23.3.2007 | 18:50
Í lagi eða ekki í lagi ?
Já, mér var pínu brugðið þegar ég sá að Sif Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hafði nú í annað sinn tekið fé frá eldri borgurum. Gerði manneskjan sér enga grein fyrir því hve umdeild hún var hér fyrir stuttu þegar hún réðist á sjóð eldri borgara, til að gera kostningaáróðursbæklinga fyrir sjálfa sig ? Í guðs bænum þið sem komin eru á efri ár, ekki láta hana ræna ykkur meir.
Frekar sorglegt að manneskjan skuli gera svona lagað þar sem skortur er á úrræðum fyrir okkar eldra fólk. Margir eru einmanna, eiga enga að, við fáum fréttir úr blöðum af mannlausum jarðarförum og einangrun eldri borgara er orðinn vandi sem þarf að leysa.
Staðan á landsbyggðinni um aðstoð til þeirra sem eiga við heilsufarsleg vandamál að stríða er mjög slæm. Getið er þess í lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999, að þeir sem þurfa á aðstoð að halda, eins og þeir sem eru með heilabilun eða aðra sjúkdóma, eiga rétt á að fá þörfum sínum mætt, semsagt fá þjónustu frá ríkinu. Ekki get ég séð að ríkið hafi mætt þörfum þeirra, heldur eru það Aðstandendasamtök alzheimersjúkra sem hafa barist þar hörðum höndum. Þeir sem glíma við alzheimer á landsbyggðinni geta ekki fengið þar viðeigandi hjálp.
Í dag sá ég hana í blaðinu vera að baka góðgæti og einnig fisk, datt í hug hvort Sif væri að nota peninga eldri borgara við að elda í matinn heima hjá sér
Ekki finnst mér það góðs viti að hún vilji ekki veita SÁÁ sama fjármagn og þau hafa fengið hingað til, þar sem hún telur SÁÁ vera rekið í halla. En er stofnunin ekki að sinna þörfum einstaklinga ? Hvernig fer ef stofnunin getur ekki tekið á móti fólki ? Þurfa alkóhólistar og fíklar að leita annað ? Geta fangar ekki fengið viðeigandi meðferð og stuðning áður en þeir fara úr fangelsunum út í samfélgið aftur ? Þeir hafa hingað til getað tekið 6 vikur af dómi sínum út í meðferðum. Munu áfengis- og fíkniefnavandinn aukast ? Hver eru markmið hennar í þessum málum ? og hverjar verða afleiðingarnar ?
Þórarinn Tyrfingsson er nýbúinn að koma með þá yfirlýsingu að sprautufíklum fari fækkandi. Til þess þarf fjármagn......
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mig langar aðeins að segja eitt, Þórarinn Tyrfings kvartar nánast aldrei, nema þegar það er stutt í kosningar.
Rósa (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:06
Sif var að segjast ætla að lækka fjármagn til SÁÁ, það er ekki alveg það sama,
Inga Lára Helgadóttir, 23.3.2007 kl. 22:45
Vogur er fyrirmydar sjukrahus og avöttnunarstaður og bjargar mörgum manninum,það á ekki að spara fé til þessa/Þórari Tyrfingsson á heiður skylið og þetta starf þarna!!!! þarf meiri peninga til að standa undi þessu frabæra starfi þarna!!!Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.3.2007 kl. 10:19
Það er alveg rétt hjá þér Inga Lára, að framkvæmdasjóður aldraðra á að vera nýttur til uppbyggingar aðstöðu fyrir aldraða. Ef hann er notaður þannig er hann er hann frábær og réttmætur, og allir íslenskir þegnar greiða í hann.
En nú er svo komið að stjórnvöld nota þessa peninga til annarra hluta en lög og reglur gera ráð fyrir. Þar með er þessi fjárhirsla aðeins orðin að aukinni skattheimtu ríkisins fyrst hann er notaður í hinn almenna ríkisrekstur
Sveinn Arnarsson, 24.3.2007 kl. 10:52
Mér skilst að það eigi að fara ofan í saumana á þessu máli og held ég að það sé eina leiðin til að fá þetta allt upp á borðið. Skil ekkert í Siv. Varla ætlaði hún að brjóta lög?? Ætli hún hafi bara nokkuð kynnt sér út á hvað þessi sjóður gengur og reglugerðina sem liggur honum ti grundvallar.
Kolbrún Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 16:02
Gott að sjá mikið af fallega hugsandi fólki sem tekur hér undir með mér, mér finnst það semsnýr að heilbrigðismálum ekki vera í lagi, það er svo mart sem þarf að laga og sem ég er ósátt við !!!
Inga Lára Helgadóttir, 24.3.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning