Ljót og leiðinleg hugsun !

Mér finnst voða lélegt af þeim sem ná ekki lengra í þessari baráttu um ríkisstjórnina að þurfa að vera með eitthvað smjatt, slúður og lýgi út í þá sem eru núna í samningaviðræðum.

Geir og Jón ræddu saman í byrjun, en eins og þeir fundu út í SAMEININGU þá var ekki fótur fyrir því að halda samstarfinu áfram. En ef það er rétt að Geir hafi rætt við Ingibjörgu ÓFORMLEGA í gær, er þá eitthvað að því ? Ég meina það er í hans höndum líklegast að hefja samningsviðræður, svo er ekki í lagi að vita hvað fólk í öðrum flokkum hefur að segja ?

Eins og Guðni Ágústsson vildi halda fram í Kastljósi í kvöld, að þá væri eins og Geir hefði farið á bakvið þá í Framsókn eða "haldið framhjá þeim". Þvílík steypa Woundering  Ef það væri í mínum höndum að taka á mig eitthvert stórt verkefni og að ræða og semja við fólk, þá mundi ég líklega vilja fá að vita hvað þeir einstaklingar væru að hugsa. 

Mér finnst þetta virðingaleysi við Geir og mér finnst Guðni gera lítið úr sér að láta þetta útúr sér, þar sem Framsókn var búin að gefa til kynna að þeir vildu ekki halda áfram og að það væri ekki Sjálfstæðisflokkur sem hefði ákveðið það einn.

Það er í raun alveg sama hvernig þetta hefði endað allt hjá þeim, þá eru margir einstaklingar örugglega tilbúnir að gera lítið bæði úr Geir og Ingibjörgu, þeir sem töpuðu sættu sig ekki við það og auðvitað er svolítið þæginlegt að klína því tapi yfir á aðra og kalla þá óheiðarlega.

Kveðja Inga Lára Helgadóttir.

PS. Geir, drífðu þig nú að þessu Halo, Ingibjörg, You go girl Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Inga Lára.

'Eg hef verið talsmaður þess að D og S mynduðu ríkisstjórn saman. Ég er hinsvegar ekki talsmaður þess að vera í einhverjum sýndarviðræðum eins og mér sýnast miklar líkur á að hafi verið í þessu tilfelli.

það er augljóst hvað gerist ef upp úr slitnar hjá Geir og Ingibjörgu. Framsóknarmenn eru í nógu mikilli fýlu til að fara í þriggja flokka stjórn með S og VG.

Og hvers vegna eru þeir í fýlu?

Kveðja,

Kári S. Lárusson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sæll Kári og takk fyrir kommentið

Framsóknarmenn töpuðu miklu núna og eru á leið úr ríkisstjórn eins og staðan er núna og ég efast um að það hafi verið þeirra markmið fyrir kosningar. Mikil særindi þar sem þeir fengu lélega kosningu og margir þeirra manna duttu út af þingi.

Ég vil ekki segja að þeir hafi svo slæma menn í þeim flokki, en eitthvað er að og þurfa þeir greinilega að endurskipuleggja sig eitthvað. En það er leiðinlegt að tapa og sita eftir með sárt enni

Inga Lára Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 22:49

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Inga lára vonum það besta fyrir okkar hönd,eldri og yngri,það er lika okkar sestaklega ykkar yngri að veita þessum blessðuðm stjórmálamönnum aðhald, er það ekki ????/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 18.5.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband