka vörur og þjónustu sem skapar okkur meiri störf. Spáið í það að við þurfum að framleiða og þjónusta fyrir alveg 16.000 manns í viðbót, og er það ástæða til að kvarta ?
Ég get ekki hugsað mér annað en að ef einstaklingar frá hverju þjóðríki fyrir sig myndu mætast og eiga stundir saman, þá myndu þeir sjá að það væri meira sameiginlegt með þeim en ekki. Ég hef talað um að þorramaturinn og gömlu ullarfötin og annað slíkt sé okkar mennig og að Ísland sé hreynt land og bla bla bla, en halló- ég ét ekki þorramat og á ekki einu sinni ullarpeysu, ég á held ég mikið meira sameiginlegt með manneskju sem er jafnaldri minn og kemur annarsstaðar frá heldur en kannski 92 ára bóndi úr Landeyjunum eða eitthvað. Ég þori að veðja að hann mundi ekki þola að hlusta á sömu tónlist og ég, mundi örugglega ekki vera sólginn í pizzu og hvað þá að vilja alltaf fá nýjasta GSM símann á markaði eða nýjustu tölvuna, svo að við eigum ekkert annað sameiginlegt en það að forfeður okkar átu slátur á hverjum degi og tóku kannski þátt í morðinu á Gísla Súrssyni. En ég held að mundi ganga vel upp að fá að hitta jafnaldravinkonu frá fjarlægu landi og deila með okkur áhugamálum og ólíkri reynslu. Ég meina, ég fór til Englands um daginn og þar var verið að spila tónlist sem ég fýlaði í botn og ég dýýýrka austurlenskan mat .
Ég vil samt ekki segja að allir þeir sem eru á móti því að fleiri komi til landsins séu rasistar, langt því frá, heldur ættu þeir kannski að opna sig meira fyrir því að kynnst öðrum og leggja skoðanir sínar á hilluna um leið. Líka að fá að vita hvað sé að gerast í raunveruleikanum, að ekki séu allir útlendingar á féló og að þeir skapi okkur á Íslandi meiri hagvöxt ........ ég tala nú ekki um snilldina við matargerð sem þeir taka með sér hingað.
En endilega kommentið mig, mér er alveg sama þó ykkur finnist ég hálfviti að segja svona, en þetta er bara svona
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1821
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég tek fagnandi öllum þeim sem koma hingað og vilja setjast að á þessu ískalda skeri! En það breytir því ekki að við þurfum að standa rétt að hlutunum og það mætti gjarnan betur fara hjá íslenska ríkinu. Helsti málstaður ríkisstjórnarinnar gegn Frjálslyndum er sá að útlendingar eru vinnuafl sem við þurfum á að halda en útlendingar eru líka fólk og það þarf að huga mun betur að þeirri hlið málsins. En bæst væri náttúrulega ef við gætum bara öll lifað í sátt og samlyndi!
Halla (IP-tala skráð) 15.2.2007 kl. 16:27
Þvílíkan dímon í bloggmynd zem ég greinilega hef vakið upp í millizhyztu !
Ég get þó alla vega vottað það að þú ert nú ekki hálfviti, alltént, & er nokk gott zammála þér í þezzum piztli.
Z
Steingrímur Helgason, 16.2.2007 kl. 01:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning