13.11.2007 | 15:55
Feit og full þjóð :(
Þetta var frekar ömuleg frétt, að við erum búin að auka áfengisneysluna okkar um 65% á örfáum árum og svo leggur þingið ekkert annað á sig þessa dagana en að berjast fyrir því að auka víndrykkju landans þvílík heimska..... ef ég má segja svona hreint og beint.
Endilega reynum að auka neysluna okkar á því sem við þurfum síst á að halda, áherslurnar eru alveg fáránlegar. Drykkja búin að aukast um 65% eins og ég sagði og offitusjúklingar búnir að aukast úr 8% í 12% frá árinu 1990-2002........ við erum okkur sjálfum til skammar.
Tökum höndum saman, hættum þessu rugli, hreyfum okkur og hugsum um mataræðið og mótmælum þeim þingmönnum sem styðja þetta áfengisfrumvarp.
Kveðja,
Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér Inga Lára. Þetta frumvarp mun bara auka á vandan. Vonandi sjá þingmenn að sér og hafna þessu.
Þórður Ingi Bjarnason, 13.11.2007 kl. 16:06
Sástu ekki tíu fréttirnar Inga?
Í OECD ríkjunum hefur áfengineysla minnkað en hjá okkur eru keisaraskurðir sjaldnar og konur og karlar verða eldri, svo ég held að þeir þarna í útlöndum ættu nú bara að skvetta oftar í sig
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.11.2007 kl. 22:21
Nei Högni, veistu, ég var að læra fyrir próf .......en þetta eru nú ekki eins svartar fréttir þá og þær virkuðu í byrjun.... en mér finnst það samt ekki gott að drykkja sé að aukast svona.
Að auki má kannski taka það með í reikninginn hvernig heilbrigðiskerfin eru í hverju landi og annað slíkt, hvað það er annað en okkar eigin hirða um okkur sjálf sem gerir það að verkum að við náum þessum háa aldri
En ég er samt glöð með þetta, þá get ég kannski notað þetta í tölfræðina í SPSS sem ég er að læra fyrir próf núna með ......alveg búin að fá upp í kok af því í bili......
En takk fyrir góðar fréttir ofan á þær ekki nógu góðu sem ég kom með...
Bestu kveðjur,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 13.11.2007 kl. 22:56
Þetta stemmir alveg í mínu tilfelli drykkjulega séð sko. Undanfarin þessi örfáu uppgefnu tuttugu & fimm árin hef ég líklega aukið drykkuna alveg á pari við þessi uppgefnu 65%, & ekki dauður enn, eins & þú kvenna skást veist. Ég var líka svo ungur fyrir kvartöld síðan.
Gott er að ekki er mælt nema 4% aukníng á fitunni, ég held ég sé alveg yfir parinu þar.
Já, svei vondu Samfylkíngarþingmönnunum að neyða liltu sætu strákana í stuttbuxnadeildinni hjá uppáhalds sjallaböllununum þínum að vera í forsvari fyrir frumvarpi þessi. Hetjulegt samt hjá Gulla litla að vera ekki með í þetta skiptið, enda er hann sem heilbrigðisráðherra allt í einu ekki frumflytjandi.
Gömlu forsjárhyggjukommarnir alltaf að, sveiattan, segi & skrifa það ...
S.
Steingrímur Helgason, 13.11.2007 kl. 23:45
Það á ekki að taka neitt í reikninginn nema það gagnist.
Eitt dæmi kransæðatilfellum hefur fækkað á Íslandi en á sama tíma eykst framleyðsla og meira að segja innflutningur á mayjonesi.
Ég fæ mér alltaf tvær og stundum þrjár coctailsósur og eftir að ég fór í ammrikanstæl og uppgvötaði að þar fær maður endalausa ábót á sósuna fer ég alltaf þangað og sit bara í barnastól við afgreiðsluborðið.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 13.11.2007 kl. 23:55
Gangi þér vel í spss prófinu. Ég tók það fyrir ári og gekk bara nokkuð vel.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 14.11.2007 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning