Hvað á til bragðs að taka ? :-/

LSH er að komast í þrot vegna lyfjakosnaðar þar sem þeir skulda svo mikið í lyf. Hvað á að gera ? hætta að nota lyf við lækningar ? ég tel að verið sé að stofna okkur í hættuFrown

hvað er til bragðs að taka og hvar liggur sú ástæða fyrir því að staðan er eins og hún er ? Það er ekki hægt að hafa spítalann lyfjalausann og þar sem ég er að vinna þar sjálf, get ég ekki hugsað mér að verið sé eitthvað að bruðla sko Woundering

Kveðja Inga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl

Þetta eru stórtíðindi og getur ekki viðgengist. Það er spurning hvað nýr heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins tekur til bragðs.

Ef til vill nýtir flokkurinn tækifærið og hf-ar batteríið til að svala þorsta lítils hóps frjálshyggjumanna, í óþökk þjóðarinnar. Hjólin snúast í þessa átt í ráðuneytinu.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já þetta er alveg hroðalegt, en eins og við vitum að þá hefur verið rætt að einkavæða heilbrigðiskerfið sem er ein sú mesta vitfyrring sem ég gæti nokkurntímann vitað um ég get ekki séð að fyrirmyndir eins og USA séu góðar fyrirmyndir, en það er nú bara þannig að þegar einstaklingar sjá sér ákveðinn hagnað í að gera eitthvað, þá er eins og sé ekki hægt að snúast hugur.... ég er skíthrædd um að sjá hvernig þetta fer allt.

Kveðja til þín Óli minn

Inga 

Inga Lára Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 20:57

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

kva, ertu að fölna í trúnni ?

Steingrímur Helgason, 19.10.2007 kl. 22:37

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já ljót er ef satt er en þetta hefur ekkert með einkavæðingu að gera/Bara stjórnleysi þarna og fjárskortur/Guðlaugur Þor mun taka þetta i gegn/ætlarðu ekki að koma a´fundin á morgun með honum/þvi miður kemst eg ekki/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 23:01

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég fer sko á fundinn á morgun, ég hlakka mikið til að sjá hvað Guðlaugur vill segja við okkur. Ég mun hinsvegar alveg standa föst á því að andmæla einkavæðingunni og ég tek ekki í mál að samþykkja það fyrir mitt leiti (þó að það atkvæði vegi nú ekki MJÖG þungt

Ég hlakka til að heyra hvað hann segir og ég vona að ég geti labbað út pínu bjartsýn

Takk fyrir viðbrögð ykkar hér að ofan... og Steini minn, þú þekkir mig nú alveg að ég held

Kveðja til ykkar allra vina minna hér,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 19.10.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er ekki gott að heyra.  Það má alls ekki einkavæða sjúkrahúsinn því þá fyrst byrja vandamálinn og margir munu ekki hafa efni á að leita sér læknis.

´kv

Þórður Ingi Bjarnason

Þórður Ingi Bjarnason, 20.10.2007 kl. 23:18

7 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sunnudagur til sælu fyrir þig

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.10.2007 kl. 11:20

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það mun einhver einkavæðing eiga sér stað að ég held, þó að ég sé ekki hrifin af því ég óttast þó að talað sé um að ríkið haldi áfram að greiða til þeirra stofnana sem á að einkavæða, þá óttast ég að kerfið hér muni verða eins og í USA, þar sem einstaklingar hafa aðeins takmarkaðan aðgang  að þjónustunni sem er í boði. Ég óttast að núna sé búið að reikna dæmið á þann hátt að allir eigi eftir að leita þeirrar aðstoðar sem þeir þurfa, en ég held að raunin muni ekki verða sú þegar allt er á botninn hvolft Hér mun jafnvel koma upp enn meiri stéttaskifting og ákveðinn hópur verður loksins útundan.

Hvað er tildæmis að gerast hjá TR ? margir einstaklingar eru að missa styrkina sína því að þeir eru ekki taldir eiga rétt á þeim, samt eru þetta einstkalingar sem geta ekki unnið og geta ekki bjargað sér á nokkurn hátt..... þetta stefnir allt í óefni hjá okkur að ég held.

Kveðja til ykkar,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 21.10.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband