11.10.2007 | 19:05
Mundir þú treysta viðhaldi þínu ?
Mér finnst Björn Ingi Hrafnsson vera eins og einskonar einstaklingur sem hleypur frá einum vandræðum í stað þess að leysa þau og ákveður nú að kúra í fangi annarra flokka og mynda með þeim einskonar nýjan R-lista eins og almennt er talað um í dag, eða reyndar enn ömulegri R-lista eins og Geir Haarde talaði um í fréttatíma í sjónvarpinu áðan.
Björn Ingi eins og væntanlega allir vita var búinn að lofa Vilhjálmi borgarstjóra í gærkveldi að halda samstarfinu áðan en stingur hann í bakið (úlfur í sauðagæru), og svo ákveður hann að stinga hann þarna í bakið og fer í meirihlutastjórn með hinum flokkunum sem ég get varla hugsað mér að hann Bjössi litli sé í einhverju uppáhaldi hjá. Ætli hinir flokkarnir geti treyst á Björn Inga ??? ef ég ætti að taka dæmi um konu sem tekur við manni úr öðru hjónabandi og ákveður að þiggja bónorð frá honum, þá er það svona svipað eins og þarna er að gera, þessir flokkar vita allavega eitt, að hann stendur ekki við þau orð sem hann gefur !!!!!!
Mér finnst vera illa þarna að verki staðið og þegar ég sá Vilhjálm, Gísla Martein, Hönnu Birnu ásamt hinum flokkssystkinum sínum, þá verulega fann ég til með þeim og þau eiga sko alla mína samúð. Ég er samt þakklát með að fyrst maðurinn er svona verulega aumur að vera bæði lygari og svona ómerkilegur að svíkja þann flokk sem fekk flesta fylgið í Reykjavík í fyrra í borgarstjórnarkosningum, þá finnst mér alveg þess virði að hann og hans hyski fari eitthvað annað, en ég hefði viljað hafa Vilhjálm ennþá sem borgarstjóra og mynda um leið góðan og enn betri meirihluta með Samfylkingunni..... áfram Sjálfstæðisflokkur og Samfylking segi ég enn og aftur !!!!!!!!!!!!
Kveðja
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get tekið undir sumt af þessu með þér Inga Lára en hann er ekki einn um meinið.
Sem Sjálfstæðiskona og verulega ánægð með meirihlutann brá mér þegar borgarfulltrúar hittust án borgarstjóra. Þá strax var ástæða til að verða hræddur.
Um leið og andstæðingurinn skynjar hinn smæsta ágreining hjá mótaðilum þá er hætta á ferðum. Blaðamannafundur án Vilhjálms og án samráðs við BIH var annað sem gat gefið tilefni til að allt færi úr böndum.
Loks þegar yfirlýsing um skilyrðislausa sölu sem allra fyrst (kom fyrst frá Júlíusi) þá gargaði Borgin, alla vega var það mín skynjun.
Bókstafurinn (stefna Flokksins) má aldrei vera skynseminni yfirsterkari og leiða til þess að sá sem stjórnar hættir að hlusta. Þarna var mikilvægt að hlusta á borgarbúa og sannfæra þá um að hagsmunir þeirra væru í góðum og traustum höndum.
Gleymum því ekki að upphaflega stóð ekki til að selja.
Mér finnst því ekki mikilvægt að leita að sökudólgi heldur frekar að fólk hafi innsæi til að sjá hvað fór úrskeiðis.
Kolbrún Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 19:21
Mér finnst að þeir hefðu átt að bakka með þetta,ekki halda því til streitu að selja.Þeir máttu vita að eitthvað í þessa átt gæti gerst.
María Anna P Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:02
Hárrétt Kolbrún. Eins og einhver sagði þá er rýtingur í bakið milli flokka lítið mál við hliðina á rýting í bakið innan flokka. Það var allt sprungið í loft upp sem sprungið gat og borgarstjórnarflokkurinn hékk saman á völdunum.
Ég held að þetta sé eitthvað sem þeir annars hæfu einstaklingar sem mynda borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna sem og hópurinn sem slíkur þarf að læra af. Ef þau vildu leysa þetta þá hefðu þau ekki haldið fundi án Villa í marga daga, vælt utan í formanninum o.s.frv. Þau hefðu hitt Villa og hópurinn hefði leyst málið öll saman. Síðan hefðu þau hitt Björn Inga og svo (ekki fyrr) hefðu þau haldið blaðamannafund og kynnt niðurstöðuna.
Málið var að Hanna Birna, Júlíus og félagar fóru fram með frekju og yfirgangi, óðu yfir Villa og ætluðu að vaða yfir Björn Inga s.b. það að Hanna Birna sagði á blaðamannafundinum í dag að það hefði örugglega verið hægt að ná samkomulagi ef Björn Ingi hefði fallist að sjónarmið Sjálfstæðismanna - ég endurtek "fallist á sjónarmið Sjálfstæðismanna".
Þetta var hárrétt ákvörðun hjá Birni. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna hafði ekki stjórn á sjálfum sér og hann þarf að ná henni áður en hann getur stjórnað borginni.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 12.10.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning