20.4.2007 | 11:05
Hugleiðing mín um umhverfi barna
Já mér datt í hug að koma með hugleiðingu mína hingað inn, þar sem ég er búin að vera svolítið ósátt með hvað börnum er boðið uppá.
Mér finnst þurfa að hugsa betur um það umhverfi sem umlykja leikskóla og skóla. Þarna er verið að leika í boltaleikjum, hlaupaleikjum og fleira og kannski meiri líkur á að hlutir eins og grindverk og fleira skemmist, brotnar rúður og fleira. Það er óviljaverk og börn eru ekki fær um að vega og meta hvenar þau eru að leika sér á svæðum sem kannski er ekki æskilegt að leika sér á, eins og að sparka bolta í átt að rúðum. Ég gerði það hér áður þegar ég var að leika mér í ASNA og fleirir sparkleikjum. Við gættum okkar að sparka alltaf í vegginn og aldrei kom óhapp hjá okkur, en óhöppin geta gerst.
Mér finnst hinsvegar alveg til skammar þegar umhverfi þeirra er ekki lagað Ég fer á leikvelli með son minn og finn oft ýmislegt sem mér finnst ekki í lagi. Marga daga í röð þegar ég sótti son minn á leikskólann, þá var brotin þar rúða sem blasti við okkur þegar við gengum að útidyrahurðinni. Gangstéttin fyrir framan leikskólann er ónýt, brotið upp úr henni og hún er bylgjótt, leifar af brotnu grindverki er þar einnig að finna, þar sem standa stubbar upp úr grasinu og er mjög hættulegt fyrir börnin sem þar ganga og hlaupa um.
Af hverju ekki að hafa umhverfi barnanna fallegt og kenna þeim um leið að það sé eðlilegt að halda því þannig. Ég veit að með því mundum við kenna þeim að ganga vel um og ýta undir jákvæða hugsun gagnvart umhverfi sínu. Einnig mundum við koma í veg fyrir slys, því að gangstéttar og leikvellir eru fullir af slysahættum eins og ég tók hér fram áðan, með brotnum spýtum og öðru. Ég er fullviss um að með því að hafa allt eins vel útlítandi og hægt er, þá byggjum við upp virðingu hjá börnum fyrir umhverfi sínu.
Það ætti að hugsa um að fjarlægja ónýt leiktæki, þar sem þau geta einnig valdið slysum, ég vil um leið þakka Reykjavíkurborg fyrir að fjarlægja ónýt vegasölt af lóðinni hjá mér, sem voru búin að standa þar brotin og stórhættuleg börnunum í marga mánuði.
Búum börnunum fallegt og öruggt umhverfi
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
-
lehamzdr
-
gislihjalmar
-
svenni
-
sigurdurkari
-
kolbrunb
-
madamhex
-
otti
-
helgahaarde
-
agustolafur
-
doggpals
-
astamoller
-
jonmagnusson
-
harhar33
-
prakkarinn
-
maggib
-
gummisteingrims
-
sveinnhj
-
kiddip
-
borgar
-
juliusvalsson
-
hrafnathing
-
bryndisisfold
-
truno
-
vakafls
-
mariaannakristjansdottir
-
grazyna
-
bjorkv
-
laugardalur
-
stefaniasig
-
kosningar
-
kiddirokk
-
skarfur
-
gesturgudjonsson
-
lara
-
birgir
-
nielsen
-
hreinsi
-
gudfinna
-
fanney
-
magnusthor
-
haukurn
-
sigmarg
-
stebbifr
-
andreaolafs
-
olavia
-
birkire
-
obv
-
malacai
-
almaogfreyja
-
sabroe
-
audbergur
-
reykur
-
asgerdurjoh
-
bogl
-
bjarnihardar
-
bjartmarinn
-
bjornf
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
saxi
-
ellasprella
-
ellasiggag
-
ea
-
fsfi
-
gtg
-
eddabjo
-
gudbjorggreta
-
vglilja
-
gudrunmagnea
-
gunz
-
coke
-
hannesgi
-
heimirh
-
hlf
-
blekpenni
-
drum
-
hvitiriddarinn
-
hogni
-
ibb
-
snjokall
-
nonniblogg
-
jobbisig
-
kristbjorg
-
hjolaferd
-
krizziuz
-
meistarinn
-
mullis
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
perlaoghvolparnir
-
siggiulfars
-
pandora
-
sterlends
-
saethorhelgi
-
tara
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
- visindi
-
tolliagustar
-
steinibriem
-
nupur
-
torduringi
-
thorirniels
-
oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta sem þú setur fram er mjög áhugavert og afar satt.
En nú er að verða til stórvirki í íslenskum stjórnmálum, eitthvað sem hefur aldrei verið sett fram áður, en það er markvisst plagg til að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta plagg kallast Unga ísland og er að finna á vef Samfylkingarinnar. Mæli með því að þú rúllir svona létt yfir það.
Annars er frábært að koma og lesa aftur eftir þig, gaman að lesa skrif þín.
Sveinn Arnarsson, 22.4.2007 kl. 21:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning