19.3.2007 | 10:48
Aðeins meira um útlendinga....
Fyrir nokkru heyrði ég síðast að útlendingar hefðu það svo rosalega gott að komast hingað, að þeir hefðu ekki yfir neinu að kvarta og ættu að vera þakklátir og ekkert annað. Hef mikið heyrt af þessum viðhorfum frá fólki sem eru af íslenska stofninum
En þannig er mál með vexti að mart er ekki sem sýnist. Jú, við getum boðið fólki hingað, en hvað með þjónustuna við þau ?
Hingað kemur kona frá fjarlægu landi, hún talar ekki tungumálið og er hálfpartinn mál- og heyrnarlaus, þar sem enginn skilur hana og hún skilur ekki aðra. Til að láta enda ná saman, þá er hún kannski að vinna á Granda í fiski allan daginn, hefur vaknað snemma um morguninn, eftir þann vinnudag fer hún að skúra og kemur heim seint á kvöldin. Fjölskyldan hennar úti sem ákvað að senda hana hingað til að afla tekna saknar hennar og hún saknar þeirra. Hún á jafnvel börn sem hinar konurnar í fjölskyldunni sjá um fyrir hana meðan hún er hér, en líklega fer það þannig að eftir einhvern árafjölda fær hún börnin loksins til sín hingað.
Hún hefur varla getað farið á ísl. námskeið þar sem það er dýrt og einnig vegna tímaleysis, ef hún ætlar að hafa það af hér, þá þarf hún að VINNA. Þetta verður einskonar vítarhringur.
Fjölskyldan er komin til hennar, krakkar sem ekki kunna tungumálið, en þau yngri eiga auðveldara með að læra inni á leikskólunum þar sem þau eru opnari fyrir að læra og fljótari, því það reynist erfiaðara að læra tungumál eftir því sem manneskjan eldist.
það sem er svo ljótt við þetta allt er að börn eru notuð sem túlkar fyrir foreldra sína, í bönkum, hjá læknum og á fleiri stöðum. Börnin fá að vita um hin ýmsu mál sem þau hafa ekki þroska fyrir. Barn hefur þurft að segja foreldri sínu að það sé hættulega veikt. Barnið fær ekki að vera barn, heldur þarf það að taka þátt í alvöru lífsins, því að ekki er nógu mikið fjármagn hjá spítölum og fleiri aðilum til að hafa túlka. Þetta fjármagn mætti nú alveg fara að aukast aðeins.
Svo er engan veginn búist við því að eldra fólk sem hingað kemur muni þurfa á þjónustu að halda á sjúkrahúsum og stofnunum, þar sem þau eru í umhverfi sem þau þekkja engan veginn og geta ekkert tjáð sig. Ég veit til þess annarsstaðar í Evrópu að verið er að mæta þörfum þeirra með því að koma upp elliheimilum sem eru fyrir þennan ákveðna hóp. Þar geta þau talað saman, skilið hvort annað og notið þess meira.
Með leikskólabörnin, af hverju er ekki meira gert fyrir þau, fengin manneskja sem getur talað við þau meðan þau eru í aðlögun, en leggja samt alla áherslu á að þau kunni tungumálið. Mér skilst að Fellaskóli sé eini skólinn þar sem verið er að taka vel á því að þar séu börn af hinum ýmsu kynþáttum og ber okkur að vera jákvæð gagnvart því. En hvað með hina skólana ?
Hingað var gott að fá ódýrt vinnuafl, en það er eins og ekki sé búist við því að þau hafi sínar þarfir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara að kvitta fyrir mig. Kíki alltaf inn þegar ég sé nýjan pistil :-) Ég er enn að herða upp hugann að fjalla um innflytjendamálin á síðunni minni. Úff, finnst þetta eitthvað svo erfiður málaflokkur. Hvaða réttlæti er í því að ég er sjálf þvílíkt forréttindadýr (eins og flestir aðrir Íslendingar) að ég hef kost á því að ferðast og vinna um allan heim (og hef nýtt mér það) en fólk í sumum löndum kemst ekki einu sinni á ferðamannavísa til Evrópu eða Norður-Ameríku, hvað þá að það geti fengið atvinnuleyfi? En svo kemur hin hliðin - við erum svo fá - bara 300.000 hræður - og getum auðveldlega týnt sjálfum okkur ef straumurinn hingað erlendis frá verður of hraður.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:02
Takk fyrir Auður og ég hef líka mjög gaman að lesa eftir þig, þar kemur mart spennandi fram sem ég vil ekki missa af
Já, ég veit sko vel hvað þú átt við og þú ert ekki sú eina sem hefur smá áhyggjur af því að við af íslenska stofninum eigum eftir að týna okkur einn daginn. En við bjóðum upp á þetta, og erum að tala um fólk, búið er að samþykkja að taka á móti flóttafólki árlega svo við verðum að gera betur. Það er hræðilegt þar sem ég er að læra um fjölmenningu og fagstörf, að lítil börn, krakkar, unglingar, fólk á besta aldri og eldriborgarar af erldum uppruna, skuli ekki fá þörfum sínum mætt.
Við verðum að berjast fyrir þessu, þá líka munu þau hafa góð áhrif á umhverfið okkar
Inga Lára Helgadóttir, 20.3.2007 kl. 19:03
Kvitt!!! eg er nu meira sammála Auði herna á undan ,en þetta er mál sem þarfnast umfjöllunar mjög/Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 21.3.2007 kl. 00:22
Þú & þínir kóarar...
Alltaf allir zammála þér, félagzmálapakkinn minn.
Það var náttúrlega miklu meira hægt að rífazt við þig þegar þú varzt í hagfræði & trúðir í blindni á það zem að Pétur Blöndal zagði um það að fátæka fólkið á ízlandi gæti bara pantað zér pizzu & kók, ef að það væri zwángt. Því að ef það gæti það, þá náttúrlega væri það ekki fátækt. Zú hagfræðikenníng er nú kölluð 'blöndízka' & ungvinn í Húnaþingi vill ættleiða þann króa, zkiljanlega.
Það er líka greinilega farið að falla af þér ljózkuheilkennið, ég er dáldið ánægður með það. Bláu augun þín eru alltaf jafn falleg & mín, en við erum að verða dáldið zkolhærð zhyztkinin með aldrinum, & farin að fatta það af leztri góðra bóka að við erum ekkert zérlega hreinir aríar lengur.
Hvort zem er, býttar það litlu í því fjölþjóðlega zamfélagi zem að við byggum núna öll zaman & þó að einhverjir údlendíngar dirfizt að troða á grámozanum okkar, flytja hérna inn börn & buru, afa & ömmur líka, þá er ég nú alveg zammála þér. Við eigum að gera miklu betur í því að koma til mótz við þarfir þeirra zem að kjóza viljandi að vilja búa hérna með okkur, alveg einz & við heimtum, (af okkar arízku frekju!), að zwoleiðiz komi fjölþjóðlegt menníngarzamfélagið fram við okkur hvar zem að okkur dettur í hug að drepa niður loppu.
Ég bý í zweid, norðann er norðar, einz & þú veizt nú, enda komið & heimzótt mig & mína & þína.
Í mínu zmámennabæjarfélagi er að finna zmá kokkteil af nýbúum, & börnin mín eru í zkóla & leikzkóla með börnum frá öðru þjóðerni, & öðrum trúarbrögðum en börnin mín & þín eru mázke alin upp við. Zmæðin gerir það að verkum líklega að það verður aldrei þörf á einhverjum zértækum lauznum, börn zkilja miklu meira en fullorðnir í dona.
Ég hef hinz vegar líka ztaðið í biðröð við bánkann í nágrennzlinu & virkilega vorkennt auztur evrópubúanum fyrir framann mig fyrir það eitt að hann gerði zig það zkiljanlegann, að ég zkildi hann alveg, (þó að ég viðurkenni nú alveg að zlóvenízk túngumál, þó názkyld finnzku zéu, eru ekki alveg eitt af því zem að ég 'flúenta' á), en zkammazt mín fyrir landann minn í gjaldkerazætinu, bara fyrir það að kjóza ekki að zkilja kúnnann zinn.
Við erum ztundöm hreinlega hrokafull aparazzgöt úr Hvergigerði við ízzlendíngar....
Heilzur, zhyzta mín góð ...
Z.
Steingrímur Helgason, 21.3.2007 kl. 03:26
Það er nefninlega það Steingrímur það græða allir á því að sem flestum líði vel.
Annað get ég sagt, að hann Karl Marx sem skrifaði Kommúnistaávarpið, tók hagfræðikenningarnar og snéri þeim öllum á haus, sýndi fram á að þær gengju ekki upp og sumir frumkvöðlar hagfræðinnar gátu ekki sagt að hann hafði rangt fyrir sér. Ég er ansi hrædd um að hagfræðin gildi fyrir ákvðinn hóp og okkur hinum sé talin trú um að eingöngu hún virki og sé gild í að stýra samfélaginu. Minnir mig að Adam Smith hafi ekki getað rengt hann vin okkar Marx.
Inga Lára Helgadóttir, 21.3.2007 kl. 08:43
Kræzt, zhyzta mín er að verða kommi einz & amma zín ....
Z.
Steingrímur Helgason, 21.3.2007 kl. 23:58
Hehehe .... kommi eða ekki kommi, þetta er bara ég
Inga Lára Helgadóttir, 22.3.2007 kl. 00:03
Held þetta sé ekki spurning um að vera kommúnizti, frekar um að hafa sína skoðun og sýn á lífið.. Held þetta sé meira spurning um réttlætiskennd fremur en nokkuð annað. Og mér sýnist Inga Lára hafa afar ríka réttlætiskennd í brjósti sínu. Ákaflega gaman að lesa skrifin þín!!
kveðja frá Akureyri
Sveinn Arnarsson, 22.3.2007 kl. 15:25
Takk fyrir góðan pistill, ég hef sjálf bloggað smávegis um mál innflytjenda.
María Anna P Kristjánsdóttir, 4.4.2007 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning