16.12.2007 | 18:31
Hvað er með þetta jólastress ?
Við vorum nokkur í vinnunni í dag að tala um þetta jólastress, sem sumir fá rækilega að finna fyrir rétt fyrir jólin. Umræðan hófst vegna skrifa í blöðunum, þar sem sáfræðingar og ráðgjafar voru að koma með ráðleggingar varðandi jólastress.
Ég veit ekki, ....... ég er jú búin að vera í próflestri og tek mitt síðasta próf á fimmtudaginn næsta loksins loksins en ég veit ekki,....... ég er svo mikið jólabarn, ég hef svo gaman af því að gera fínt hjá mér og skreyta (bjó meira að segja til aðventukrans) og svo að dúlla mér hér heima fyrir, pakka inn gjöfum sem ég hef keyft og svona. Ég reyndar hef jú fundið fyrir því eins og í fyrra, þegar ég var búin með skólann 22. des, var að kaupa jólagjafir fyrir mig og aðra og var alveg á haus, en rosalega naut ég jólanna
Upplifir þú kæri bloggvinur jólastress ? langar bara að vita hvort að þetta sé eins mikið mál og verið er að tala um, því ég veit ekki um marga sem eru eitthvað jólastressaðir ?
Kveðja,
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1820
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jólastressið er það sem við búum okkur til sjálf held ég. Um að gera að draga djúpt andann og ráða ferðinni sjálf það er ég búin að læra.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.12.2007 kl. 18:52
Jólastress er ekki til hjá mér ég er búinn að öllu og nú er bara beðið eftir jólunum.
Þórður Ingi Bjarnason, 16.12.2007 kl. 19:47
Ekkert jólastress hér. Allt að verða klárt. Þetta allt er svo teygjanlegt. Tek það bara rólega.
Steinunn Þórisdóttir, 16.12.2007 kl. 23:02
Ég er sammála Þórdísi ég held að við búum það til sjálf, enn ég er á því að jólastúss sé hið besta mál skreyta og sonna, en ég sé ekki ástæðu til að fara í gengdarlaus innkaup og "dressa" húsið upp, það ku víst ekki vera nóg lengur að dressa sig og fjölskylduna upp nei nú þarf að skipta um innréttingar fyrir jólin og að gefa nánum ættingjum og vinum gjafir er bara hið besta mál líka enn það þarf samt sem áður ekki ganga frá efnahagslífinu og haga sé eins og verslanir loki eftir jól, kaupmenn hlægja af okkur og útlendingar líka reyndar, það fer að verða hægt að selja ferðir til Íslands fyrir jólin bara til að fylgjast með þessari geðbilun.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.12.2007 kl. 00:16
Hmm, jól ?
Aftur ?
Var ekki svoleiðis í fyrra líka ?
Steingrímur Helgason, 17.12.2007 kl. 00:18
Það er nú það,verð að viðurkenna að þetta gerist hjá okkur flestum/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 17.12.2007 kl. 00:19
Sammála Högna. Jólastúss er skemmtilegt Jólastress leiðinlegt...
Einu skiptin sem ég finn fyrir jólastressi er þegar ég er endalaust að lesa einhverjar greinar um hvað margir verði nú stressaðir fyrir jólin... þá finnst mér alveg eins og ég sé að missa af einhverju og hljóta að eiga að vera rosalega stressuð og gera margt og mikið... en ég bara man ekki hvað það er. Það eina sem ég geri til að undarbúa jólin er nefnilega eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að stússa í - hinu bara sleppi ég...
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 17:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning