Nýja fjölskyldugerðin

Já, í dag er gjarnan sagt að öll sú þjónusta sem í boði er fyrir fjölskyldur sé óþörf, að áður hafi ekki verið allir þessir sérfræðingar að leysa vandamál fjölskyldunna og þessvegna ætti ekki að þurfa þess núna. En hvað ?

Hér áður, fyrir ekki svo mörgum áratugum síðan, þá vann faðirinn úti allan daginn alla daga og konan var heima fyrir að skipta á bleyjum, elda mat, þrífa og gera allt það sem kallaðist dagleg heimilisstörf. Maðurinn kom heim gjarnan seint á kvöldin og fekk sér að borða, lagðist svo kannski upp í sófa og horfði á sjónvarp eða slappaði af á einn eða annan hátt. Yfir daginn hafði konan verið heimafyrir með rúllurnar í hausnum, kjól sem var allur hnepptur að framan og átti þá til í jafnvel öllum litum.

Í dag, þegar allar fjölskyldur þurfa að eignast nýjustu innréttingar og innbú í eins stórar íbúðir og hægt er, nýja bíla á svo miklum afborgunum og háum tryggingum að fólk nær ekki að sofa á næturna, fá sér nýtt sjónvarp á hverju ár, eða 42" flatskjá eða skjávarpa sem er enn dýrari, nýjustu tölvurnar og nýjustu tísku sem er á verði sem enginn ræður við nema með greiðsluskiptingu á VÍSA og börnin alveg að fríka út í tölvum svo kalla þurfi á lögreglu inn á heimilin aftur og aftur, unglingurinn farinn að reykja hass og hættur að nenna að læra heima og talar eitthvað óskiljanlegt mál sem er eitthvað eins og hálfgert sérmál unglinganna í dag (hafið kannski heyrt þetta í strætó eða verlsunum eða þegar þið gangið fram hjá unglingahópum úti á götu) og hatrið í pólintíkinni er orðið svo mikið að enginn fær að njóta sín og eing og ég segji.... þá er ríkið að rýja okkur inn að skinni og borgin sömuleiðis Devil
Eftir slíka lýsingu, þá skulum við hugsa okkur að þegar einstaklingar eru að berjast  við að missa ekki allt niður um sig, kannski búin að missa einn eða tvo af sínum nýjustu bílum og skulda enn helling í þeim og eru á barmi taugaáfalls að missa ekki íbúðina líka og eru samt að hugleiða hvernig megi fjárfesta í næsta bíl og enn dýrari íbúð og enn dýrari........., þá er það orðið ansi reitt og hrætt, getur ekki sofið lengur, farið að líða illa, jafnvel komið á þunglyndislyf og veit ekki sitt rjúkandi ráð og er alveg að bilast í þessu samfélagi sem er að truflast af einkennum einstaklingshyggju og kapítalisma. Kallinn langar eflaust að berja konuna, sem þolir ekki börnin, því að hún er svo þreytt að hún nær ekki að sinna þeim og hverfur ofan í kapal í tölvunni eða að skoða einhverjar heimasíður til að kaupa sér allskonar drasl sem hún ræður ekkert við að greiða, en það er vandamál næstu mánaðar svo að hún er búin að tryggja sér svefnleysi næstu mánuðina á eftir líka Woundering
Börnin enda á pappírum hjá Barnavernd eða á meðferðarheimilum sem unglingar vegna of mikillar vanrækslu frá foreldrum, sem eru jafnvel orðin svo rugluð af þunglyndislyfjum og svefnleysi að þau eru alveg búin að gefast upp á lífinu og finnst bara best að skilja og finna sér aðra maka á fyllerý á djamminu og gera meiri djöfulsins skandala sem aðrir skilja ekkert í og ekki einu sinni þau heldur.

Ok ? er núna kominn smá skilningur á því af hverju fólk þarf orðið aðtoð með uppeldið, hjónabandsráðgjöf, uppeldisráðgjöf, helst að fara til sálfræðings einu sinni á tveggja vikna fresti og að reykja sig í hel eða vera öfgafólk í ræktinni, komin um 300 tólfsporasamtök við öllum fjandanum ? Gasp Ef að við hefðum ekkert til að minnka aðeins þungan af þessu blessaða lífi sem við lifum í sameiningu í þessu þjófélagi sem er alveg að fríka  eins og ég lýsti hér áðan, þá værum við komin í ENN VERRI MÁL, sem hljómar ekki vel Wink

Því fór ég að læra félagsráðgjöf og veit að ég á eftir að hafa nóg að gera við að bjarga heiminumTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahá,,,eða þannig

RJH (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:04

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hva ?? maður ma nú alveg láta sig dreyma

Inga Lára Helgadóttir, 17.2.2007 kl. 00:52

3 identicon

Alveg zama hvað hver zegir zhyzta mín, mér finnzt þú vera znillíngur í þínu & hef alveg fulla trú á því að þú eigir eftir að bjarga heiminum, ein & zér...

Z.

lehamzdr (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 01:01

4 identicon

Einhver svartsýni í þér þessa dagana, hehe?


Annars er ég ekki alveg til í að samþykkja að hlutirnir hafi verið eitthvað betri í gamla daga.  Fólk átti mikið við sömu vandamál að stríða nema oft var bara hjálpin ekki fyrir hendi.  Fólk hefur líka alltaf staðið í einhvers konar lífsgæðakapplaupi - það hefur bara tekið á sig aðra mynd í dag.

Anna Lilja (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 16:22

5 identicon

... það má alltaf gera heiminn betri Inga mín!

kv. GHS

Gísli Hjálmar Svendsen (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Þetta er auðvitað komið út í tóma vitleysu. Það er verið að finna maka til að stofna fjölskyldu, eignast börn og horfa á þau vaxa úr grasi. En það sem þetta endar í er sú staðreynd að foreldrar hafa ekki tíma til að vera foreldrar, og hlutirnir eru farnir að snúast um að finna peninga til að greiða afborganir af dekkjunum af jeppanum. 

Ég held persónulega að þetta neysluþjóðfélag sem við lifum í núna sé mannskemmandi og fjölskylduskemmandi. Þetta hefur ekki góðar afleiðingar.

Þegar ég eignast mitt barn á miðju árinu 2007 ætla ég að nýta tímann vel til þess að vera með barninu mínu og ástkærri kærustu. Í sannleika sagt Hef ég ekki efni á því að fara að vinna strax  og eltast við peningana. Fjölskyldan mín er mér meira virði en skitnir peningar. 

TAKK FYRIR ÞENNEN FRÁBÆRA PISTIL 

Sveinn Arnarsson, 20.3.2007 kl. 23:10

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk fyrir svarið Sveinn, svona er það þegar við lifum í algjörri einstaklingshyggju, en sem betur fer eru menn inn á milli sem sjá náungann, virða hann eins og hann kemur til dyranna og líta á hann sem hluta af SÍNU þjóðfélagi. Vonandi fæ ég að sjá fleiri með þitt hugarfar, það er sko mikið meira virði að eiga góðar stundir og mynningar með ástvinum en peningum og ég veit þið munið njóta tímans vel 

Inga Lára Helgadóttir, 20.3.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og níu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband