7.5.2007 | 20:08
Nýjir tímar á traustum grunni......
..... er slagorð Sjálfstæðisflokksins í kosningabaráttunni núna í þingkosningunum.
Hér á landi er atvinnuleysi lítið og með því minnsta sem vitað er um í heiminum. Skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddir upp og skattar lækka stöðugt. Hagvöxtur hefur aukist mikið með árunum.
Margir hafa gagnýrt þessar fullyrðingar mikið, þá auðvitað þeir sem sýna stjórnarandstöðunni stuðning sinn. En af hverju má ekki viðurkenna og hrósa fyrir það sem hefur verið vel gert ? Getur einhver komið frá þeim sem eru á móti þessari ríkisstjórn og nefnt eitthvað sem þeir sjái að hafi verið gert jákvætt ?
Lítið og oft sem ekkert atvinnuleysi, er það eitthvað til að kvarta yfir ? og eins lágir skattar ? sem hafa eins verið lækkaðir um helming til atvinnurekenda ?
Mikið hefur verið rætt um eldri borgara, eins öryrkja og fleiri hópa samfélagsins sem því miður hafa það oft ekki nógu gott. En samkvæmt rannsóknum sem hafa verið unnar á eldri borgurum, þá kom í ljós að hlutfall eldri borgara sem hefur ekki nógu gott fer lækkandi og færri einstaklingar úr þeim hópi hafa áhyggjur af fjármálum sínum.
EN !!! þeir sem hafa ekki nógu gott, þá þarf að finna og aðstoða þá. Mér finnst ekki rétt að talað sé um málefni eldri borgara eins og allir hafi það svo slæmt og sem betur fer, þá er stór hópur sem hefur það nokkuð gott. Semsagt fleiri hafa það betra núna en áður og sá hópur sem hefur það gott fer STÆKKANDI, er það dæmi um mistök ? EN enn og aftur, þá þarf að bregðast hraustlegra við þeim hópi sem hefur of lítinn pening á milli handanna og að mínu mati hafa aðeins verið tekin hænuskref í þeirra málum og mætti gera þar svo miklu miklu betur og vil ég fá að sjá það gert NÚNA og EKKI seinna. Mér leiðist einstaklega þegar staðan er afsökuð, þvi að það er óásættanlegt að fólk búi við slæm kjör. EKki seinna en í gær skal þessi staða lagast.
Kveðja Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1821
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Inga fyrir að vera sú fyrsta með komennt á bloggið mitt.
En hvað segirðu annars með íhaldið ... jú jú, þeir hafa gert margt gott í stjórnartíð sinni - ég skal vera fyrstur til að viðurkenna það!
Mér finnst ekki spurningin hvort að ríkisstjórninni beri að þakka sérstaklega fyrir það að gera góða hluti, hún á að gera góða hluti - til þess kjósum við hana.
Okkur ber hinsvegar að láta í okkur heyra þegar ríkisstjórnin geri ekki góða hluti og við eigum að láta það koma í ljós og ræða það ef svo ber undir.
Kosningar-baráttan er (í mínum huga allavega) nokkurskonar uppgjör á því hvernig ríkisstjórnin hefur staði sig gagnvart okkur almenningi og þá sérstaklega hvernig henni hefur tekist að halda loforðin sín, sem jú urðu þess valdandi að einhverjir kusu þá til valda.
Ef ríkisstjórnin telur sig hafa unnið vel og kemur með eðlileg rök þar að lútandi þá hlust ég. En það sem ég hef heyrt hingað til hefur ekki verið alveg í samræmi við þann raunveruleika sem ég lifi í.
Það sem mér finnst aðalmálið eftir þessar kosningar er hvort Sjálfstæðismenn sjá sóma sinn í því að fara ekki í stjórnarsamstarf með Framsóknarflokknum aftur. Ég get fyrir mína parta samþykkt allt annað en þessa ríkisstjórn sem hefur setið alltof lengi við völd - sem er ekki neinum hollt til lengdar ...
kv. GHs
Gísli Hjálmar , 7.5.2007 kl. 21:26
Gísli, trú föður hennar er jafn veik & hennar, en að ef ekkert ert til að trúa á, þá trúir fólk alltaf á gullkálfinn, frekar en ekkert, ef að Móses bregður sér frá.
Eins & hjá mörgum er það að kjósa Sjálfstæðisflokkin ekki stjórnmálaskoðun, heldur frekar samfélagslegt hjarðeðli, bara til þess að vera með í einhverju sem að viðkomandi getur samsvarast við í hópkenndinni.
Ég alltént kýs að leyfa shystu minni alveg að ráða hvað hún kýs, eina sem ég hef sagt við hana, er að ég vilji að hún kjósi eftir sinni sannfæríngu, enda var það eina sem hún bað mig um í upphafi þessa bloggeríis okkar, að ég myndi segja henni hvað mér finnst.
Ég er ekki alveg búinn að því ennþá, geri það líklega á föstudagsnóttina, en held að það geri nú varla upp hennar hug.
Shysta mín mærir flokkinn sem að hún hefur öngva trú á með eldgömlum slagorðum sem að flokkurinn brúkaði helst í neyð á árum áður. Í sömu færslum þá gagnrýnir hún það helst sem að flokkurinn hefur öngvann áhuga á að heyra, en er vís með að lofa bót & betrun á þetta kjörtímabilið, dona rétt fyrir kosníngar.
Í hennar tali er að finna þvílíka Samfylkíngarsannfæríngu, að meira að segja mér sem pólitískt hægri manni bölskar sumt af þessum kommaáróðri hennar.
En þetta er litla shysta mín, mér þykir vænt um hana, & hún má & á að fá að hafa sínar skoðanir.
En mér má líka leiðast að sjá hana bera upp gamla kommagrýluáróðurinn, alveg eins & Siggi Kári hafi hvíslað þessu að henni í morgunsárið.
& þetta með verðbólguna & atvinnuleysið ?
Shysta mín algóð, byrjaðir þú ekki í hagfræði ?
S.
Steingrímur Helgason, 9.5.2007 kl. 00:31
Takk fyrir öll en mig langar Steini að vita hvað það er sem þér blöskrar svona með ? Þú verður að segja mér það ? Ég er að segja hvernig ég hugsa og eg vil jöfnuð, hvað er rangt við það ?
Inga Lára Helgadóttir, 9.5.2007 kl. 16:32
Nú verð ég bara að spyrja fólk sem að kvartar yfir atvinnuleysi. Hvað er málið, það er alls ekki atvinnuleysi. Heldur þarf það fólk sem að er atvinnulaust að byrja á því að vakna á morgnana og ekki neita öllum störfum sem að eru ekki skrifstofustörf með 350 þúsund á mánuði. Þannig er nú mál með vexti að felstir þeir sem að eru atvinnulausir í dag eru algjörlega ómenntaðir en þessi vinna er ekki nógu góð, þetta er ekki fyrir mig. Það eru allt of margir útlendingar þarna og ég veit ekki hvað og hvað. Hverjum er það að kenna að fólk menntar sig ekki? jú því sjálfu. Og engum öðrum. Ekki koma með einhverjar fljölskyduaðstæður og eitthvað kjafæði. Gott væir að heyra frá t.d einum iðnarðarmanni sem að ekki hefur vinnu í dag.
Bestu kveðjur
Kristinn Björgúlfsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 21:46
Já Kristinn, og ekki gleyma þeim sem eru á bótum og eru kannski að vinna svart og fá þokkalega góð laun Ég man nú vel eftir að hafa heyrt fólk fagna svörtum launum sínum og hlæja svo að "batterýinu" sem veitir þeim bætur og önnur fríindi..... hvar eru mörkin, hvar eigum við að byrja ?
Inga Lára Helgadóttir, 11.5.2007 kl. 13:44
Já en svört vinna er eitthvað sem að hefur alltaf verið og veriður alltaf. Alveg eins og vændi. Það er ekkert á leiðinni að hverfa. Að hafa svört laun er ekkert til að tala um. Því að það er jú bara eyðslupeningur fyrir þá sem að hafa þau laun. Hvar mörkin eru veit ég ekki, fólk á Íslandi er svo vittlaust að t.d. 20 unglingur sem að kaupir sér íbúð er ekki að fá eitthvað frá hinum og þessum ættingum, heldur er allt keypt nýtt frá a-z. Ekki að þetta komi málinu við heldur er þetta hugsunar hátturinn. Allir vilja hafa 300 nettó inn á reikinginn sinn en það eru ekki allir sem að eiga það skilið..
Kristinn Björgúlfsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning