6.4.2007 | 12:11
Þú ert í hinu liðinu
Mig langar að koma með nokkuð sem ég hef svo oft lagt höfuðið í bleyti yfir.
Nú eins og alltaf erum við með ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Hvernig ætli allt yrði hér í dag ef stjórnarandstaðan mundi nú sinna því hlutverki að vera einskonar aðhald fyrir meirihlutastjórnina, koma með ábendingar og bæði jákvæða og neikvæða gagnrýni ?
Í dag (eins og áður) þegar ég les blöð, horfi á þingið í sjónvarpi eða fylgist með umræðunni, þá eru þingmenn upp til hópa eins og litlir krakkar í hasarleik, keppast um hver ætti sterkasta pabbann eða annað slíkt. Af hverju er ekki hægt að hafa meiri samvinnu, þó menn séu ósammála ?
Ég get ekki litið á sem svo að þegar einn gagnrýnir annan, að þá fái hann einhver stig hjá mér, heldur fer ég að hugsa og spyr sjálfa mig, "af hverju talar hann ekki um hvað hann hefur sjálfur fram að færa?". Að lifa í samfélagi, þar sem sandkassakrakkarnir eru að rífast og stjórna landinu um leið (á við um alla flokka) þá verður mér frekar spurt hvernig svona dæmi gangi upp ?
Fólk í pólintík eins og annarsstaðar virðist ekki koma alltaf fram af eigin verðleika heldur að setja neikvætt út á aðra. Þá er mér hugsað um grunnskólastúlkurnar sem fóru að ljúga upp á hvor aðra til að koma sjálfri sér á framfæri.
Ætli allt í kringum okkur mundi kannski ganga betur ef fólk færi að sýna hvort öðru meiri virðingu en áður, við erum fólk hvort sem við erum að styðja Sjálfstæðisflokk, Samfylkinguna, V- græna eða aðra...... eða er það ekki annars ? Kannski það mundi auka á hamingjuna
Make peace !!!! hver vill hafa það sem kosningarloforð
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð vangavelta, hef einmitt svo oft spáð í þetta.
Þetta virðist vera tvíhliða, annars vegar að flokkarnir/stjórnmálamenn fegri sig og á sama tíma að rakka hina (pólitíska andstæðinga sína) niður. Eins og sitthvor hliðin á sama peningnum. Hvernig yrði þetta ef flokkarnir myndu bara tala um hvað þeir eru að gera (hafa gert gott) og hvað þeir vilja gera betur en slepptu öllu skítkasti á hina flokkanna og stjórnmálamenn þeirra. Þætti það slök kosningabarátta? Ef maður skoðar stjórnmálamenn þá sér maður að þeir eru afar mismunandi hvað þetta varðar. Sumir vilja festa sig í að benda á hvað andstæðingarnir eru ömurlegir en aðrir leggja áherslu á að útskýra og upplýsa um eigin verk og ágæti en fara ekki svo mikið í samanburð.
Í þeim tilvikum sem ég hef skrifað pólitískar greinar hef ég aldrei fengið mig til að vera með skítkast eða rakka niður pólitíska andstæðinga. Ég minnist þess þó að í einni grein fyrir 3-4 árum síðan þá talaði ég um hvað Steingrímur Sigfúss. hefði æst sig mikið á þinginu og að með þessu áframhaldi óttaðist ég að hann fengi hjartaslag. Ég man ekki einu sinni lengur hvað það var sem hann var að æsa sig yfir en maðurinn var trylltur í pontunni á þinginu. Að öðru leyti hef ég reynt bara að halda mig við málefnin og mér hefur ekki fundist það neitt erfitt.
Kolbrún Baldursdóttir, 6.4.2007 kl. 12:36
Góð hugvekja á Páskum hjá þer Inga Lára,og lika svarið hjá henni Kolbrúnu/Gleðilega Páska /Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 6.4.2007 kl. 16:58
Gleðilega páska til ykkar góðu félaga minna, Kolbrúnar og Halla Gamla og takk fyrir kommentin frá ykkur
Inga Lára Helgadóttir, 6.4.2007 kl. 17:37
Ég er innilega sammála, gott innlegg.Gleðilega páska. Kveðja María
María Anna P Kristjánsdóttir, 6.4.2007 kl. 18:11
Er algjörlega sammála. Þetta er einhver árátta sem ég held að flestum leiðist, líka mjög mörgum pólitíkusum, en það er eins og umræðan falli alltaf í þetta far. Þeir sem gera sitt besta til að forðast þessa gryfju er sífellt ögrað og reynt með öllum ráðum að fá þá með í leikinn. Það þarf sterk bein að vera í pólitík - svo mikið er víst.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 22:34
Gott að sjá hve margir eru sammála þessu
Inga Lára Helgadóttir, 7.4.2007 kl. 09:26
Íngveldur Lárusína, Pabbi minn er sko ekkert sterkari en pabbi þinn. Einhver Einarinn Kárasonur orðaði þetta óígrundaða vel vinsæla partíumræðu almenningsviðhorf um fólk sem tekur þátt í stjórnmálum ágætilega í sínu fyrsta ritverki með bókartitlinum, "Þetta eru asnar Guðjón" & var þá ekki almennt að tala um Guðjón inn við beinið. Þeir sem að lásu bókina, skilda betur en geitin sem nagar bara trailerinn að grínið var meira gert upp á lesandann en söguhetjurnar.
Ég ber nefnilega ákveðna virðíngu fyrir fólki sem að leggur sig viljandi fram í almenníngsálitshrægammskjaftinn & fer í framboð. Sérlega þeim sem að gera að af þeirri hugsjón að þeirra framboð geti breytt einhverju sem að þeir vilja meina að þeirra persóna geti breytt til betri vegar. Enn meira álit hef ég á þeim sem að gera það máske aftur & aftur í þvermóðsku & finnst nú að þeirra tími muni nú samt koma. Það er nú déskotans harka því að ólyginn almannarómur hefur nú alveg smjattað á meintum bjánaskap þeirra ekki bara í eitt kjörtímabil, heldur fær fría ábót. Ég held nú að flestir sem að taka þetta að sér séu nú samt ekki alveg í hópi íslands mestu heimskíngja, heldur oft á tímum framvarðarsveit mismunandi pólitískt þenkjandi fylkínga sem að eru til í að gefa okkur hinum sinn tíma til að vinna við að koma sínum hugsjónar & hugðarmálefnum á framfæri.
Ef að þú heldur að það sé sérlega frískur tími fyrir pólitíska andstæðínga að upphefja einhvera jákvæða pólitíkska gangrýni á andstæðínginn dona rétt kortérum fyrir kosníngar, þá er greinilega að þig hefur alveg skort í uppeldi mitt einhverja vísun í þú ættir að prófa einhverja keppnisíþróttir. Það tek ég þá bara líka alveg á mig enda breiðar herðar & beint bak.
Þegar fólk talar um hvernig einhverjir einstaka þingmenn haga talsmáta sínum þegar nær dregur kosníngum & fara í einhvern 'sandkassaleik' þá er fólk líka máske að gleyma að hverjum hann beinist & á hvern hann virkar. Það erum nefnilega við sauðirnir í hjörðinni sem að veljum okkur forystusauðina & ef að þeir brúka þessa aðferðarfræði við að fá atkvæðin okkar, & það virkar til endurkjörs þá segir það líklega meira til um okkur heldur en þá.
Það að taka nafna minn Sigfússon fyrir í þessu er dáldið að skjóta sig í innannvert þarna, því að ég held nú að fáir þingmenn hafi nú fengið betri einkunnir fyrir ræðustíl & rökvísi frá óhlutlægum aðilum sem gaman hafa af því að bregða einhverri mælustiku á slíka hluti, en einmitt nákvæmilega hann.
Ja, alla vega sýna síðustu skoðanakannanir líklega að hann er að færa heim af fjalli fleiri sauði en margur annar þetta kjörárið, & það veit nú guð minn, (já, eða sá æðri máttur sem að ég kýs nú að kalla sem slíkann), að ég er vonandi þó nokkrum regnbogalitum frá hans Werri Geldíngar flokki.
Hehe, já ég veit, ekkert páskaegg frá þér á morgun.
S.
Steingrímur Helgason, 8.4.2007 kl. 01:45
Skemmtilegar vangaveltur, en ég held að það sé langt þangað til við förum að sjá þingmenn almenn falla í faðmlög við ræðupúltið á altþingi eða að Ögmundur vari að verða brosmildur og jákvæður svo ekki sé nú talað um ef hann myndi taka jákvætt í einhver mál. Efast um að ég muni lifa þann dag. En þessar pælingar eru skemmtilegar og göfugar, það gæti meira að segja verið gaman að hafa þær sem eitt af kosningaloforðunum þá að sjálfssögðu allra flokka.
Óttarr Makuch, 8.4.2007 kl. 10:46
Reyndar hef ég oft séð stjórnarandstöðu bæði í sveitar- og ríkisstjórnum koma með jákvæðar ábendingar og uppbyggilegar. Það er hinsvegar eins og það megi ekki taka slíkum ábendingum. Hlutverk stjórnarandstöðu er að vera n.k. ritskoðun á stefnunni ásamt því að draga fram önnur sjónarhorn á málefnum. Það hlutverk verður líka að taka alvarlega í stað þess að beyja allt fyrir valdi sem menn hafa lánað um stund. Stundum eru ábendingar góðar og góður stjórnmálamaður verður að hafa styrk til þess að sjá það þegar slíkt kemur fyrir og vera alls óhræddur við að taka slíkt mál upp á sína arma.
Lára Stefánsdóttir, 8.4.2007 kl. 10:53
þakka kommentin
En eitt svar til Steina bróður sko, ef ég væri td. að keppa í sundi, þá gæti ég ekki unnið nema að geta synt hratt......right ? ok þarna er ég að tala um að komast áfram á eigin verðleika, en ekki aðeins að bjarga sér í djúpu lauginni með einhverju bulli you see ? td. með því að reyna að drekkja hinum keppinautunum, þeir væru þá komnir langt á undan þér nú þegar......
Og mundu að ég keppti bæði í sundi, handbolta og var alltaf í körfu og fótbolta með strákunum í stað þessa að leika mér í mömmó
Love you stóri Brózi
Inga Lára Helgadóttir, 8.4.2007 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning