28.4.2007 | 22:10
Pólintískur fundur í Háskóla Íslands...
Jæja nú kom loksins að því að ég mætti á pólintískan fund í Háskóla Íslands, sem var haldinn í fyrradag, þann 26. apríl.
Það var ansi gaman að hlusta á þá sem tóku til máls, en mér fannst þetta yfir höfuð svolítið í lausu lofti, þar sem ég var engu nær eftir slíkan fund. Ég fylgist jú með pólintíkinni og veit nokkurnveginn um hvað sé að gerast þar,...... EN eftir einn svona fund og vera engu bættari sérstaklega þar sem ræður þingmannanna snérust að miklu almennt um stefnur þeirra, en þessi fundur átti að fjalla um það hvað þingflokkarnir vildu gera fyrir okkur skólafólk.
Katrín Jakobsdóttir úr VG var sú eina sem talaði um að hækka við okkur námslánin, það er einmitt það sem við námsfólk þurfum á að halda , svo fór reyndar of löng umræða í umhverfismálin hjá henni og annað slíkt. Mörður Árnason og Magnús Þór úr Frjálslyndum töluðu einnig um það í fyrirspurnartímanum, en það var leiðinlegt að heyra hvorugan þingmann úr ríkisstjórnaflokkunum tala um það sem sjálfsagt.
Eitt sem böggar mig svolítið er það að mér finnst vont að ekki séu birtar almennilegar niðurstöður um þau málefni sem snúa að okkur háskólanemum. þá er ég að tala um það hvar okkar háskóli stendur miðað við aðra háskóla í gæðum séð og hve mikið brottfall sé og hve hátt hlutfall þjóðarinnar er háskólagengið.
Niðurstöðurnar eru mjög mismunandi eftir því hvaða flokk ég heyri í, en eina sem ég veit er það að fyrir einstakling sem er búinn að vera á vinnumarkaði er mjög erfitt að komast aftur í nám, þá bæði vegna skerðina og svo er búið að koma undir sig fótunum og mjög erfitt að verða fyrir miklum tekjumissi. Þar kom Mörður Árnason fyrir hönd Samfylkingarinnar með góðar niðurstöður í þeim málum. Einnig hef ég dáðst að því sem Ágúst Ólafur hefur skrifað um námsfólk.
Sigurður Kári kom með það sem Sjálfstæðisflokkur hefur gert varðandi menntamál og nefndi einnig mörg góð atriði þar, eins og með fjölbreytileikann í náminu og hve mikil aukning hefur orðið á háskólafólki. Það sem olli mér vonbrigðum var að mér fannst hann ekki horfa raunsætt í það hve erfitt getur verið að vera námsmaður í dag.
Ekki finnst mér okkur námsfólki vera tryggt gott menntaumhverfi með að hafa allt upp að 50 nemendur á hvern kennara í háskólanum, þegar ættu að vera þónokkuð undir 20 nemendur á hvern kennara. Gæði kennslunnar tapast og kennari þekkir hefur þá ekki nógu góð tengsli við nemendur sína.
Einnig verður að tryggja okkur fjárhagslegt öryggi á meðan námi stendur, það græðir enginn á því að háskólafólk skuli ekki getað staðið í skilum og náð fjárhagslegum endum saman hvern mánuð.
Kveðja Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning