Bíddu :( er ekki allt í lagi ? lásuð þið þessa frétt ?

Mér finnst þetta nú frekar ömulegt og vona að við tökum ekki upp á þessu hér. Ég meina við erum að tala um að þarna í Afríku ríkir veruleg fátækt, fátækt sem við höfum aldrei þurft að kynnast og getum ekki sett okkar í þeirra spor að neinu leiti...... fólk er að bjarga lífi sínu og barna sinna og þau fá svona viðbrögð WounderingCryingDevil

Ég færi nú ekki einu sinni í ferð til Danmerkur eftir svona lagað! Má vera að þeir telji sig meina vel með þessu, en ég tel þá ekki horfa í aðstæður og örvæntingu þeirra sem málið fjallar um.

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Geitagjafir gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hvað er að dönum.  Það ætti frekar að styrkja þá í söfnun heldur en að gagnrýna svona lagað. 

Sonur minn sem er 7 ára bíður eftir því að komast til Hjálpastofnun kirkjunnar og gefa pening sem hann er búinn að vera að safna allt árið fyrir fátæka í Afríku. Ef við getum eigum við að aðtoða þessar þjóðir sem eiga erfitt.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.12.2007 kl. 10:29

2 Smámynd: Ásgerður

Þetta er nú bara einhver smá hópur sem gefur út þessa yfirlýsingu, held nú að almúginn í Danaveldi láti þetta ekki stoppa sig í að styrkja, eins og venjulega.

Auðvitað eigum við að styrkja,,,ekki spurning, og börnin hafa sérstaklega gott af að "fá" að gefa, því þau læra svo mikið á því.

Ásgerður , 10.12.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Alls ekki misskilja mig, ég er ekki að meina að hver og einn dani berjist á móti þessu enda væri ekki verið að gagnrýna þá Dani sem eru að kaupa þetta nema margir þeirra væru með gott .

En að einhver skuli sjá sér ástæðu til að koma með mótmæli við svona, það finnst mér vera mjög dapurlegt. Ef við værum í sömu stöðu og margir þeir sem búa í Afríku (sumir þar í öðrum landshluta búa reyndar við allsnægtir), þá mundum við líka gera slíkt hið sama ...... gera allt til að halda í okkur og okkar fólki lífinu.

Takk fyrir kommentin öll, og ég vona Þórður Ingi að hafi gengið vel hjá syni þínum að safna. Ég gaf sjálf allt -tilbaka klinkið- mitt um daginn þegar bankað var upp á og við beðin um pening. Ekki til að friða samviskuna, heldur til að vera með, við erum öll saman í svo stóru samfélagi

Inga Lára Helgadóttir, 10.12.2007 kl. 11:04

4 identicon

Jamm, maður hefði haldið að það væri í það minnsta betra að gefa svona heldur en ekki neitt. En það eru ekki allir á því, mæli með eftirfarandi lesningu: http://www.spiegel.de/international/spiegel/0,1518,363663,00.html

Hagfræðingur frá Kenýa að biðla til vesturlanda að hætta að styrkja Afríku. Hann heldur því fram að það geri bara illt verra, og sé jafnvel hluti ástæðu þess hversu lítil þróun hefur orðið í Afríku seinustu áratugi. 

Sigurður Ægir Jónsson (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Nú er mér spurn. Hver fær asnann? Er hann gefinn þorpi, eða e.t.v einni ákveðinni fjölskyldu? Hvers eiga þá fjölskyldurnar sem fá ekki asna að gjalda? Vissulega getur vatnspumpa komið öllum til góða (svo lengi sem hún er ekki einkavædd), en ég get ekki séð annað en að ef verið er að taka út ákveðnar fjölskyldur í samfélaginu og segja "þú færð asna", hvað þá með hina sem fá ekki asna? Slík "þróunaraðstoð" getur rifið upp samfélagsbindingu í viðkomandi samfélagi og því gert meiri skaða en ef ekkert hefði verið gert.

Það er ekkert að því að gagnrýna form þróunaraðstoðar. Það þýðir ekki endileg að menn sem slíkt gera séu endilega "voðalega vondir og leiðinlegir menn".

Guðmundur Auðunsson, 10.12.2007 kl. 14:00

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

það má alveg deila um hver fær asna.... málið er að heill hellingur af söfnunum og hjálparstörfum eru einnig í gangi, en það hefur líka oft verið spurning um það hve mikið af því fé fer í rauninni til þeirra sem þurfa. Hvort að féð skili sér raunverulega til þeirra sem ætlast er til að fái féð.

og eins Jón Grétar, þá finnst mér eðlilegt að fólk reyni að gera sitt og búi eitthvað til til að selja. Það er okkar að velja um hvort við viljum taka við því eða ekki.... en mér finnst rangt að hvetja fólk til að gera það ekki.

Kveðja til ykkar,

Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 10.12.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband