Vanræskla

 Aðeins að ibba mig við ykkur.......

Ég las síðast í gær tvisvar í blöðum um áhyggjur vegna umferðarþunga, þar sem bílar keyra þétt saman um allar götur og komast varla áfram á annatímum. Þá komu þeir með ábendingar um sjúkrabíla og lögreglubíla ef þeir þyrftu nú að komast áfram, það er nokkuð sem ég bíst nú við að nær öllum hafi dottið í hug.

Einn félagi minn sagði mér frá því í gær að 75% starfsmanna á deild dóttur hans í leikskóla hefði sagt upp störfum, áður voru fjórir starfsmenn en núna er aðeins eftir einn. Vitað er að aðeins hluti þeirra barna sem eiga umsókn um leikskólapláss fengu plássi úthlutað núna í haust vegna manneklu.

Umferðarþungi og illa mannaðir leikskólar eru tveir af fleirum þáttum sem hafa verið til umræðu í ansi mörg ár. Þetta er slæmt fyrir okkur öll. Fólk leitt á umferðinni, í neyðartilfellum gætu lögreglu- og slökkviliðsbílar ekki komist áfram og svo eru það litlu gullin okkar sem eru ekki forgangsatriði að mínu mati í samfélaginu.

Þetta er alveg ótrúleg vanræksla og ég get ekki sagt annað en það sé viljaleysi að gera ekkert í þessu. Ef vilji væri fyrir hendi þá væri búið að kippa þessu í lag, eða allavega í betra ástand. Og sá sem segir "jájá, þetta verður samt alltaf svona" hann er greinilega tilbúinn að lúta höfði fyrir okkar ráðamönnum sem ekki kippa í taumanna. Þetta þarf ekki að vera svona !!!!!!!!

Kveðja Inga Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Jújú, þú & aðrar sjálfstæðar konur ráðið þessu náttúrlega.  Bendi samt á að það eru mennirnir í flokknum ykkar sem að eru við stjórn í þessum málum borgarinnar.  Þeir eru alveg til að hlusta á ykkar málflutníng í þessu einhverju kortéri í næstu kosníngar eins & venjulega, á meðan þið hellið upp á kaffi & berið fram snittur, sætar & fínar.

S.

Steingrímur Helgason, 9.9.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta þarf ekki að vera svona.  Það sem þarf að gera er að borga leikskólakennurum betri laun.  Það eru hærri laun að afgreiða í Bónus en að vera leikskólakennari.  Sumir leikskólar hafa haldið vel á starfsfólki t..d Hólaborg í breiðholti ég held að þar séu mikið af sama starfólki og var þegar ég var að alast upp í breiðholti. 

Sambandi við umferðina þá þarf að byggja upp okkar vegi miðað við þann bílafjölda sem er kominn í umferð.  Umferðaþunginn í borginni í dag er ekki sættan legur.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.9.2007 kl. 08:01

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Umferðamál eru i algjörri vittleisu herna á okkar stór Rvikur svæði sem og annarstaðar,af hverju var i gamla daga byrjað á Hringbraut sem heitið það ennþá ,i öllum Borgum sem maður hefur ekið i i USA eru stórar Hringbrautir sem hafa allan forgang,og svo leggja aðreinar ut i hverfin,þetta hefði átt að gerast strax,en er mikið dýrara eftirá,mundi leisa þetta vandamál samt þó seint se gert/svo um þessi leikskólamál,Hækka kaupið og svo einkavæða þetta lika/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.9.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sautján?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband