Varðandi nám barna í grunnskólum.

Í dag eru grunnskólar nokkuð einsleitir, þá er ég að meina að börn eru að mestu leiti að læra það sama, á sama tíma og taka eins próf og eru öll metin á sama hátt, en ekki er gerður greinamunur á því að börn eru ekki eins og þroski þeirra er misjafnlega hraður Smile

Ég sé enga ástæðu til þess að bera börn saman við önnur. Ég man þegar ég var í grunnskóla og sömu börnin voru að fá lágar einkunnir og kennararnir voru jafnvel að bera þau saman upphátt við aðra nemendur í bekknum, það hefur verið mjög niðurlægjandi. Ég reyndar lenti í því eitt sinn í dönsku og hef sem betur fer ekki þurft að vera í þessum pakka neitt meira en það Blush

Einn ágætur kennismiður um þroska var Piaget, hann kom með það að börn ættu að læra fyrst af umhverfi sínu, s.s. af hljóðfærum, leikjum og öðru. Seinna þegar vit þeirra og þroski og uppgötvanir væru að færast í aukanna, ætti fær kennari að koma með verkefni og annað slíkt sem mundi ýta undir þann þroska sem ætti sér stað á þeim tíma.
Einnig sagði hann að börn ættu að vera metin hvert og eitt, semsagt að meta barn eftir eigin frammistöðu en ekki eftir því hvert ákveðið meðaltal væri Woundering

Mér datt í hug, þar sem einhverjum börnum leiðist í skóla í dag, bæði vegna þess að sum eru mjög fljót að læra og önnur eru aðeins lengur að læra, af hverju er námsefni ekki miðað við hvern og einn nemanda. Af hverju fær hver og einn ekki einkunn miðað við eigin frammistöðu og eigin dugnað sem er samkvæmt þroska hvers barns fyrir sig ?

Ég veit að einhver verður grænn í framan núna og spyr sjálfan sig, "hvernig ætti að vera hægt að sinna öllum nemendum svona ýtarlega ? Það eru fleiri þúsundir nemenda ?"

EN !!! Jannski börnin færu betur undirbúin út í lífið, með meira sjálfstraust og fleira. Borga ætti kennurum hærri laun og einnig að hafa fámennari bekki. Ég get ekki sagt að mér lítist eitthvað illa á þessa hugmynd Piaget ? Grin Ég held að öðru eins sé eitt í vitleysu í þessu þjóðfélagi og ekki veitti af því að eyða í börnin okkar !! Wink

Kveðja Inga Lára 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir

það er mysjafnt hvernig born læra enn það þarf að fara kenna þeim á ungum aldri

Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir, 25.4.2007 kl. 19:58

2 identicon

Blessuð

Varð að leggja smá orð í belg, eins og þú veist að ég geri stundu.heheh

Ef kennarar þyrftu nú ekki að sinna uppeldi á nemendum sínum líka, kenna þeim að bera virðingu fyrir öðrum ,ekki nota hnefana, það að þau þurfa að vinna fyrir hlutunum, kurteisi og þess háttar, sem fellur undir uppeldishlutverk foreldra, en bara svo allt, alltof fáir eru að sinna, þá gætu og hefðu kennarar meiri tíma til að sinna hverjum og einum nemenda út af fyrir sig. Ég er með 15 manna bekk , sem er á við 56!!!!, og ég get sagt þér að það eru nokkrir sem eru með sér námsefni og allt það , en mikið af mínum tíma fer ekki í kennslu, heldur í það að kenna börnum rétta og ranga hegðun, ( sjá ofantalið) eitthvað sem foreldra eiga að gera...............

segi ekki meir

kv,Ellý

p.s. við verðum að fara að láta drengina hittast og leika, svo við getum spjallað meira heheh

Ellý (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 20:23

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sæl Elly og takk fyrir þessa athugasemd Ég ásamt einum ágætismanni sem ég hitti um daginn, fórum einmitt að tala um þetta sem þú ert að tala um þarna. Ákveðnir tímar í skólanum mætti fara í að kenna börnum hvað virðing er og hvernig hún er sýnd. Kenna þeim íhugun og mart mart fleira. 

Ég man þegar ég las skólabækur hér í grunnskóla, en það er ekki mart sem situr eftir eins og er En núna í HÍ, þá er annað mál, þar sem ég er að læra það sem ég hef áhuga fyrir. En að þróa grunnkunnáttu barna í stærðfræði og fleiru, þá væri held ég snilld að bæta við áföngum til að koma að samkennd meðal nemenda,  kenna vináttu og annað, gera það á faglegan hátt og ekki bara einu sinni í viku í lífsleiknitíma

Jú sjáumst sem fyrst Ellý Ég fer að verða búin í prófum

Inga Lára Helgadóttir, 25.4.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þó mér þyki bruðl nú vera böl þá er ég nú að sjálfsögðu sammála þér um að borga eigi kennurum miklu hærri laun, af einhverri sérgóðri ástæðu.

Ég get nú líka tekið undir hitt, & ég held að allir geti það nú eiginlega, en það er náttúrlega sá vandi að þetta kostar penínga, sem að í okkar landi eru nú ekki týndir niður af löngu kindarniðurnöguðum trjám.

Eina sem að ég fælist í að taka hrátt undir þetta allt saman í einum pakka er þessi mismeðvitaða krafa foreldra um að eitthvað 'kerfi' eigi alfarið að sjá um að ala upp börnin þeirra, & skammast & agnúast út í það ef að krakkaormarnir þeirra haga sér eitthvað einkennilega.

En það er allt önnur Elísa í umræðunni.

S.

Steingrímur Helgason, 25.4.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Eva Lind

ef það á að skifta krökkum niður þá verður líka að fara eftir hvað þau villa og getu þeira en ekki vera sitta nemendur sem nenna að læra en getta ekki verið á samma hraða og aðrir sem nena ekki að læra...   og það má ekki vera sitta of miglar kröfur á nemendur sem getta lært  í grunnskóla þó er þer bara komnir með skóla leiða þegar þer fara út i hina skóla gaungunar..

kv eva

Eva Lind , 26.4.2007 kl. 01:37

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég er ekki sannfærður um að þetta skóli án aðgreiningar sé endilega málið. Að minnsta kosti ekki eingöngu. Finnst Austurbæjarskóli, sem dóttir mín gengur í vera að sameina kosti einstaklingsmiðaða námsins og skóla án aðgreiningar á ágætan hátt. Það eru blandaðir bekkir, getulega, sem svo er skipt upp í hópa þvert á bekki eftir getu í einstökum námsgreinum. Þannig getur eitt barn verið í sterkasta hóp í stærðfræði en slakasta í náttúrufræði svo dæmi sé tekið. Þannig er hægt að ná eitthvað í þessa átt, en kraftur kennarans fer ekki bara í einhverja 1-2 mest krefjandi krakkana í bekknum.

Gestur Guðjónsson, 26.4.2007 kl. 09:50

7 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

með svari til Evu Lindar,  með að gera of miklar kröfur, þá er hér verið að tala um að gera kröfur sem hæfa hverju barni, en ekki að gera of miklar eða of litlar kröfur. Svo er líka stórt atriði að vera ekki að meta börnin við önnur börn heldur að meta þau samkvæmt eigin getu. Barn sem les örfá orð á mínótu og les allt í einu tvisvar sinnum meira í lok annar, ætti að fá hærri einkunn en sú einkunn segir til um þegar horft er á meðaltalið. Sú einkunn segir að hann hafi staðið sig vel og hafi náð árangri, en ekki að gefa barninu kannski 5,5 í einkunn. Þarna er ég að tala um að meta barniði sjálft og gefa því þannig vítamínsprautu fyrir næstu önn í grunnskólanum.

Svo er ég heldur ekki alveg að tala um að stokka upp bekkjunum, heldur hafa færri í hverjum bekk og kennarinn sé hæfur í að finna út hverjir eigi að díla við hvaða verkefni. Það er svo auðvelt að skella einni og sömu stærðfræðibókinni á borð fyrir nemendur, en svo eru ef til vill nemendur sem höfðu varla lokið áfanganum á undan því þeir höfðu ekki roð í þá stærðfræði sem þar var kennd. Þarna verða nemendur sem verða útundan og ætti aðeins að horfa á. Þeir eru svo jafnvel mikið sterkari á öðrum sviðum

Inga Lára Helgadóttir, 26.4.2007 kl. 10:07

8 Smámynd: Eva Lind

hvernig á að vera hætt að grenna börin hvar þau standa firir aðra en kennaran. ef allir er ekki með sömmu verkfnin.  en ´það er hætt að gefa krökum auka verfni ef þeim geingur svo vellen hjá nemendu sem er með lá eigunir og þekka ekki annað en að vera með það eru og eru ánnaðir að baetta sigupur 5 til 5,5.                                     við að vera með og hins vegar verður nemandi að hafa eighver mörk til að þrista sig á fram og það gerira eingunirnar ....hnns vegar er haett að vera með eighvað annað sem sinnir hvað þau hafa bæt sig (það hefur vandað)og mill  bartur að kennar hrósi nemendu .......

kv eva

Eva Lind , 26.4.2007 kl. 13:21

9 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Í dag eru grunnskólar að reyna að koma á einstaklings miðuðu námi,ég held að það komi til með að hjápa þeim sem fara sér hægt svo og hinum sem eiga betra með að læra. Sonur minn er í Hvassaeitisskóla, þetta er lítill skóli með um 300 nemendur og í hans bekk er um 17 nemendur sem er mjög þægilegur hópur fyrir kennarana,þar er einstaklings miðað nám og er ég sem móðir mjög ánægð með það.

María Anna P Kristjánsdóttir, 26.4.2007 kl. 19:44

10 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég sé að sumir hverjir hér að ofan eru ekki alveg að ná þessari meiningu á bak við þetta hjá mér ..... en það er bara þannig.

Ég á við að kennari væri með færri í hverjum bekk og væri ekki endielga að útbíta sama námsefninu á alla krakka og bera þá saman, heldur einfaldlega að gera kennsluna persónulgri ..... finnst það sjálfri betri hugmynd.

Inga Lára Helgadóttir, 26.4.2007 kl. 23:20

11 identicon

Sæl aftur

Já þú ert að tala um færri nemendur í hverjum bekk, og þá getur kennnarinn sinnnt hverjum og einummiklu betur. Já það er rétt hjá þér, í dag er ég með 15 nemendur í mínum bekk og 11 af þeim eru með sérþarfir, þeim hefur öllum farið heilmikið fram í vetur bæði námslega og ekki síst félagslega. í hinum 5. bekknum eru einingis 11 nemendur, sem allir eru að standa sig betur námslega heldur en mín " börn". Staðan í dag er sú að á næsta skólaári á að sameina þessa tvo bekki, þannig að það verða 26 börn í bekk, plúss ein eða tveir í viðbót sem kom aftur í skólann í haust. Þannig að á næsta skólaári erum við að horfa á 26- 28 manna bekk, sem er mjög fjölmennt í skólum í dag, og ekki gleyma því að þessi árgangur er mjög krefjandi ( og ekki margir kenarar sem hafa áhuga á að vera með hann vegna þessa) Af hverju á að sameina þessa tvo bekki ??? jú vegna þess að það vanntar pening til að hafa fámenna bekki. Með þessu áframhaldi verða fjölmennir bekkir í hverjum árgangi og minni þjónusta við nemendur og allt vegna þess að við getum ekki týndt peninga af trjánum á þessulandi og varið í málefni sem á þeim þurf að halda. 

jæja læt þetta duga heyri í þér skvís

Ellý (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband