Samhyggjusamfélagið, -draumalandið mitt

Í dag búum við í þjóðfélagi þar sem einstaklingshyggja ríkir. Einstaklingshyggja er þegar við erum búin að fjarlægjast náungann, hugsum um okkar eigin hag og við erum númer eitt, tvö og þrjú. Við göngum í hjónaband með einstaklingi sem við veljum okkur (sem betur fer Grin), lærum það sem við viljum læra, vinnum það sem við viljum vinna með og reynum að láta aðra hafa sem minnst áhrif á okkur í þeim málum.... þó áhrifin verði alltaf einhver.
En ég sé einnig galla á því samfélgi, þar sem allir hugsa um sjálfan sig, sinn eigin hag í hverju sem er og er nokkuð sama um náungann. Hvernig væri í dag ef við færum aðeins að læra að bera umhyggju og virðingu fyrir náunganum, bera hag hans fyrir brjósti og óska honum eins vel og við óskum okkur sjálfum. 

Sem dæmi langar mig að tala tilraunaverkefni sem verið er að prófa áfram í réttarkerfinu, en þá er það Sáttarumleitunarverkefnið Hringurinn sem ég tek sem dæmi.
Ef einstaklingur brýtur af sér og fær einhverja refsingu, bæði  brotaþola og brotamanni líður ekki vel, finnst þeim vera óöryggir og finna fyrir öðrum slæmum tilfinningum, særindum og fleirum tilfinningum. Þegar búið er að vinna saman í þessu verkefni, þá hafa þeir einstaklingar sem hafa tekið þátt í Hringnum verið ánægðir, þeir hafa náð saman, fengið að útskýra fyrir hvorum öðrum hvernig þeim líður og sá sem braut á, fær að vita hvaða áhrif það hafði á þann sem hann braut á...... semsagt þeir fara að hugsa um tilfinningar hvors annars og hvaða afleiðingar gjörðir þeirra (brotamannsins) höfðu á einstsaklinginn (þann sem brotið var á).

Þetta er skýrt dæmi þar sem tveir menn sitthvoru megin við línuna tala saman og tjá hvorum öðrum sínar skoðanir og hvernig þeir sjá hlutina og leggja sig fram við að hlusta....

Ef svona væri farið að í samfélginu almennt, við færum að heyra hvað náunginn hefði að segja, færum að finna fyrir því að aðrir en við séu til og taka þátt í þeirra lífi, þá hef ég trú á því að okkar þjóðfélag yrði betra. það eru of margir sem hafa það ekki gott og einhvernveginn er eins og það sé betra að reyna að horfast ekki í augu við það heldur en að takast á við það. of margir lifa í fátækt í þessu alsnægtarsamfélgi, of margir sem fá þörfum sínum ekki fullnægt í heilbrigðiskerfinu eða aðra þjónustu sem þeir leita eftir að fá.

Við getum gert svo miklu miklu betur......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg var lika einu sinni ungur og hafði þá svipaðar skoðanir og þú hefur,en heimurin er svo kaldur að þetta hefur þvi miður ekki ,náðst að gera ,allskonar goðar stefnur hafa komið fram en allar hrunið þegar þetta hefur át að gerst/en það á aldei að segja aldrei/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 24.3.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Halli ég mun aldrei segja aldrei, það er ekki heimurinn sem er kaldur,heldur er það fólkið sem er kalt. Við búum í litlu samfélagi, það er mart hægt að bæta ef viljinn er fyrir hendi. Það eru einstaklingar innan samfélagsins sem fá ekki að njóta sín, á meðan þeir sem fá allt og stjórna öllu fá það sem þeir vilja og mikið meira en það, lifa svo alsnægtir meðan aðrir þurfa að lifa mikla fátækt, það tel ég vera nokkuð sem hægt er að laga.

það er ýmislegt sem væri hægt að kippa í liðinn strax, ef vilji væri fyrir hendi, með því að hækka skattleysismörkin, gera örlítið betur við öryrkja og aldraða, draga úr fátækt barnafjölskylda og fleira. Ef velferð yrði meiri, þá liði fólki betur. Ég ætla að halda í þessa hugsun, en það fyrsta sem þarf að gera er að breyta áherslum í heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu.... það er það sem þarf að gera og það er hægt ! Ég held að of margir trúi því að sé ekki hægt að breyta til hins betra því það hefur ekki gerst í of langan tíma, en ef við hættum að láta örfáa einstaklinga segja okkur hvað sé hægt og hvað ekki og förum aðeins eftir brjóstviti okkar, þá er þetta ekki vonlaust

Takk fyrir kommentið, .... og haltu í þína gömlu skoðun....

Inga Lára Helgadóttir, 25.3.2007 kl. 00:57

3 identicon

Inga mín ertu nokkuð að verða "sósíalsinni" ...

Skrifin þín benda nokkuð í þá átt.

Kveðja,

Gísli (tengdó)

Gísli Hjálmar Svendsen (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 19:41

4 identicon

Gott hjá þér að fjalla um þetta. Þetta er það sem er alveg ótrúlegt með Íslendinga. Þeir hugsa bara um sjálfan sig, er nákvæmlega sama um alla aðra. Þetta er það sem gerist þegar of mikil einstaklingshyggja ræður ríkjum. Þegar menn hugsa t.d. einvörðungu út frá peningum og markaðshagsmunum. Þá skipta tilfinningar engu máli. Þetta er vandinn við íslenskt þjóðfélag í dag.

Kalli (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Frábær grein og vel skilgreint,kemur samviskunni á flug og réttlætiskenndin tekur sterk viðbrögð. 

Kristján Pétursson, 26.3.2007 kl. 00:22

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég ætla bara að zkjóta því inn að greinar einz þezzi eru einmitt áztæðan fyrir því að ég píndi okkur í að fara frekar að blogga okkar á milli, í ztað þezza að zkrifa fleiri tíma ritgerðir um þjóðfélagzmál fyrir hvort annað, álínuð, á MZNinu.

Halli Gamli tekur bara klazzízkina um það að vera dona beizkur bizmark út í lífið & tilveruna & heldur mázke að hanz uppgjöf & andlega zúrmeti dragi úr þér kjarkinn, en hann náttúrlega þekkir þig ekki.  Gízlinn tengdóinn verður þá bara að láta zér vel líka komminn í þér. því að þú mátt alveg vera einz & amma okkar mín vegna, & veizt það vel. 

Okkur hinum líkar þetta allténd fínt....

Z.

Steingrímur Helgason, 27.3.2007 kl. 20:07

7 identicon

Vandamálið virðist mér vera að við sem hugsum svona svipað og þú að við þurfum að hugsa um hvort annað höfum ekki völd, heldur hinir sem hugsa bara um sjálfan sig.  Gæti skrifað langa ritgerð um af hverju það er nú þannig en ég get nú farið að sofa betur vitandi að þú, Inga Lára mín, ert komin á skrið í pólitíkinni ;-)

Anna Lilja (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 20:18

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk fyrir það kæri bróðir og vinkona ....við berjumst saman fyrir þessu, það er allt hægt og eina ástæðan fyrir því að við lifum ekki í draumalandinu er sú að það eru of margir sem halda að aðeins örfáir einstaklingar eigi að ráða þessu og að enginn fái því nokkurn tímabreytt

Inga Lára Helgadóttir, 27.3.2007 kl. 20:34

9 Smámynd: Ágúst Ólafur Ágústsson

Flott grein sem hittir naglann á höfuðið. Sammála að við getum gert miklu betur og því eigum við að gera það.

Bestu kveðjur,

Ágúst Ólafur Ágústsson

Ágúst Ólafur Ágústsson, 3.4.2007 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband