Held að ætti að gera þetta víðar

Ég hef svo oft spáð í það, að ekki bara á götunum sem eru auðvitað stórhættulegar vegna þeirra sem stunda hraðakstur, að hvað með þá sem keyra of hratt á bílastæðum ? Woundering

Mér finnst alveg ótrúlega margir leyfa sér að keyra allt of hratt á bílastæðunum. Hefur oft komið fyrir að kemur einskonar blindhorn og fullorðið fólk og börn eru á gangi um bílastæði, svo kemur bíll bara á hörkuhraða á bílastæðinu.

Hef lent í því nokkrum sinnum að vera brugðið við að bílstjóri keyrir of hratt inn á bílastæði, ætti aðeins að huga að þessu líka !!!!

En æðislegt eftir því sem hraðahindrunum fjölgar að þá bara skemma þeir bílana sína sem þurfa að keyra of hratt og mér finnst það allt í lagi.

Kveðja,

Inga Lára HelgadóttirKissing


mbl.is Hraðahindranir settar upp á Vesturgötu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mér er sagt að menn sprauti glæru lakki yfir bílnúmerin til að þau sjáist ekki í mynd!!Mjög einbeittur brotavilji þar á ferð. Ökufantar alls staðar

Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2007 kl. 02:47

2 identicon

þú ert fáviti og lítur bara á þína hlið á málinu

Axel Már Arnarsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 02:48

3 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Það er greinilegt að Axel Már Arnarsson sé einhversskonar ökuníðingur þar sem hann er búinn að flakka um bloggsíður sem tengjast þessu máli og segja fólki sem gagnrýnir hraðakstur að þeir séu fávitar, meðal annars í mínu tilfelli. Þetta er einmitt það vandamál sem ég var að ræða um í mínum pistli, fólk áttar sig ekki á því að hraðakstur á Íslandi er stórhættulegur. Margir einmitt benda á afhverju getur þetta ekki verið eins og í Þýskalandi þar sem fólk ekur á flestum svæðum án hraðatakmarkanna. Munurinn á okkur og Þjóðverjum er fyrsta lagi að götur okkar ráða ekki við hraðakstur eins og þýsku Autobahn og í örðu lagi erum við Íslendingar því miður verri bílstjórar. Ég vona að fólk eins og Axel áttar sig á því að hraðakstur drepur áður en það verður of seint.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 6.12.2007 kl. 04:06

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Axel er greinilega að viðurkenna á sig umferðalagabrot.  Hann er kannski sem lögreglan leitar af á bilnum sem huldi númerið og gaf löggæslumyndavél puttann.

Þessi hraðakstur í hverfum eru óþolandi það verður að gera eitthvað til að ekki fleiri stórslys í íbúðarhverfum.  Svo þarf að herða refsingu meira við hraðakstri.  Eins og þessi sem var tekin í nótt á 212 km hraða hann´ætti ekki að fá prófið aftur.  Svona menn hafa ekkert með bíl prófa að gera.

Þórður Ingi Bjarnason, 6.12.2007 kl. 07:33

5 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Hæ hæ öll hér að ofan

Takk fyrir kommentin þið sem hafið eitthvað að segja, en eins og með Arnar, þá finnst mér hann nú koma með meiri lýsingu á sér heldur en bara að vera ökuníðingur, mér finnst hann svara hér eins og hann sér gjörsamlega heimskur sem hann væntanlega er. Einstaklingur sem er með hraðaakstri, hann er að mínu mati ekki í lagi og datt mér nú í hug að benda lögreglunni á bloggið hans, finna út hver hann er og láta fylgjast með honum

En að mínu mati er þetta orðið mikið vandamál, börn sérstaklega sem eiga erfiðara með að átta sig á hættunum eru að mínu mati í dag í mikilli hættu !!!

Kveðja til ykkar allra,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 13:16

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Um kvað eru þið að tala þessir menn sem stunda harðaskur eru ennþá að biðja um brautir til þessa!!!,auðviðað eiga allir að keyra samkvæmt umferðalögum!!! en þessar hraðahindarinnar eru bölvaðar og skemma bila meira og minna/Lögregla á að vera sýnilegri og mæla hraða þarna i ábúðarhverfum,og svo eiga börn ekki að vera að leik á götunum alls ekki/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.12.2007 kl. 13:41

7 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hraðahindranir geta verið slæmar en það er hægt að gera þær þannig að þær fara ekki illa með bíla nema þá bíla sem keyra of hratt yfir þær og er það í fínu lagi að þeir bílar skemmist aðeins.  Lögreglan á líka að vera sýnileg og eru þeir farnir að vera meira sýnilegri en þeir voru.  

Þórður Ingi Bjarnason, 6.12.2007 kl. 13:51

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Jú ég tek undir þessi MJÖG GÓÐU orð Lögreglan á að vera mun sýnilegri og vera meira að mæla hraða og annað slíkt.

Auðvitað eiga börn alls ekki að leika sér á götum, en stundum eins og bara þegar ég er að fara yfir bílastæði og í verslun eða bara í heimsóknir eða annað slíkt, svo kemur allt í einu einn fyrir hornið á alveg gríðarlegum hraða og mér dauðbregður.

En það ætti að auka eftirlit lögreglunnar mun meira og hun ætti að vera meira sýnileg eins og þú Haraldur segir. Þegar ég keyri hér ákveðna götu í RVK þar sem hámarkshraði er 50, ég keyri þessa götu allavega tvisvar á dag og hún er löng, en þá verð ég alltaf vör við mjög mikinn hraðaakstur og aldrei séð neinn tekinn fyrir slíkt á þeim stað Ég er að tala um að ég sjálf er þá á svona 50-51-52 eða 53 km/klst, en sá sem keyrir framhjá mér, hann er langt á undan mér þegar hann er rétt búinn að taka fram úr, hann er kannski á svona 70 eða 80. Þetta er langt frá þvi að vera í lagi.

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 15:05

9 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég var einu sinni vitni af því þegar ég var á rútunni og var að hleypa fólki út á enni stoppistöð sem stendur við hlið grunnskóla en þá tók bíll fram úr mér á gangbraut og við gatnamót,  Í umferðalögum er þetta bannað.  Ég tók upp síman og tilkynnti þetta til lögreglunar því þar sem mér fannst gróflegast í þessu að þessi bíll var merktur lögreglubíll sem var að fylgjast með umferð kringum skólann.  Í þessu tilfelli var hún sýnileg en ekki til fyrirmyndar. 

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 6.12.2007 kl. 15:18

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég votta það & staðfesti að þessi shysta mín er það löghlýðin með hraða í umferðinni að fimmti gírinn er ekki einu sinni notaður ~spari~.

Steingrímur Helgason, 6.12.2007 kl. 23:49

11 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já, hann bróðir minn getur vottað það hér að ég er ekki beint nein kappaksturskelling á Sæbrautinni takk fyrir þetta Steini minn

En þetta sem þú segir Þórður Ingi, þetta er hræðilegt, það eru greinilega nokkur þess dæmi sem lögregla er alls ekki að standa sína plikt því miður, því að lögreglumenn eru þeir sem við eigum að treysta á !!!

Kveðja,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 6.12.2007 kl. 23:57

12 Smámynd: Ásgerður

Já, það mætti setja hraðahindranir á fleiri götur, ekki spurning, og mér finnst líka allt í lagi að þær skemmi þá bíla sem keyra og hratt.

Fólk hefur alltaf val, um það hvort það vill keyra á löglegum hraða og finna varla fyrir hindrununum, eða keyra yfir löglegan hraða og brjóta jafnvel eitthvað í bílnum við höggið. 

Ásgerður , 7.12.2007 kl. 09:59

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Axel talar eins og hann hafi stundað rannsóknir á hve mikið vit þú hefur Inga og hefur komist að þeirri niðurstöðu að þú sér bara með helming, væntanlega þess sem þú hefðir annars getað verið með hefðirðu verið ögn þolinmóðari þegar vitunum var dreyft nema þau hafi bara verið búin þarna, það er líka möguleiki að Axel miði við sítt vit og er það mun líklegra, en þá er bara spurning við hvern hann miðar sig svo, sem er þó ekki meira en svo að hann heldur ekki áfram umræðunum hér nema hann hafi talið að þér væri hvort eð er ekki viðbjargandi .

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.12.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband