Til er gott fólk :)

.....með fyrirsögninni er ég ekki að segja að fólk sé slæmt, langt því frá, því að yfirleitt þekki ég bara gott fólk Smile , en það sem einkennir okkur svolítið er það að um leið og við verðum vitni að einhverju, þá kannski eigum við til með að rjúka í burtu og ekki segja neinum frá neinum, nema kannski jú, í kaffi hjá vini eða vinkonu næsta dag.

Tvisvar hef ég lent í því að sjá bíl keyra utan í annan bíl og sá sem keyrði á ætlaði sér að keyra í burtu..... og gerði það reyndar. Sem betur fer þá náði ég að taka niður bílnúmer í bæði skiptin, svo að ég gat komið áleiðis hver það var sem framdi verknaðinn.

Í seinna skiptið sem ég varð vitni að slíku, þá var ég á bílastæði og fullt af öðru fólki sá þetta sem gekk svo bara hjá og gerði ekkert í málinu.

Núna fyrir stuttu varð ég fyrir því að fá símtal frá lögreglu þar sem ég sat á kaffihúsi í miðbænum í góðra vina hópi. Lögreglumaðurinn byrjaði á því að spurja hvort ég væri Inga Lára Helgadóttir og spurði því næst hvort ég ætti rauðan Hyundai í Tryggvagötunni fyrir framan kolaportið og ég svaraði því játandi og einnig svaraði ég bílnúmerinu játandi þegar hann kvað það upp. Því næst bar hann mér þær fréttir að búið væri að keyra utan í bílinn hjá mér, en sökudólgurinn hefði stungið af og lögregla biði við bílinn hjá mér núna ef ég gæti komið og talað við hann. En hann tilkynnti mér um leið að maður einn hefði orðið vitni að árekstrinum og hefði tilkynnt það til lögreglunnar. 

Hverjar eru líkurnar á því að láta klessa utan á sig og fá að vitni að málinu. Þetta er lýgileg heppni hjá mér og þegar allt kom til alls þá fæ ég allt bætt og er rosalega lukkuleg með það Wink .........ég er reyndar ekki búin að láta gera við hann en ég er búin að fá tíma á verkstæði sem verður þá í næstu viku. Þá verð ég voða voða glöð......... en bara útaf því að einn einstaklingur sá sér fært að taka niður eitt bílnúmer og taka upp símann og hringja á löggið Smile

Ég var líka að hugsa um hvernig hefði farið ef hann hefði ekki gert það, þá hefði ég þurft að keyra um á bílnum svona klesstum, þar sem við námsfólkið rjúkum ekki beint til að láta gera við bílana okkar fyrir einhverjar summur. Svo að skvísubíllinn minn verður kominn í lag eftir nokkra daga Grin

Kveðja Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Sem betur fer er til fólk sem hugsa líka til náungans,eins og þessi maður sem varð vitni þegar keyrt var á bílinn þinn,óskandi að þeir væru fleiri.

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.9.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað eru til gott og slæmt fólk,heiðarlegt og öfugt/en þetta með bilstæðin okkar þau eru alltof þröng,og þegar haust og vetraveður geisa eru menn ekki nógu varkárir með að opna hurðir,stæðin þurfa að vera einum metri breiðari/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 4.9.2007 kl. 13:42

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sum stæði eru einnig þannig að þau ná varla breidd bílsins, eins og stæði sem ég laggði í um daginn í Hlíðunum, þá var breidd stæðisins ekki stærri en breidd bílsins míns og ekki er minn bíll nú breiður.

Einnig mætti hafa í huga hvernig bílunum er lagt, það er ekki ósjaldan sem stæði vantar og sumir bílar taka of mikið pláss....

....en bara svona í ganni, þá var bíllinn minn einn af þremur bílum á þessu stóra bílastæði við Kolaportið þetta kvöld og alveg ótrúlegt að gaurinn skuli endilega keyra utan í mig....

Inga Lára Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband