NÆTURVAKTIN

Við maðurinn minn fengum Næturvaktina í jólagjöf frá litlu systir hans og bróður. Þetta voru þættir sem ég hafði aldrei nennt að horfa á. Ég er reyndar ekki sjálf með Stöð 2, en er stundum að vinna á spítalanum á sunnudagskvöldum og hef ekki verið ýkja spennt að horfa á þáttinn.

Við byrjuðum að horfa á þáttaröðina núna fyrir þremur kvöldum síðan, ætluðum að horfa á ca. 2 þætti á kvöldi en kláruðum í gærkvöldiFrown, þvílíkir snilldarþættir að okkur fannst, við bara gátum ekki beðið með að horfa á næstu þættina sem komu á eftir.LoL

Mér fannst þættirnir alveg ótrúlega skemmtilegir og fyndnir, þó að mig hafi langað stundum að taka Hr. Bjarnfreðarson (Jón Gnarr) og hrissta hann til alveg rækilega, en við hlógum af þessum aulahúmor og ætlum sko að horfa á þáttaröðina afturGrin Svo vil ég líka segja að mér fannst þeir allir þrír og aðrir sem komu fram í þættinum leika alveg ótrúlega vel og fara með sín hlutverk af hreinni snilld.... Wink Leikarar þáttarins eiga sko allir skilið mikið hrós að mér finnst. HREIN BRJÁLUÐ SNILLD !!!!!!!!!

Jæja, langaði bara að deila þessu með ykkur, en hafið gott kæru lesendur,

Inga Lára 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegir þættirnir.Sá í "höfundur"að þú vinnur á 33a.Ég bið fyrir kveðju til Elínar ritara og Elínar Hrefnu.Þær eru yndislegar manneskjur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 19:49

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta eru frábærir þættir.  Ég er búinn að horfa á þá tvisvar og það er alltaf hægt að hlæja af þessari vitleysu.  Það verður gaman að sjá næstu syrpu mér skilst að þá eigi það að vera dagvaktin. 

Eigum við að ræða það eitthvað.

Þórður Ingi Bjarnason, 4.1.2008 kl. 19:49

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Tóldjúsó.

Steingrímur Helgason, 4.1.2008 kl. 20:00

4 Smámynd: Gísli Hjálmar

Aldrei að vita nema maður kíki á þessa þætti það eru allir að segja hversu frábærir þeir eru.

Kv, Tengdó

Gísli Hjálmar , 4.1.2008 kl. 23:10

5 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Hef ekki séð þá,þótt ég sé með stöð2, Jón Gnarr hefur mér ætíð þótt afskaplega óyndisleg persóna, og eftir því sem ég hef heyrt á fólki sem hefur fylgst með þessu, þá held ég að hann hafi ekki þurft að leika neitt, hann er svona. Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 4.1.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Ásgerður

Algjörlega sammála, þessir þættir eru snilld. Var einmitt að horfa á þá um jólin.

Ari Guðmar: Ég er algjörlega ósammála þér um Jón Gnarr, hann er frábær karakter og einn af okkar bestu leikurum.

Ásgerður , 5.1.2008 kl. 10:14

7 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Já þetta eru frábærir þættir. Ég er sammála Ara. Mér hefur alltaf þótt Jón Gnarr leiðinlegur, en hann passar mjög vel inn í þetta hlutverk og fer vel með það.

Steinunn Þórisdóttir, 5.1.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband