Komin með jólafiðring í magann :D

Já það er sko óhætt að segja það. Ég fór stutta ferð í dag í Kringluna með manni mínum og syni. Ég hef nú farið nokkrar stuttar Kringluferðir upp á síðkastið, en þessi var sú allra jólalegasta.

Um leið og ég kom inn í Hagkaup (efri hæð), þá var ekki bara búið að stylla upp jólaskrautinu, heldur var líka búið að koma fyrir öllum snyrtikössunum í snyrtivörudeildinni......... æi þið vitið þeim sem að blasa við manni svo vel upp raðaðir og girnilegir Halo..... svo var líka að finna fullt af þessum jólablómum.

Í matvöruversluninni Hagkaup (neðri hæð), sá staður toppaði jólastuðið í mér Wink, en þar var verið að kynna jólakökurnar, æi svona lagkökur, nokkur lög af brúnni köku með svona hvítu kremi alltaf á milli, svona ekta eins og hefur alltaf verið fyrir framan mig á jólum þegar ég hef heimsótt ömmu í Lönguhlíð Smile

Gvöööööööð hvað ég er komin í mikið jólaskap Grin ég hlakka til að rumpa þessum prófum af og drífa mig inn í jólin, íííííha LoL

Kveðja til ykkar allra góða fólk,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Inga Lára það byr i okkur flestum mikið Jólabarn,þó gömu seu mörg!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 15.11.2007 kl. 01:19

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er stutt í jólin og gott þegar prófin verða búinn þá er hægt að fara hugsa um jólaundirbúning.  En það versta er að jólafríið mitt fer í að skrifa BA ritgerðina þar sem ég á að skila fyrstu drögum eftir áramót.

Gleðileg Jól

Þórður Ingi Bjarnason, 15.11.2007 kl. 09:25

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Svo sammála þér, nú er hefjast yndislegasti tíma ársins.
kv
K

Kolbrún Baldursdóttir, 15.11.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og þremur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband