Ekki mikið grín

ég get ekki sagt annað en það kemur mér ekki á óvart þegar svona slys eiga sér stað. Ég er búin eins og allir aðrir eflaust að sjá of mörg börn og of marga unglinga eftirlitslausa með sprengjur og mér finnst oft eins og almenningur geri sér ekki grein fyrir hættunni á bak við sprengjuefni Woundering

Forvarnarþættir eins og voru sýndir á gamlársdag hafa held ég lítið að segja og því miður finnst mér oft ekki hægt að segja að um slys sé að ræða, þar sem foreldrar vita oft ekki hvað börnin eru að gera.

Eflaust eru hér lesendur sem finnst ég algjört fífl að skrifa svona, en málið er að þetta eru stórhættulegt dót sem við erum að nota í kringum áramót, en samt eru þetta einhverjir litlir guttar oft á tíðum sem eru að leika sér að þessu Frown

Mér þætti fúlt ef að ætti að taka af almenningi að mega sprengja upp og aðeins ákveðnir aðilar héldu uppi fyrir okkur ljósashowinu, en mér finndist allt í lagi að setja á það aldurstakmark eða annað slíkt..... hvernig var um daginn þegar ég var að versla nokkur stykki, svo voru litlir guttar inni í flugeldasölunni, því næst fer ég inn í sjoppuna sem var þarna næstum við hliðina. Þegar ég kem út þurfti ég að biðja þessa litlu stráka að hætta rétt á meðan ég væri að koma mér út í bíl, þeir gerðu það.

Ég hef líka oft séð börn vera að henda þeim svona "kvellum" til að bregða fólki, en hvenar munu verða "slys" ? Þetta eru einfaldlega ekki slys, heldur er verið að leika með hluti á ónærgætinn hátt, semsagt hluti sem geta skapað mikið tjón á fólki !!!!!

þetta er bara mín skoðun og mér misbíður alveg að sjá "litlu börnin" ein að leika sér.....

Kveðja til ykkar allra og hafið það gott á nýju ári SmileKissing

Inga Lára Helgadóttir 


mbl.is Óhapp við þrettándabrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get sagt þér það sem starfsmaður í flugeldasölu í nokkur ár að aldurstakmörk eru til staðar.Þ

Það sem vantar hins vegar er að menn sem reka þessa staði fari eftir þeim og þá á ég aðallega við þá einkaaðila sem sem að selja skotelda en reyndar eru svartir sauðir allstaðar.

Sverrir (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég er sammála þér Inga Lára.  Ég veit að Björgunarsveitirnar virða aldursmörk ég hef sjálfur verið í björgunarsveit.  Einkaaðilar hugsa um að selja sem mest og spá ekki eins mikið í aldur.

Ég lenti í því eitt sinn í blokkinni sem íbúðin mín er í Hafnarfirði þá voru 14 ára strákar að bregða fólki með að sprengja Kínverja og fleiri sprengjur og henda inn í sitkagang.  Ég var formaður í blokkinni á þessum tíma og hringdi á lögreglu og bað þá að koma og stoppa þetta áður en slys eða bruni muni hljótast af.  Svarið sem ég fékk frá lögreglu var að "Ef við eigum að svara öllum svoan útköllum gerðum við ekki annað svo við höfum tekið ákvörðun að sinna ekki svoan útköllum."   Ég var ekki sáttur við svona svör og bað hann að spila upptöku af þessu samtali og setja það í skýrslu ef útkall yrði vegna skotleda við þessa blokk þá um kvöldið.  Að lögrelga vilji ekki taka á málum þegar er verið að skjóta flugeldum inn í stigaganga finnst mér ekki gott.  Þeir koma sennilega ekki í útköll nema slys hafi orðið ekki má fyrirbyggja slys. 

Þórður Ingi Bjarnason, 7.1.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sextán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband