Þessi fekk sko 10 hjá mér :)

Ég var í IKEA í dag að versla, og eins og margir hafa kannski heyrt aðra tala um ekki nógu góða þjónustu þar, eða lent illa í því sjálfir, þá fekk þjónuastan sem mér var veitt í dag heila 10 í einkunn. Smile

Sá sem ég ræddi við var drengur uppúr tvítugt að ég giska á. Hann gaf sér tíma í að leiðbeina mér og segja mér frá vörunni sem ég var að kaupa og aðstoðaði mig við að finna hana. Alveg rosalega kurteis og fínn einstaklingur sem á mikið hrós skilið fyrir góða þjónustu.

Um daginn þegar ég var úti að keyra var verið að tala um IKEA í útvarpinu og hvað þeir veittu lélega þjónustu og mátti ég til með að koma með þetta hér, því fólk verður líka að fá að heyra þegar þeir þjónusta svona vel eins og þeir gerðu í dag. Reyndar tjáði drengurinn mér það að hann væri að fara að vinna í raftækjabúðinni hinum megin við götuna á næstunni, en ég fer sko jákvæð næst að versla....Grin

....bara að deila þessu með ykkur eftir eril dagsins Wink

Kveðja til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég sá tilkynningu frá IKEA um daginn þar sem þeir voru að láta viðskiptivini vita að þeir gætu ekki veitt þá þjónustu sem þeir vildu þar sem þeim vantaði starfsfólk.  Það er gott að vita að þetta sé að komast í lag aftur hjá þeim því mér hefur alltaf fundist gott að versla þar.  

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 1.10.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

já ég veit að þeir ganga einnig út frá því að kúnninn afgreiði sig sjálfur, það er svona sjálfsafgreiðsla í gangi hjá þeim og hefur alltaf verið, en það var bara svo æðislegt að fá leiðbeiningar hjá einstaklingi sem vissi eitthvað og gat sagt mér frá. 

Annars er IKEA í rauninni bara stór sjálfsafgreiðslulager, en börnin sem þar vinna verða nú að læra að brosa og ég er sammála þér með það Þórður Ingi að þarna er gott að versla, mikið til í mjög miklu úrvali,.... það er bara hreinlega allt til þarna og ég get ekki kvartað yfir því sem ég hef verslað hingað til 

Kveðja

Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 1.10.2007 kl. 21:36

3 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Alltaf gott að láta fyrirtæki vita þegar gott er gert,því nóg er af kvörtunum.

María Anna P Kristjánsdóttir, 2.10.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband