29.11.2007 | 22:49
Gekk alveg fram af mér :(
Á vefnum 69.is er fjallað um fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur í Vinstri grænum til heilbrigðisráðherrans í Sjálfstæðisflokki.
Ég get ekki leynt vonbrigðum mínum yfir henni, hún sem hefur oft á tíðum verið svo ágæt, fór að koma með fyrirspurn um það hvort að væri ekki kominn tími til að hætta að láta drengi á fæðingardeildum í blá föt og stúlkur í bleik. Ég veit ekki hvað ykkur finnst, en mér fannst þetta ekki rétt, ég verð ekki sátt ef að þessu verður breytt frá því sem það er í dag
Ætlar Kolbrún líka að fara í Next, Exit, Adams, Baby Sam, Ólavíu og Óliver og spurja hvort að þau séu tilbúin að koma með föt í hlutlausum litum ? Mér finnst þetta svo ömulegt mál að ég á ekki til orð
Kolbrún hefur barist fyrir mörgu sem ég hef stutt hana með (í huganum, ég hef ekki atkvæðarétt á þingi), en ef þetta er raunverulegt hjá henni, þá stendur mér ekki á sama. Góður stjórnmálamaður á að nota það sem hún hefur í að sinna því sem virkilega þarf að sinna, ekki að vesenast í litum þeim sem börn eru klædd í á fæðingardeild.
Ég vil kvetja menn í að berjast núna fyrir réttindum sínum, þeir skulu:
1) fá tæknina af stað til að geta gengið með börn, annað er ósanngjarnt og frekja í konunum.
2) þeir skulu strax fá jafnlangt fæðingarorlof og konur.
3) þeir skulu fá að nota förðunarvörur (varaliti, augnskugga ogfl.) eins og konur án þess að vera titlaðir sem gay.
4) það er ósanngjarnt og mikil óréttindi að fá ekki að vera svona náttúrulegur að fá að vera á blæðingum einu sinni í mánuði.
5) mjög lélegt að fá ekki að bindast nýfæddu barni eins og kona sem er með það á brjósti
6) stuðla ætti að því að börn segja ekki mamma á undan pabbi eins og þau gera svo oft.
Þetta var smá öfgakennt djók hjá mér þessi 6 atriði, en hvar í anskotanum á þetta að enda ? við kynin erum ekki eins og af hverju í anskotanum er ekki hægt að sætta sig við það ?
Kveðja,
Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég á vísa leið til vinsælda í tískupólitíkinni í dag. Af öllum mínum shystrum þá er ég mesta 'femínyzdabeljan' & þær eru þrisvar sinnum meiri karlremba en ég ná nokkurn tíman von á að ná....
Húrra !!!
Steingrímur Helgason, 29.11.2007 kl. 23:20
Hvet þig og þínar skoðanasystur til að stofna nýja femínistahreyfingu sem byggir á frjálslyndum (liberal) femínisma. Þessir femínistar sem hæst láta eru svo kallaðir róttækir (radikal) femínistar sem hafa komið hryllilegu óorði á femínistahreyfinguna.
GeirR, 29.11.2007 kl. 23:27
Þetta var nú alveg magnað blogg hjá þér varðandi Kolbrúnu, styð þetta alveg sem þú sagðir, meina sumt er alveg út í hróa og þá sérstaklega þetta með blessuð börnin að blanda þeim í eitthvað kynjamisrétti eða svona bull
Hef ég nú sjálfur unnið á geðsviði í 5 ár og þá á 32C og það var mikill skóli fyrir mig, vildi bara deila því með þér, ég á eftir að lesa blogg þitt oftar
Hinrik Elvar Finnsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:49
Ég er sammála þér. Þetta mál sem Kolbrún er að koma með er rugl. Hún verður að sætta sig við að konur og karlar eru ekki eins. Ef þetta sé það mikilvægasta sem alþingi eigi að vinna að núna þá er hún að sanna það að hún á ekkert heima þarna lengur.
kv
Þórður Ingi
Þórður Ingi Bjarnason, 30.11.2007 kl. 08:23
Takk fyrir kommentin allir, gott að sjá að fleiri séu á því máli að þetta sé ekki aðal baráttumál okkar íslendinga...... og sé jafnvel mál sem á ekki einu sinni að hugsa sem eitthvað "mál". Einhvernveginn átti ég vona á því að einhverjir hér mundu nú ekki taka þessum fyrirspurnum hennar mjög alvarlega, sem betur fer
Steini minn, ég veit alveg að þú ert enginn feministi þó að þú viljir kalla þig það hér, en þar sem þú ert greindur, gáfaður (eins og ég) og ég tala nú ekki um að þú ert eins náskyldur mér og hægt er að vera, að það er nógu mikil skýring á því að ekki sé hægt að kalla þig feminista
Mér finnst gaman að fá komment frá þér Hinrik um að þú hafir unnið á spítalanum, þetta er jú mikil og góð reynsla og þetta er starf sem ég hef einmitt mikinn áhuga fyrir og hef gaman af. Í tengslum við spítalann er nú ýmislegt sem að Kolbrún mætti nú frekar reyna að berjast fyrir heldur en þetta óþarfa mál.
Geir og Þórður, þetta er algert rugl, það mætti jú stofna eitthvað einskonar jafnréttisfélag, en ekki feministafélag og Kolbrún á ekki heima þarna lengur. Ég er ekki á því að manneskja eigi að vera háttlaunuð frá ríkinu og vera að berjast fyrir einhverjum litum á fötum á fæðingadeild. Ég er búin að bera þetta undir við nokkra sem að ég hef spjallað við og það er bara hlegið af þessu. En þetta skiptir máli því að heilt þingsæti fer í þessa vitleysu.
Ég vil ekki vera eins og karlmaður eða sett undir sama "hatt" og karlar, ég er kvenmaður, ánægð með það og er þokkalega sátt við það sem ég er að gera ég geng mjög oft í bleiku og mun gera það áfram, en ég færi ekki að klæða lítinn son minn í bleikt, það er eitt sem víst er. Þarna eru fyrir mér og fleirum ákveðin mörk og ég mun halda því áfram að aðskilja þetta svona þar sem það hefur ekki truflað tilvist mína á nokkurn hátt
En ég vil ekki að karlar fái hærri laun en konur fyrir sömu verkefni, það er annað mál. Það má ekki ofmeta og vanmeta. Konur eiga að fá að taka þátt í kosningum eins og karlar, þær eiga að hafa sömu tækifæri á vinnumarkaði, en þegar þetta er komið út í bullshit, þá tek ég ekki þátt í baráttunni með þessum róttæku feministum lengur !!!!!!
Kveðja til ykkar allra,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 30.11.2007 kl. 10:26
Ég hef nú ekki haft mikið álit á Kolbrúnu H. frekar en VG yfirleitt bara. Það er þá líklega næst að tala um fólk sem það til að kynjafnrétti sé eða allavega ekki kynjamismunun eða - já.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.11.2007 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning