15.4.2007 | 19:09
Verður þú alltaf ung/ur ?
Núna eru eflaust allir flokkar mjög spenntir fram að þeim 12. næsta mánaðar og finnst mér vera talað um að þurfi að bæta hag eldri borgara.
En það sem mér finnst er að það þarf að gera eitthvað róttækt í þeirra málum. Það er ekki nóg að ætla að gera örlitlar breytingar og kalla það að vera rausnarlegur við þá.
Ég er sjálf í öldrunaráfanga í Háskóla Íslands og hef ég séð hve veik staða margra eldri borgara er, þá með niðurstöður úr rannsóknum og fleiru...... og svo auðvitað með því að horfa aðeins í kringum mig
Er einhver tilbúinn að gera eitthvað róttækt fyrir þennan hóp þjóðfélagsins ? Eitthvað annað en að rita fögur orð á blað sem eiga að heilla lesanda ?
Margir hverjir þurfa miklu meiri pening á milli handanna en þeir hafa núna og ná varla að lifa af. Ein sem ég talaði við í síðustu viku sagði við mig.... "ef ég þarf að fara til læknis eða kaupa dýr lyf, þá hef ég ekki efni á því".
Mér finnst þetta í ólagi þó að mörgum finnist þetta eflaust vera í lagi. En mig langar svo að sjá réttlætið koma yfir okkur í þessum málum og mér finnst einhverjar smábætur við það sem fólk fær núna í dag ekki vera nein leiðrétting eða betrumbót.....
Má vera að ég sé nöldurseggur, en þetta er eitt af þeim mörgum atriðum sem mér finnst þurfa að berjast fyrir af hörku !
Kveðja frá Mér....
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aftur sammála þér .. eins og vanalega.. villtu ekki bara koma yfir í Íslandshreyfinguna?
Björg F (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 01:21
Lífeyrisgreiðslur eru hæstar á Íslandi af Norðurlöndunum en það eru þau lönd sem mælast með bestu lífsgæðin í heiminum og við berum okkur helst saman við. Samkvæmt nýjustu útgáfu NOSOSKO (Nordisk Socialstatistisk Komité 27:2007) kemur þetta fram þegar mældar eru allar lífeyrisgreiðslur á mann, bæði úr almannatryggingum og lífeyrissjóðum.
Aftur á móti verður að laga skattkerfið, eins og mér sýnist allir flokkar vera að leggja til. Hverjum treystir þú best til að ná samkomulagi um það og hrinda í framkvæmd?
Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 09:29
Það er búið að sýna fram á það, eins og kom fram í öldrunaráfanganum um daginn að þessar tölur voru ekki réttar og það er hægt að skoða á heimasíðu félags eldri borgara, www.feb.is
Þessar tölur sem sýndu góða útkomu hjá okkur voru ekki réttar og kemur skýring á þvi á síðunni þeirra. Við fengum svo skýringu á því sem erum að læra um málefni eldri borgara.
En takk fyrir kommentin bæði tvö, gaman að sjá ykkur hér
Með skattakerfið er ég ekki viss, þori ekki að gefa fullkomlega ábyrgt svar við því
Inga Lára Helgadóttir, 16.4.2007 kl. 09:41
Kanna málið með réttleika talnanna. Málið með eldri borgarana er, að við tókum upp söfnunarkerfi lífeyrissjóðanna 1978. Þeir sem voru þá búnir með hluta starfsævinnar byrjuðu seinna að safna í sjóðin og fengu því minni rétt og sá réttur brann líka mikið upp í verðbólgubálinu. Á móti kom að lán þeirra sem byggðu sjálfir eða keyptu, brunnu líka upp og því á stór hluti eldri borgara mikinn lífeyri fólginn í steinsteypu, sem hægt er að innleysa með veðsetningu og ætti að benda fleiri á. Aftur á móti situr ákveðinn hópur eftir, sem var t.d. á leigumarkaði. Þar segir:
MarkmiðHver einstaklingur á að safna sér lífeyri í gegnum lífeyrissjóði, sem styrktir eru með skattaívilnunum, en samtrygging á að vera sem mest í gegnum sameiginlega sjóði.
Það er skylda samfélagsins að tryggja öllum þegnum viðundandi framfærslu, sama hvaða áföllum þeir hafa orðið fyrir. Kerfið á að vera einfalt og sanngjarnt og byggja á sameiginlegum skilningi á því hver lágmarksframfærsla er hverju sinni.
Leiðir· Sameina á bótakerfið og skattkerfið í gegnum persónuafsláttinn eins og kostur er.· Tryggja að allir landsmenn búi við sambærileg lífeyrisréttindi og afnema sérréttindi alþingismanna.· Fara þarf í sértækar aðgerðir gagnvart þeim hópi aldraðra sem er eignalítill og hafði ekki kost á því að safna í lífeyrissjóði.· Við skattlagningu lífeyrisgreiðslna á að taka tillit til þess að hluti þeirra eru fjármagnstekjur.Fyrstu skrefStjórnvöld og lífeyrissjóðir taki sameiginlega á þeim tímabundna vanda sem þeir sem komu seint inn í lífeyrissjóðakerfið horfast í augu við. Leiðrétta ber þá tvísköttun sem eldra fyrirkomulag skattheimtu af greiðslum í lífeyrissjóði hefur í för með sér.
Gestur Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 10:25
Inga mín ... sá níðingsháttur sem hefur alltof lengi fengið að viðgangast gagnvart lífeyrisþegum og fátækt á Íslandi hingað til verður að fara að linna! Það er ekki nóg fyrir stjórnvöld, "korteri fyrir kosningar", að koma fram í fjölmiðlum og lofa bót og betrun - af verkum sínum skuli menn dæmdir!
Þessi ríkisstjórn hefur haft ígildi unglingsára til að gera eitthvað róttækt í þessum málaflokkum - og hvað hafa þeir gert "róttækt"?
Ég ætla að vona að hver og einn hafi þetta í huga þegar merkt er við í kjörklefanum þann 12 maí nk.
Eða einsog Geir nokkur háðfugl komst svo skemmtilega að orði: "maður nær ekki alltaf í í sætustu stelpuna á ballinu, en maður gæti kannski náð í EITTHVAÐ sem gerir sama gagn!"
Og svo er bara að brosa í gegnum tárin!
Kær kveðja,
Tengdó (þessi í hinum flokknum)
Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 11:48
Inga, mér líkar tengdó þinn....
S.
Steingrímur Helgason, 17.4.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning