6.5.2007 | 20:35
Kvennastund hjá Sjálfstæðiskonum
Við konur í Sjálfstæðisflokknum hittumst allar í dag á kosningaskrifstofunni í Mjódd, Áflabakka 14.
Stemmningin var mjög góð, nokkrar þeirra sem eru í framboði til þingkosninga núna eftir viku tóku til máls og töluðu vel.
Það var einstaklega gaman að spjalla við þær og átti ég góðar samræður við Grazynu sem er í 6. á þingmannalista Reykjavíkur norður. Hún er að mér finnst nauðsynleg í pólitíkina, þar sem hún er innflytjandi hér á landi og er mikil hugsjónamanneskja. Það var mart sem við ræddum í dag eins og um skólamálin og fleira sem heillaði mig. Ég er ánægð með hana skoðið www.grazyna.blog.is, reyndar eru flestar greinar þar á pólsku, en einnig er að finna íslenskar greinar. Þar er hún að fjalla um málefni innflytjenda. Endilega skoðið.
Önnur sem alveg stendur uppúr hjá mér er Dögg Pálsdóttir. Ég fylgist vel með blogginu hennar og finnst hún leggja mikla áherslu á aukið frelsi og réttlæti. Hún hugsar að mínu mati um velferð einstaklinga og vill leggja allt uppúr því að gera okkur lífið betra. Þá vill hún gera fólki sem skilur auðveldara fyrir og bæta réttindi þeirra sem fara með sameiginlega forsjá, hún vill bregðast við eiturlyfjavandanum sem hér er og hún er metnaðarfull að mínu mati við að hafa fjölgun hjúkrunarrýma sem forgangsatriði. Endilega skoðið síðuna www.dogg.is og lesið hvað hún hefur að segja.
Takk fyrir að lesa,
Kveðja Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta með fjölgun hjúkrunarrýma er gott og blessað. En hvað með að skoða fyrst aðeins launin sem vinna á þessum deildum (ég er nú ein af þeim) Þau eru svo lág að það er ekki orðið nokkur leið að manna þær deildir sem fyrir eru.. sem bitnar svo aftur gífurlega á þeirri þjónustu sem við erum að veita. Við höfum lítið með tómar hjúkrunardeildir að gera. Ein stúlka sem ég vinn með er með um 150 þús í laun fyrir 100% vinnu og vaktarálagi.. Ég spurði hana afhverju í ósköpunum hún væri að vinna við þetta´og þá var svarið vinnutíminn, hún er nefnilega einstæð móðir og þarf að sækja barnið sitt úr leikskólanum. Þetta eru yfirleitt ástæðurnar fyrir því að einstæðar og ómenntaðar mæður vinna þessi störf. Sem aftur gera að þær festast í fátæktargildru. Það verður í alvörunni að laga þetta. Það er enginn sem vinnur á hjúkrunarheimilum í dag sem kannast við þessar kaupmáttaraukningu, sú litla hækkun sem orðið hefur á okkar launum er fyrir löngu búið að éta upp í stórhækkandi húsaleigu og fl. Stúlkan sem ég nefndi er td. að leigja fyrir 100 þús á mánuði. Spáðu aðeins í þessu hvað misréttið er orðið rosalegt.
Með kærri kveðju
Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 00:38
Já, þú sjálfstæðiskonan...
HeHe....
S.
Steingrímur Helgason, 7.5.2007 kl. 02:36
.... ertu enn í þessum flokki ???
Gísli Hjálmar , 7.5.2007 kl. 12:56
Ég verð að ,,svara" kommentinu sem þú settir inn hjá Sigga Kára.
Ég er í athugasemd minni við færslu Sigga, að setja fram hypothesu um, hver áhrif veirðast verða á menn, eftir nám í téðum fræðigreinum.
Ég hef svo marg marg oft, séð mjög ónákvæma notkun á tölfræði einmitt hjá þeim, sem skrýða nafn sitt með gráðum úr þvílíkum ,,fræðum". Þetta er miður en gæti auðvitað verið bundið einstaklinginum og hans uppeldi úr heimahúsum og meðfæddri art, frekar en áunnið við Háskólanám í ,,fræðunum".
Ef þú skoðar algerlega óhlutdrægt, hvernig afar margir þjóðfélagsfræðimenntaðir menn koma fram og misfara með tölur, útbúa þær í gerfi fræðimennskunnar og ausa yfir þjóðina í sjón og útvarpi herlegheitunum, þ´getur þú ekki annað en skilið, að svoa karlar fæddir um miðja síðustu öld, fari nú að efast stórlega um ,,Fræðigreinarnar".
Auðvitða eru til lygalaupar í öllum stéttum og út úr allskonar námi, nægir þar að minna á Löffana. En mér rennur til rifja, meðferð þessara manna á Raungreinunum, það er ógott á að horfa og ,,Fræðunum" til mikilla vansa.
Ég þekki persónulega nokkra menn (konur og karla) sem numið hafa þessar og svipaðar greinar, hvert öðru varfærnara og flest óljúgfróð með hreinum afbrigðum. Samt fyrrtast þau nú ekki mikið við mig, þá ég held einhverju svipuðu fram við þau en benda mérá, að flestir sem greining mín á við eru ,,vinstra lið" og því hugsanlegt, að þar liggi rót artarinnar, fremur en í vísindagreinunum, sem þau nefna svo en ég hef ekki enn getað nefnt svo.
Ég bið þig innilega forláts á þessu rausi mínu en ég mátti til, þannig þú héldir meig ekki algerlega forpokaðann og ,,Steiktann" eins og una fólkið segir nú um stundir.
Með bestu baráttukveðjum
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 7.5.2007 kl. 15:36
Takk fyrir þetta Bjarni, gott að þú hafir skýrt mál þitt fyrir mér. Ég veit sjálf að félagsvísindin hafa að geyma ansi marga vinstri menn, en þegar ég byrjaði námið mitt, þá fór ég að sjá í raun hve marga hægrimenn er að finna þar líka. Ekki veit ég hvað veldur, hvort að hafi alltaf verið þannig eða hvort að félagsvísindin séu að jafnast meira út í pólitíkinni.
Ég hef nú oft áður heyrt talað um gömlu kommana sem eru kenndir við félagsvísindin en reysnla mín af pólitískum skoðunum í minni grein kom mér þægilega á óvart miðað við margt annað sem ég hafði heyrt.
Takk kærlega fyrir að koma hingað og ræða þetta mið mig, ég met það mikils
Kveðja Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 7.5.2007 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning