Vil ekki trúa þessu....

....en það er svona.

Allir sem ég hef hitt á í dag hafa minnst á brunann í Miðbænum okkar. Fólk alveg með kökkinn í hálsinum, sem er ekki skrýtið. Þessi hús sem settu svip sinn á bæinn okkar og hafa blasað við okkur í hvert sinn sem við höfum gengið niður Laugarveginn. Ég átti mjög erfitt með mig að sjá húsin brenna svona stöðugt í sjónvarpinu og virtist vera sem enginn gæti gert neitt, þetta gekk allt svo hægt ( fyrir þann sem situr heima að horfa á tv-ið ).

Vilhjálmur borgarstjóri talar um að gera ný hús þarna í sama stíl og þau sem brunnu, hvernig mun það koma út ? Ég vona það besta, þó það sé of mikið sjokk í mér í rauninni til að sætta mig við að segja það Crying

En eins og kemur fram er talið að hafi kviknað í út frá ljósum, ætti ekki að vera nokkuð auglóst hvaðan bruninn kom, svona um miðjan dag og full starfsemi í gangi í öllum húsunum ? finnst  þetta svolítið skrýtið, en það þarf þó ekki að vera.

 


mbl.is Talið að eldurinn hafi kviknað út frá ljósum í söluturni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg viss um það að ef að Villi hefur sagt þetta þá verður flutt inn alveg eldgamalt fúið timbur í það að endurbyggja þessi hreysi sem að hefðu nátturlega ekki átt að fá leyfi til veitínga eða verslunarstarfsemi í núverandi ástandi með tilliti til brunavarna.  Þú veist nú líklega að ég hef gripsvit á þessum málum, shysta mín & ef að eitthvað væri rétt, þá væri það að steikja núna Brunamálastofnun ríkisins fyrir að sinna ekki sínu starfi.  En það væri nú alveg í fyrsta skipti sem að einhver eftirlitsstofnun ríkisins væri látin sæta ábyrgð.

S.

Steingrímur Helgason, 19.4.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Alveg sammála, þar sem er mikil hætta á því að vera með veitingar. þar sem eru mikil óhreinindi og fita, þá er alveg fáránlegt að hafa þetta þarna, ...... eins og á skemmtistaðnum, ef einhver hefði misst glóð þá bara hefðu allir staðið undir berum himni allt í einu

Inga Lára Helgadóttir, 19.4.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband