Hvað með fjármálin ?

Það hafa margir talað um það fyrir þessar kosningar að ef vinstri stjórn tekur við, þá fari landið liggur við á hausinn Crying

Þau rök hafa verið sett fram að vinstri menn eyði öllu fénu í heilbrigðismál og félagsmál og að það fé skili sér ekki til baka í samfélagið. Þessi hugsun hefur vakið svolítinn ótta hjá mér, þar sem ákveðinn hópur hefur ekki nógu gott í dag og kannski enn verra ef að hægri flokkar hætta við stjórn.
Einnig hefur oft verið rætt um verðbólguna hér forðum þegar þeir voru ráðendur þjóðarinnar og svo hafi Sjálfstæðisflokkur komið og greitt upp allar skuldirnar, það reynist jú vera rétt.

EN !!! mér hefur nú samt dottið í hug að ef meira fé fer í þá málaflokka sem ég nefndi hér að ofan, þá yrði mjög líklegt að fólk næði að standa fyrr á eigin fótum, ná heilsu ef það er veikt og fá viðeigandi aðstoð ef þörf er á. Eru það ekki þættir sem gera það að verkum að fólk fari aftur út á vinnumarkað og komi með meira fé inn í ríkiskassann okkar ?  Wink

Einhvernveginn finnst mér það make a sense að ef velferðarmálin séu í lagi og einnig félagslegu málin, þá auki það á vellíðan einstaklinga sem eru þá hæfari að takast á við sitt líf. Eruð þið sammála mér í því ?

Dæmi: andlegur öryrki er með svo lágar tekjur að hann nær ekki endum saman, honum líður enn ver fyrir vikið og sjálfsmyndin hverfur niður. En ef hann fengi hærri tekjur og mundi ná að lifa með höfuð reyst, væri þá ekki líklegra að hann næði með tímanum að fljúa sjálfur ?Smile

Endilega segið mér hvað ykkur finnst ?Cool

Kveðja Inga Lára HelgadóttirWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, ég er nú það gamall að ég man eftir þessum hræðsluáróðri X-D síðan á þeim tíma sem að pönkið sleit barnskónum.   Þá var líka Jón Magnússon, núverandi X-F, að góla þetta með þeim & viðlagið var báknið burt, ef að mig misminnir nú ekki þeim mun meira.

Báknið það var náttúrlega selt einkavinunum, þjóðarauðlindin líka, & allt í nafni hagsældar & aukins kaupmáttar.  Eins gott að kommagrýlan komst ekki að til þess að selja leikskólana dona til að bæta gráu ofan á svart.

Það væri nú alveg skelfilegt bruðl ef að einhverjir kæmust til áhrifa sem að hefðu það á sinni stefnuskrá að gera allri þjóðinni eitthvað gott úr ríkiskassanum, frekar en núverandi stjórnarliðar geti nú haldið áfram í því að selja vinum sínum mjólkurkýr hans.

Þá væri líka hætta á því að hér myndist skapast óðaverðbólga upp á alveg 3-5 stafa tölu, & þessir mjög svo lágu vextir, þessi verulega háu fríu námslán & þær sanngjörnu bætur sem að við njótum í dag, með vernd Geirharðs, myndu bara gufa upp í stjörnunar á ýmynduðu verðbólgubálinu.

Þannig að "vörumst vinstri slysin", mig minnir að þetta hafi verið orðað einhvernvegin svona, þegar verðbólgugrýlan var nú dregin upp síðast hjá sjallaböllum þínum.

S.

Steingrímur Helgason, 6.5.2007 kl. 02:45

2 Smámynd: Þarfagreinir

Já, mér finnst þessi hugsanaháttur mjög furðulegur - að ef vinstrimenn komast til valda þá mun efnahagurinn hrynja. Ég tel sjálfur að þjóðlífið í heildina muni standa af sér velflest það sem stjórnmálamenn taka upp á, svo lengi sem það er ekki eitthvað algjörlega út í hött. Að eyða meiru í velferðarmál getur ekki talist vera út í hött. Góður punktur hjá þér annars með að það borgar sig í raun fjárhagslega að halda uppi góðu heilbrigðiskerfi. Og hvar erum við eiginlega stödd ef það er verið að horfa í kostnaðinn við að bjarga heilsu fólks og lífi?

Þarfagreinir, 7.5.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband