24.11.2007 | 10:39
Rán nr. tvö á stuttum tíma....
Mér finnst þetta alveg ótrlúlegt, erum nýbúin að ræða það í afbrotafræðinni að sé næstum ekkert um rán hér á Íslandi. Enda er það nú fátítt að við heyrum að starfsfólki sé ógnað með vopni eða ofbeldi.
Eftir afbrotafræðitímann í síðustu viku, þá er búið að fremja tvö rán, þetta sem var á mbl.is núna og einnig það sem framið var í Mávahlíðinni fyrir nokkrum dögum síðan.
Hvað er málið ? er ungt fólk (þó ég sé nú ekki nema 26 ) orðið svona hömlulaust og snarvitlaust ? Mér finnst að ætti að refsa þeim alveg rækilega, þó það yrði gert á annan hátt en að stinga þeim í steininn. Td. að láta þá vinna einhver verk eða annað slíkt...... það þyrfti nú að útfæra það á ákveðinn hátt. En djöfulsins bilun er þetta nú orðið
Bestu kveðjur,
Inga Lára Helgadóttir
Ránstilraun í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er engu líkara en einhver múgæsing fari í gang þegar fyrst fréttist af ráni. Það er líka til veruleikafirrt ungt fólk, gerir sér ekki grein fyrir raunveruleikanum fyrr en skaðinn er skeður.
Steinunn Þórisdóttir, 24.11.2007 kl. 12:03
Að mínu áliti er þetta óhjákvæmileg þróun sem er alveg í samhengi við firringuna sem ríkjandi er í þjóðfélaginu.
Þjóðfélagið er orðið svo mikið "ef þú getur það, gerðu það" fyrirbæri (ef svo má segja) Ennfremur hefur öllum vandamálum sem fylgja því þegar óheftri einstaklingashyggju er sleppt lausri, einfaldlega verið ýtt á undan sér og sópað undir teppið af svokölluðum ráðamönnum samfélagsins. (því það hefur gerst undanfarin 10-20 ár, að öll gildi og almenn viðmiðunarmörk innan samfélagsins hafa riðlast og ekkert hefur verið gert í einu né neinu... bara látist dankast svona einhvernveginn. Hver hugsar um að græða á þessum degi o.s.frv... engin heildarsýn á samfélgsþróun, ekkert hugsað um afleiðingar o.s.frv)
Eg held að það muni bara sjást meira af ýmsum svona uppákomum í framtíðinni og að það sé síður en svo auðvelt að vinda ofan af uppsöfnuðum vandanum sem þjóðfélaginu hefur verið stýrt inní.
Bjarki (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 12:05
Næstum ekkert um rán hér á landi? Hvurslags afbrotafræði er verið að kenna í HÍ? Var ekki rán-bylgja sem gekk hérna yfir 2003-2004 og þá er ég bara að tala um bankarán. Rán getur síðan líka átt sér stað út á götu. Rán er þegar ráðist er á mann eða honum hótað ofbeldi og t.d. veskinu hans og gemsanum er stolið. Ég er nú nokkuð viss um að það sé algengt hér á landi. Þarf rán að vera svona "movie-style" til þess að geta flokkast sem rán í HÍ. Í alvöru tala hvaðan fáiði ykkar upplýsingar? Þið ættuð að geta leitað til lögreglunnar og spurt hversu mörg rán voru til rannsóknar sl. ár?
Gústaf M. (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:22
Bjarki og Steinunn, takk fyrir mjög góð komment og þú Bjarki komst með alveg mjög góðan punkt varðandi einstaklingshyggjuna og eigingirnina í fólki í dag...... þetta er einmitt hvernig heimurinn er að breytast. Þetta voru mjög góðar skýringar.
Gústaf, þetta svar var ekki alveg við hæfi, þar sem verið er að tala um að rán eru fátíðari en gengur og gerist með önnur brot og eru fátíðari en í mörgum öðrum löndum. Þú ættir sjálfur að hafa samband við lögreglu og fá upplýsingar !!! Það er kona frá lögreglunni sem kennir afbrotafræðina
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 24.11.2007 kl. 16:37
Samkvæmt úttekt á gögnum lögreglu, um rán á Íslandi árin 1999-2004, kemur fram að á þessu tímabili voru framin 217 rán á Íslandi eða 36 að meðaltali á ári. Vopn voru meðferðis í 56% mála sem komu fyrir á tímabilinu. Frá árinu 2002 hefur vopnanotkun aukist. Ofbeldi var beitt í 51% tilvika. Ránin voru flest framin á opnum svæðum en þar á eftir komu verslanir og sjoppur. Flest voru bankaránin árið 2003 eða 7 talsins. Meðalaldur sakborninga var 23,3 ár og flestir voru undir áhrifum vímuefna eða 65%.
Jú, jú kannski eru 36 rán á ári lítið miðað önnur lönd en mér finnst þetta samt mjög há tala hér á okkar "litla saklausa klaka".
Kveðja,
Gústaf
Gústaf M. (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 17:47
Ég er ekki að rengja þetta Gústaf og þú virðist ekki vera að ná því sem ég er að segja hér, rán eru að aukast, en það er ekki talað um rán nema um vopn eða hótun um ofbeldi sé að ræða.
Hér er ég að tala um það að þetta skuli vera tvö tilfelli á einni viku, sem ætti þá að vera 104 tilfelli á ári ef það væri vaninn.
Þetta er voða fræðilegt hjá þér hérna uppi, svona eins og hluti úr öllum þeim ritgerðum sem ég hef verið að vinna...... en ég skil ekki hvað það er sem þú ert að mótmæla í mínum skrifum.... þetta er allt rétt sem þú ert að skrifa og þetta er nokkuð sem ég vissi, en hvað er eiginlega málið ?
Inga Lára Helgadóttir, 24.11.2007 kl. 20:44
Er eitthvað rætt um lög og dóma ?
Skrítið að dómarar þurfi ekki að fara eftir lögum.
Oftast eru vissir glæpir skilorðsbundnir,þrátt fyrir hvað lög segja.
Halldór Sigurðsson, 24.11.2007 kl. 21:39
Viltu aðeins koma með dæmi Halldór, ég veit reyndar að of mörgum finnst dómar vera of vægir, enda benda rannsóknir til þess að fólki finnist svo vera. Eins og með nauðganir, þá eru dómar þar aðeins örstuttir miðað við hvað þeir mega vera langir. Held að þakið í þeim dómum séu 16 ár, en menn sitja ekki lengur inni en í mesta lagi eitt og hálft ár.
Inga Lára Helgadóttir, 24.11.2007 kl. 22:23
Er þá fylgni með fjöldun rána eftir að kennsla í afbrotafræði byrjaði í HÍ, & eru prófessorar að hafna vandanum, með því að segja nemöndum sínum ósatt.
Allt hjal um að dómar séu of vægir á íslandi & dómarar fari ekki að lögum er mér hjóm eitt, hjal sem að eyrun varla nenna að nema lengur. Þetta er eitthvað sem að misupplögðu fólki sem ekkert um þessa hluti veit, hefur gaman að hjala um í sjálfskipaðri réttsýnis hefnigirni sinni, a la DV...
S.
Steingrímur Helgason, 25.11.2007 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning