1.12.2007 | 19:55
Félagi minn,.....
sagði mér frá leiðinlegum atburði sem kom upp á hjá honum í gærnótt. Hann var á gangi niður Laugarveginn ásamt félaga sínum. Þeir tóku þá ákvörðun að setjast niður á miðri leið, þeir gerðu það og voru að spjalla þar saman þegar lögregluþjónn gengur til þeirra og segir "Viljið þið drulla ykkur í burtu".
Þeir voru mjög hissa báðir tveir, þeir vissu ekki hvort að lögregluþjónninn væri að meina þetta eða ekki, en spurðu hversvegna þeir ættu að fara ? hvort að væri einhver ástæða fyrir því að þeir mættu ekki tylla sér.
Lögreglumaðurinn tekur vin minn taki, snýr honum á handlegg og skellur utan í lögreglubílinn.
Félagi minn var svo hissa á þessu, lögregluþjónninn snéri honum svo illa að hann er meiddur á öxl. Hann óskaði eftir að fá að vita lögreglunúmer viðkomandi lögregluþjóns til að tilkynna þetta, en lögregluþjónninn neitaði að gefa honum númerið.
-------
Frekar fúlt að heyra af svona, reyndar hef ég nú sjálf orðið vitni af því þegar lögreglan tekur illa á fólki, sem á það ekki skilið. Núna stunda ég ekki miðbæinn og er rólyndismanneskja, en hef nú séð lögregluna beita óþverrabrögðum.
En mér þótti þetta leiðinlegt, sérstaklega þar sem ég þekki sjálf nokkra lögregluþjóna sem eru alveg æðislegir, reyndar eru þær allar konur og eru mjög mannúðlegar og fínar.
Um daginn lenti ég í árekstri og mætti lögregla á staðinn, hann var svo góður sá að mér leið ekki eins illa þegar ég fór í burtu........ þar gerði sá mjög góða hluti.
En að beita félaga minn þannig ofbeldi að hann meiddist, vera með mjög mikinn dónaskap við hann og reka hann af ástæðulausu í burtu.... svoleiðis maður á ekki að vera í starfi innan lögreglunnar
Jæja, vildi deila þessu með ykkur,
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir lögregluþjónar eru ekki hæfir í starfi. Ég þekki marga lögreglumenn gegnum mína fyrr vinnu og eru þeir allir fínir. En ég lenti í því fyrir nokkrum árum að keyra upp í Breiðholti og var stoppaður i tékk sem var gott mál. Ég var spurður hvort ég væri búinn að vera drekka ég neitaði því og sagði þeim að ég drykki ekki. Þeir voru nú ekki ánægðir með þetta svar og rifu upp hjá mér urðina drógu mig út og mér var hent inn í lögreglu bíl. Vinir mínir sem voru með mér vissu ekki hvað var um að vera. Ég var látinn blása í mæli og þá kom skelfilegur svipur á lögreglumennina þegar þeir sáu að það var í fínu lagi með mig. og þeir voru mjög skömustuleigir þegar þeir sögðu að ég mætti fara. Ég fór beinustu leið inn á lögreglustöð og lagði fram kæru á þessa lögreglumenn og þar frétti ég að þetta var ekki eina kæran sem þeir höfðu fengið og var þeim vísað úr lögreglunni stuttu seinna þar sem margar kærur voru komnar þá. En sem betur fer eru flestir góðir lögreglumenn.
Þórður Ingi Bjarnason, 1.12.2007 kl. 21:29
Heyrðu Inga ég kann eina svona frá því í denn, líklega áður en þú fæddist
Það var þegar Rúnturinn var og hét, við s´tum í okkar fjallajeppa á Hallæriplaninu (Halló) og spjölluðum við vina fólk okkar sem hafði lagt við hliðina á okkur, það hafði verið kvartað svolítið í einhvern tíma yfir hávaða á svæðinu bílflauti og sollis, held þó að þetta hafi verið pólitísk ákvörðun og þessi Rúntur skyldi aflaggður, sem sagt lögreglan var farin að venja komu sína á svæðið og skipa liðinu að leggja ekki á planinu eða öllu heldur plönunum því að planið á móti var líka notað þó lítið væri, hvað með það svo eitt kvöldið sem sagt þar sem við vorum á pjalli kom lögreglumaður upp að bíl vinafólksins og saggði sí sona komið ykkur burtu vinkona okkar hváði við þá sagði löggimann drulliði ykkur burt af planinu, ég spurð hann þá hvað hann hafi sagt hann snéri sér að mér og saggði ,, drullaðu þér burtu,, ég spurði hann hvort hann kynni ekki mannasiði þá saggði hann ,,ætlraðu að drulla þér burt af planinu,, nei saggði ég og drap á bílnum þá fór hann og hjálpaði félaga sínum að klára að "reka af planinu" svo komu þeir og félaginn sem var ögn eldri bauð gott kvöld og spurði mig hvort einhver meinbaugur væri á því að við færum af planinu nú ég svaraði því til að svo væri ekki þegar ég væri beðinn svona kurteysislega um það og setti í gang og bakkaði um leið og ég sagði þetta og bætti því við ,,enn ekki eins og félagi þinn sem kom bara og saggði mér að drulla mér í burtu,, þá saggði haan ég sagði það aldrei nú þá saggði ég þú sagðir það nú bara víst þá saggði hann nei ég sagði það aldrei nú þá drap ég á aftur þá bað sá gammli um ökuskírteini mitt sem lá á stokk á milli frasætanna ég saggði hann ekkert með það hafa að gera en konunni leyst ekkert orðið á þetta og rétti kalli það, þetta tók þó nokkrun tíma sem endað með að sá yngri baðst afsökunnar og við tókumst í hendur, en það var ýmislegt búið að segja á báða bóga.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 2.12.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning