12.3.2007 | 23:09
Hvar endar þetta allt ? (er samt ekki feministi)
Jæja gott fólk
Ein af þeim í feministahreyfingunni skrifaði um daginn á bloggið sitt um forsíðuna á Smáralindarbæklingnum. En þó þér lesandi góður ætti að vera þegar kunnugt um málið, þá mun ég samt skýra aðeins frá.
Þannig var að stúlka var framan á blaðinu, látin standa í stellingu sem mörgum karlmönnum gæti þótt frekar eggjandi og með opinn munninn. En mér er spurt, þar sem fermingarbarn er látið standa innan um sakleysisleg leikföng í þessari stellingu, hvað það var eiginlega sem vakti fyrir þeim sem tóku myndina ? Er þetta hversdagsleg stelling stúlkna í daglegu lífi ? svona í verslunum, skólanum og annarsstaðar ?.... og mér finnst eitt annað svolítið furðulegt, það er hvað mörgum datt í hug eitthvað kynferðislegt við myndina þótt þeir séu ekki feministar
Ég mundi sko seint kalla mig feminista, allavega gæti manneskja með mína hugsun ekki flokkast sem feministi, þó ég ætli nú ekki alveg að afhjúpa mig hér ... en það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá myndina var "þetta er nú frekar neyðarlegt fyrir aumingja stelpuna", eða eitthvað í þá áttina.
Eins og allavega maðurinn minn og kannski tveir eða þrír í viðbót, þá hef ég séð bláar myndir... úps, afhjúpaði mig pínu og þar eru konur gjarnan að reyna að vera eggjandi og með opinn munninn, annaðhvort stynjandi eða eiga von á öðru, svo hver var hugsunin á bak við myndina ?
Eins og hefur komist til tals og menn eru orðnir nokkuð fróðir um, þá hefur nekt kvenna og lauslæti aðeins komið upp á yfirborðið, og þá aðeins of mikið hjá ungum stelpum. Ég man þegar ég var í Breiðholtsskóla á mínum unglingsárum, þá vorum við stelpurnar aðeins þægari en gengur og gerist í dag og það var stórfrétt ef einhver lét ekki eins og siðuð póstulínsdúkka. En í dag, þá eru stúlkur farnar að gera ýmsa hluti til að komast inn í partý og annað slíkt. Fyrirmyndir þeirra sem eru kannski erlendar söngkonur eru næstum klæddar eins og súludansmeyjar meðan þær syngja og svörtu rappararnir eru með hálfnaktar konur að dilla rassinum í þá meðan þeir eru að syngja.... svo er skrýtið þó ungar stúlkur séu farnar að klæða sig frekar fáklætt og telja kynlíf vera nokkuð jafneðlilegt og álegg á brauð ?
Fyrir ekki löngu síðan, þá var ég stödd inn í LaZensa (svona til að afhjúpa mig aðeins meira) en þar inni var kona sem spurði stúlku sem var við hlið hennar, hvort að það sem hún héldi á væri nógu stórt á aðra stúlku, því hún væri aðeins ellefu ára gömul ? Ég sá allavega enga mæta í æsandi G-streng og brjósthaldara á meðan ég var í ellefu ára bekk ,,, og okkur stelpunum þótti alveg nog að hafa kysst einhvern strák, en litum á hitt meira sem eitthvað framtíðarkrukkkkkkkkk.
Ég er fullmeðvituð um það að oft þegar stelpur segja eitthvað, er það jafnvel bara í kjaftinum á þeim, en þegar ungar stúlkur eru farnar að akta kynferðislega og farnar að sofa hjá til að auka vinsældir sínar og fá að komast inn í partý, þá er mér spurt hvað við séum að gera rangt ?
Takk fyrir lesturinn,
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert að þakka Inga. Þetta mál gekk of langt og því frekar lítið við það að bæta. Líklega best að leyfa þessu rugli að sofna endanlega og líklega engin greiði gerður með því að halda þessu frekar vakandi.
Haukur Nikulásson, 12.3.2007 kl. 23:17
Eins og fram kom hér að ofan, þá er ég ekki að tala um þetta eina mál, heldur almennt...... sem mér þykir ekki vera góð þróun.
Inga Lára Helgadóttir, 12.3.2007 kl. 23:20
Ég verð nú alveg að segja eins og er að mér finnst bara mjög pervertísk hugsun að sjá eitthvað kynferðislegt útúr þessari mynd. Ung fermingarstelpa, í fötum frá toppi til táar og fullt af leikföngum.
Er reyndar búin að ræða þetta mál framm og til baka við hina og þessa, en þetta er algjörlega mín skoðun, að ef einhver sér eitthvað kynferðislegt út úr þessu þá ætti sá hinn sami kannski bara aðeins að fara og láta læknana góðu kíkka á hausinn sinn.... :)
Rut Rúnarsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:57
Zhyzta mín ágæt, ég hef rennt því yfir mér ýngri karlmenn, það er eiginlega öngvinn af þeim zem að náði að zjá eitthvað eggjandi yfir þezzu.....
Held að Kaffibrúzakarlmannahúmorinn hafi alveg zlátrað þezzari umræðu endanlega í dag á 98,9.
En ég held að það zé nú alveg vettvángur fyrir því að taka upp umræðu um fíkn fermíngarztelpna í eitthvað zem þær zkilja lítt & kví markaðzöflin eru í því að kveikja upp í þeim að þær zéu vízt orðnar konur um þetta leyti. Það eru nú fá ár í fermíngu frænku þinnar.
Z.
Steingrímur Helgason, 13.3.2007 kl. 00:16
Ok,.... ég skal viðurkenna að ég var búin að heyra reiði annara kvenna sem eflaust höfðu mikil áhrif á viðhorf mín þegar ég sá myndina, ég beinlínis held ég sá hana og bjóst við að sjá eitthvað ..... en (Rut takk fyrir síðast ) ég verð að segja að við sjáum öll hlutina frá sitthvorri hliðinni, annars værum við öll eins, svo ég er ekki alveg sammála því að þær konur sem urðu æfar að þær ættu að láta krúska í hausnum ásér, heldur eru þær að fást við þessi mál dagsdaglega og sjá aðrar hliðar...... en það er fínt að sjá mismunandi komment
Inga Lára Helgadóttir, 13.3.2007 kl. 10:54
Já, þetta mál allt fannst mér ferlega fyndið, því að ég var búina að vera með þennan bækling á eldhúsborðinu mínu og sjá þessa mynd oft. Svo heyri ég þessa umræðu í útvarpinu og ég fór strax að reyna að muna "hvernig var þessi mynd aftur" svo kom ég heim og skoðaði myndina og ég hló, því að eftir lýsingar feministans í útvarpinu þá gat ég séð það! En áður pældi ég ekert í því!
Rósa Beib (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:06
Nááááákvæmlega .....skapar okkur konum og mest ungum stúlkum ljóta ímynd hvernig menningin er orðin...
Inga Lára Helgadóttir, 17.3.2007 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning