Ekki nógu gott....

Það ætti nú að tryggja samtökum sem þessum húsnæði sem fyrst. Alveg magnað, að eigi að byggja hótel þar sem samtökin eru nú og að eigi að rífa húsið undan þeim. Hvað er málið ?

Mér finnst þetta vera í takt við svo margt annað. Á ekki að fara að byggja einhverja höll þarna niður á höfn og svo þetta. Hverjir eru það sem nota svona hallir til að hlusta á óperusöng eða annað slíkt og hverjir eru það sem þvælast um á hótelum ?

Það er ekki verið að hugsa um hag allra þarna......... djö hvað ég er reið Angry að eigi virkilega að fara að rífa húsnæðið undan foreldrahúsum, sem hafa orðið mörgum að gagni.

Jæja,  hef víst ekki mikið um þetta að segja eða velja,

Inga Lára 


mbl.is Foreldrahúsið húsnæðislaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er ekki gott.  Öll þessi mikla uppbygging er að verða slæm.  Ég er nú hlintur þvi að byggja hótel en það þarf ekki fleiri hótel í Reykjavík.  Þá á að reisa feliri á landsbyggðinni frekar.  Foreldrahús er mikilvæg samtök sem ekki meiga vera húsnæðislaus.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.11.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er hið versta mál og eins og alltof oft verða samtök sem þessi fyrir hnjaski sem vel er hægt að koma fyrir.

En hérna Inga mín, þau eru að missa húsið ofan af sér, bara svona smá athugasemd að gamni við höfum þetta bara okkar á milli ég lofa að hafa ekki hátt um þetta mismæli þitt og hef reyndar ekkert efni á því, um að þau séu að missa húsið undan sér, en hver er munurinn málið er jafn alvarlegt eða eins og maðurinn sagði ,, þetta er alveg spauglaust grín".

Högni Jóhann Sigurjónsson, 10.11.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Stórgott grín engu að síður.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.11.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband