Nokkuð sem þú hefur örugglega hugsað líka :)

Í vinnunni í gær (mánudegi), þá vorum við nokkur saman í hádegismat og tal okkar leiddist út í að ræða þjónustu bankanna. 

Bankar eru tilbúnir að hafa samband við þá sem ekki eru þeirra eigin viðskiptavinir, bjóða þeim góð kjör í inngöngugjöf, ........... en hvað svo ? Af hverju bjóða bankar almennt ekki sínum viðskiptavinum jafn rausnarleg tilboð eins og þeir bjóða "viðskiptavinum annarra banka" ? Boðið er upp á x margar fríar færslur í upphafi og svo einhverja bíómiða eða upphæð í Kringluna eða annað slíkt.......

Þetta var bara svona smá hugleiðing hjá mér. Ég fæ kannski einhver fríðindi sem gleðja mig við að stofna ákveðinn reikning eða annað slíkt, en svo þegar ég er búin að vera í viðskiptum í einhvern tíma, þá er öllum alveg sama Woundering svo að mér finndist bankarnir eiga að koma með einhverskonar glaðning annað slagið til að halda sínum viðskiptavinum í stað þess að vera eingöngu að gleðja viðskiptavini annarra banka til að draga þá að sér.

En mig langar samt að hrósa mínum fullkomna banka, sem er Sparisjóðurinn í Garðabæ. Ég sem bý sjálf í Reykjavík er tilbúin að hafa samband við Garðabæinn og mæta þangað í sumum tilfellum því að þjónustan er mjög góð og fekk fullar 10-ur í nær öllum liðum í símakönnun sem tekin var á mér um daginn Cool

Kveðja,

Inga Lára Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér um bankana.  Þeir koma með góð tilboð til að fá nýja en við sem erum búinn að vera í viðskiptum lengi fáum ekkert nema hærri vexti.   Bankinn sem ég skipt við fær ekki mjög há einkunn en samt hefur þjónustan lagast upp á siðkastið.  Fyrir ári síðan var bankinn að bjóða nýjum viðskiptavinum sem stofna námsmannareikning fullt af fríðindum.  Og þar af meðal minnislykil fyrir tölvur.  Mig vanataði svona lykil en var búinn að vera með námsmanna reikning i rúmt ár.  Ég sagði við hann að ég vildi fá það tilboð sem nýr viðskiptavinur fær þar sem ekki var neitt sérstakt í boði þegar ég stofnaði minn námsmannareikning.  Eftir smá spjall þá fékk ég það í gegn að ég fékk þau tilboð sem nýir fengu.  Við erum að borga nógu háa vesti svo bankinn getur vel gert eitthvað fyrir okkur líka.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 25.9.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 1821

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband