Kæru vinir í Sjálfstæðisflokknum,

Núna er að bretta upp ermarnar á endasprettinum okkar og nú er kosningabaráttunni að ljúka Wink

Mig langar að segja að ég er búin að eyða síðustu dögum með dásamlegu fólki, semsagt að vinna með stjórninni minni í Breiðholtinu og það er búið að vera mjög gaman.

Mig langar að óska okkur öllum góðs gengis og svo mætum við öll galvösk til leiks á morgun. 

Hlakka mikið til að hitta ykkur vini mínaSmile

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Glæsilegt að heyra að námið hefur nú ekki verið að trubbla þig undanfarna daga  frá því að hella upp á kaffi fyrir dásamlegt fólk.

Kveðja frá mér á skrílinn..

S

Steingrímur Helgason, 12.5.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Inga eg var fjarri góðu gamni og vinnu/en mun kjosa rett!!!!Kveðja /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 12.5.2007 kl. 02:11

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ríkisstjórnin verður felld í nótt.

Magnús Paul Korntop, 12.5.2007 kl. 18:50

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Jíííííhhhaaaa ... tek undir hjá síðasta ræðumanni!

... og Steini, verst að okkur tókst ekki að koma (jafnaðar)vitinu fyrir stelpuna.

Gísli Hjálmar , 12.5.2007 kl. 19:13

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já, takk allir strákar mínir fyrir kommentin

Eins og hefur kannski komið fram í öðrum færslum hjá mér, þá hef ég að geyma svona hægrijafnaðarmann, ef það er eitthvað sem heitir svo.... veit ekki Ég allavega vil halda XD áfram þar sem ég treysti þeim og þeir eru mínir menn, en hinsvegar vil ég fá Samfylkinguna með, það er mín einlæga ósk !

Það má alveg atast í mér fyrir að taka þátt í kosningabaráttunni Zteini minn en ég er búin að njóta tímans og annað, þá hef ég ekki verið í því að hella upp á kaffið. En ég hef gaman af því að vinna með stjórninni minni, tala við fólk og vera í góða félagsskapnum á kosningaskrifstofunni okkar í Álfabakka í Mjódd.

Ég veit að Halli gamli kýs rétt og það var mjög gaman að hitta á þig í dag Halli minn

Ríkisstjórnin er alveg pottþétt fallin og vil ég ekki segja neitt um það því ég vil ekki særa neinn hér inni með leiðinlegri gagnrýni eins og svo margir aðrir nota bloggið til.

En kæri tengdó ? ég held þú vitir hvernig ég hugsa, eða varst þetta ekki þú sem ég hef verið að tala við á msn ? Hélt að þú vissir fyrir löngu að ég óska þess að hafa XD og XS

Jæja, sjáumst hér allavega á morgun, ef ekki í kvöld

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 13.5.2007 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband