Ríkið á að vinna fyrir okkur

Já, ég heyri svo oft fólk tala um að hinn og þessi pólintíkus stjórni okkur og mér finnst fólk tala oft um pólintíkusa eins og þeir séu einhverjir guðir. Alveg eins og þegar Marx fer að tala um að "þjóðfélagið" sem var skapað af mönnum var allt í einu farið að stjórna mönnunum sjálfum. Semsagt menn fóru að tala um að þjóðfélagið væri svona og svona, samt skapa mennirnir þjóðfélagið sjálfir. Minnir að Marx hafi komið með orðið firringu yfir svona lagað.

Mér finnst þetta svo einfalt, við fæðumst öll (auðvitað) og tökum okkur ýmis störf fyrir hendur og höfum mismunandi áhugamál. Svo eru einstaklingar sem hafa áhuga á að sinna þing- eða sveitarstjórnarstörfum og þá geta þeir gert það og farið í framboð. En það er enginn sem segir að hann hafi eitthvað meira rétt fyrir sér en aðrir og hafi einhvern meiri tilverurétt. En viðkomandi verður jú að hafa eitthvað til bruns að bera svo hann/hún öðlist traust og trú almennings. Það er nú bara þannig.

En ég sé þetta þannig að þeir eru að vinna fyrir okkurWink Einfaldlega gera okkur til geðs og að mæta okkar þörfum og væntingum. Við eigum ekki að þurfa að lifa skort í þessu þjóðfélagi. Við kjósum ákveðinn flokk, sem á að sinna okkur, reka "fyrirtækið" þannig að við séum sátt. Hver hefur rétt á því að dæma um það hvort eldri borgarar eigi að fá hærri tekjur ? Ég held að flestir séu sammála um að þeir eigi betra skilið og af hverju á einhver hluti 63 einstaklinga (á þingi) að hindra það ? 

Sumir kjósa að líta á það þannig að þeir séu að vinna fyrir flokkinn sinn, en málið er að flokkurinn á að vilja vinna fyrir fólkið og vera þakklátur fyrir þá sem eru tilbúnir að aðstoða þá við það.

Kveðja Inga Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það er alveg dagamál hvenær þú ferð að koma út úr skápnum shysta,,,

& ég er nú ekkert að meina í einhverri kynvitund.

S.

Steingrímur Helgason, 22.4.2007 kl. 00:41

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Tek undir þetta með þér Inga og þá það helst að maður verður að vita hvað þeir sem eru í pólitík standa fyrir. Stundum virðast dúkka upp einstaklingar sem aldrei hafa á neinum vettvangi kynnt sín mál eða hvað þeir ætla að gera fyrir fólkið í landinu og allt í einu eru þessir aðilar komnir á þing. Sumir sitja einnig á þingi og gera lítið sem ekkert, taka ekki einu sinni til máls svo vikum skiptir. Er ekki eitthvað að þessu?
Mér fannst svo sætt af Pétri Blöndal þegar ég hitti hann fyrst þarna á þinginu í nóv. s.l. en þá spurði hann mig eitthvað á þessu leið „og ætlar þú að vera með einhver mál“. Ég, svona metnaðargjörn eins og ég er var svo fegin að geta rakið fyrir honum hvað ég ætlaði að gera þessar 2 vikur á þingi. En það fólst líka í spurningunni að það væri ekkert sjálfgefið að ég myndi, sem varaþingmaður geran nokkuð annað en að vera þarna upp á punt.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 11:03

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Góð hugleiðinga Inga Lára um flokkinn og þjóðina,en því miður  sitja eigin hagmunir í fyrirrúmi hjá meirihluta þjóðarinnar þegar kemur að buddupólutíkinni,auðhyggjan leiðir til græðgi og við þekkjum öll afleiðingar hennar.

Kristján Pétursson, 22.4.2007 kl. 18:14

4 identicon

Sósíalisminn blífar ... það er nú bara það!

K. Marx sagði að það væri fyrring mannskepnunnar þegar báknið er farið að stjórna þeim sem bjó það til ...

 ... minnir mann á svolítið sem hefur verið við völd í alltof mörg ár!

kv,

GHs

Gísli Hjálmar (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 21:51

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk öll fyrir ykkar komment, en með það sem þú segir Andri er rétt af mörgu leiti, nema því leitinu að oft er það aðeins rúmlega helmingur af þeim flokki sem vill það. Svo að með sum mál er það kannski þannig að margir eru á móti þeim, en þau ná samt í gegn. Þetta er ósanngjarnt

Inga Lára Helgadóttir, 23.4.2007 kl. 18:53

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta var nú stórkómískt innlegg hjá Andra þessum.  Annað hvort er hann nú bara með  skemmtilega kaldhæðinn húmor eða þá að hann trúir í alvöru að almennir flokksmenn í Sjálfstæðiðsflokknum hafi eitthvað um það að segja hverju þingmenn hans fara eftir í störfum sínum.

Alla vega, hvort sem er þá finnst mér hann eiginlega eiga inni einn stórann röndóttann sleikjó.

Það var nefnilega klárlega húmor hjá honum þessi skemmtilega þversögn um að þingmenn ættu að fara eftir sinni sannfæríngu nema þegar allt væri eðlilegt, þá ættu þeir að mjálma í takt við flokkinn.  Það skifar öngvinn sona 'sketsa' óviljandi.

Gargandi snilld !

S.

Steingrímur Helgason, 23.4.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband