Síðustu forvöð....

....fyrir reykingarfólk á kaffihúsum Frown

Ég reyki reyndar ekki sjálf, en ég veit ekki,...... kannski er þetta ekki svo sniðug hugmynd. Mér þætti sniðugra að hafa einhver sér herbergi svo að fólk gæti reykt, og ég er ansi hrædd um eins og veitingarhúsareigandinn í meðfylgjandi frétt hafi rétt fyrir sér. Að aðsókn á kaffihús og þar með sala þeirra minnki og segja þurfi upp starfsfólki Woundering það er eins gott að það gerist ekki, annars ættu stjórnvöld að greiða veitingarhúsaeigendum skaðabætur..... kannski segi ég það bara núna svona þegar þetta er allt að byrja Blush

En núna finnst mér þetta virka voða ósanngjarnt og veit í raun ekki hverjar afleiðingarnar verða. Þær vinkonur mínar sem reykja hafa ekki viljað fara á reyklausa staði. Hvernig ætli þetta eigi eftir að fara ? voru þetta mistök eða ekki ?

Endilega segið mér hvað þið eruð að hugsaSmile

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Reykingabann á skemmtistöðum gæti skilið milli feigs og ófeigs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er stórreykingamanneskja en hef fullan skilning á því að fólk sem ekki reykir vilji vera þar sem ekki er reykt. Þessar extreme aðgerðir pirra mig samt ósegjanlega. Það ætti að vera hverjum veitingahúsaeiganda í sjálfsvald sett hvort hann leyfir reykingar á sínum veitingastað eða ekki. Þessi tihneiging að hafa vit fyrir fólki er óþolandi og ég mun persónulega ekki fara á kaffihús í framtíðinni. Menn skildu líka hafa hugfast að það er margt sem drepur. Alkóhólismi verður fleirum að aldurtila á Íslandi en krabbamein, og stress, áhyggjur og þungyndi eru bráðdrepandi, að ég tali nú ekki um úblástur bíla sem "ekki-reykingafólkið" ekur um bæinn með bros á vör.

edda jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 09:19

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

kvitt /Reykingar drepa/Halli gamli/P/S auðvitað meiga menn reykja ekki bara öðrum/

Haraldur Haraldsson, 31.5.2007 kl. 12:23

3 identicon

Ég er voðalega hræddur um að þetta muni hafa skaðleg áhryf á kaffihúsin, ég veit ekki alveg með dansstaðin, þeir gætu alveg sloppið án mikilla vandræðaen þó eitthvað vesen mun verða þar þegar fólk verður mikið fullt og kveikir sér í sígó á miðju dansgólfinu. Ég held með reyklausa fólkinu og virði þeirra rétt og legg mig fram að gera það, færi mig t.d. alltaf ef ég get þegar ég er reykjandi og ég sé einhvern koma í átt að mér. Enda finnst mér ósanngjarnt þegar fólk skammast í mér fyrir reykingar mínar þar sem ég reyki fyrir mig og reyndar besta vin minn sem finnst óbeinar reykingar vera ómissandi eftir reykingauppeldi. En ég vill ekki neyða þær upp á annað fólk og geri mitt besta svo að það gerist ekki. Samt lítur fólk sjálfkrafa á mig sem einhvern djöful og hrekur mig í burtu frá þeim áður en það er komið og hvaðeina. Eins og ég sagði á annari bloggsíðau, mér líður soldið eins og holdsveikum því fólk er svo æst. En ég held að ég muni ekki fara nærri því eins oft á kaffihúsin og ég gerði af því að ég get ennþá helt upp á kafi heima hjá mér og reykt þar. Forhyggjan er of mikil, það hefði verið hægt að fara betri og sanngjarnari leið eins og að banna bara hluta af skemmtistöðunum að leyfa reikingar. Þetta mun hafa áhryf á eigiendur, starfsfólk og viðskiptavini, bæði sem reykja og reyklausa og ég held að við þurfum að bíða soldið eftir að það verði jákvæðar breytingar. Þrátt fyrir mikla bjartsýni reyklausa fólksins. Munið bara eftir nokkra mánuði og upp í kanski ár ef staðir fara að loka þá er hætt við að þetta bann hafi drepið þá.

Sigurður J Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 16:17

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Fyrst Írar af öllum eru ánægðir með bannið hjá sér, þá trúi ég ekki öðru en að  við verðum það líka

Gestur Guðjónsson, 31.5.2007 kl. 19:50

5 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég held að þetta komist upp í vana hjá þeim sem reykja,ég veit bara með sjálfa mig,ef reykt er í kringum mig þá reyni ég að forða mér,sama hvort ég er á veitingarstað eða kaffihúsi jafnvel úti á götu,en ég skil vel þá sem reykja þetta fer í taugarnar á þeim,en reykingarnar hafa farið svo lengi í taugarnar á okkur sem ekki reykja.

María Anna P Kristjánsdóttir, 31.5.2007 kl. 20:00

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Ég hef góða reynslu af þessu hér í New York fylki.  Búið að vera til staðar í nokkur ár og allir eru ánægðir.  C.a. ári eftir að lögin tóku gildi var viðtal í útvarpinu við þann aðila sem barðist hvað harðast gegn banninu og var með heimsendaspár til hægri og vinstri um að allt myndi fara á hausinn.  Hann viðurkenndi af mikilli hreinskilni að hann hafði haft hrikalega rangt fyrir sér, í fyrstu gerðist ekkert með aðsóknina en síðan jókst hún þegar frá leið, og engum dettur í hug að mótmæla þessu í dag.  Hugmyndin þykir nánast jafn fáránleg eins og að leyft yrði að reykja í flugvélum.

Sennilega eru einhverjir hræddir og vilja selja kaffihús og bari og þá skapast einstakt tækifæri fyrir einhverja sniðuga að kaupa á góðu verði og græða á öllu saman þegar heimsendaspárnar rætast ekki. 

Oddur Ólafsson, 1.6.2007 kl. 01:56

7 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Íslendingar eru æstir í bönn þessi árin svo þá munar ekkert um þetta reykingarbann.  Nú má ekki reykja né horfa á hinu illu nekt .....

Þetta er að verða mjög þröngsýnt samfélag aftur hérna hjá okkur. Maður var farinn að halda að ísland væri ekki köld eyja úti í ballarhafi.  Við eigum öll að vera ósköp þæg og góð og helst nákvæmlega eins með sömu réttu skoðanirnar. 

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 3.8.2007 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1605

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband