Börn, unglingar og þið hin :)

Mig langar hér að koma Umboðsmanni barna á framfæri. Þangað er hægt að leita til að fá góðar upplýsingar um réttindi barna og hvert hægt sé að snúa sér í málefnum þeirra.

Umboðsmaðurinn er með velferð barna og unglinga undir átján ára aldri að leiðarljósi og vill búa þeim sem bestan hag. Þeir eru ráðgefandi í málefnum barna og unglinga og leibeina fólki. Þangað er hægt að leita til að fá upplýsingar um réttindi barna. Einnig sinna þeir því að koma með tillögur og umsagnir þegar verið er að semja frumvörp á Alþingi hvað varðar börn og unglinga.

Endilega skoðið vefinn þeirra www.umbodsmadurbarna.is sem er ekki nógu mikið auglýstur en kom mér á óvart hve miklar upplýsingar er þar að finna, þá varðandi heilbrigðsmál, skólamál og annað. Með því að skoða vefinn er hægt að gera sér betur grein fyrir því með hvað umboðsmaðurinn er að fást við og með hvað væri hægt að leita til hans með.

Mig langar að vekja á því athygli að þörfin er til staðar, þar sem fyrirspurnir frá börnum og unglingum jókst gríðarlega eftir að þeim var bent á vefinn af grunnskólakennurum í lífsleiknitímum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband