Ekki öll vitleysan eins...

Ég las þessa frétt og þegar ég las byrjunina, þá hélt ég að væri einhver villa í fyrirsögninni, en svo kom í ljós þegar ég las lengra að ætti að hækka komugjöld fyrir öryrkja vegna læknisþjónustu og heilsugæslu Woundering Er eitthvað að ? ég get ekki annað sagt en að ég skammast mín fyrir að hér áður mótmælti ég því þegar verið var að tala um að brátt yrði það þannig að aðeins þeir efnameiri kæmust áfram í okkar samfélagi......... þetta er góður grunnur að því Frown

Alltaf eru að koma fleiri atriði sem mér alls ekki líst á í okkar semfélagi, eða eru alveg á móti mínum skoðunum, það er þegar verið er að gera illa við þá sem hafa alls ekki nógu gott, ég meina það.... að hækka gjaldið til öryrkjanna Angry

Langar að skrifa ansi mikið meira hér, en ætla ekki að skrifa meira, meðan ég er svolítið reið Blush

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Mótmælir hækkun komugjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var ekki bara hækkuð komugjöld hjá öryrkjum, heldur líka hjá öldruðum (sem oftast þurfa mest á læknisþjónustu að halda).

Og þetta er gert í tíð ríkisstjórnar sem kallar sig "framsækna velferðar- og jafnaðarstjórn"

Guðmundur Hinrik Þorleifsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 15:08

2 Smámynd: Steinunn Þórisdóttir

Sjá ekki allir á hvað stefnan er tekin? Einkavæðingu. Þeir sem efnameiri eru og geta bjargað sér, komast áfram, hinir ekki. Þetta er á svo mörgum sviðum í þjóðfélaginu.

Steinunn Þórisdóttir, 8.1.2008 kl. 15:16

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þeir vita hvar þeir eiga að lækka gjöld lækka á þeim sem þurfa minnst á þjónustuna að halda en hækka hjá þeim hópum sem eiga líf sitt undir heilsugæslustöðvum.  Þetta er enn eitt ruglið sem ríkisstjórinn er að gera. Hvert er þetta þjóðfélag að fara.

Þórður Ingi Bjarnason, 8.1.2008 kl. 15:31

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já, ég sé að margir hér eru á sama máli og þykir mér vænt um að sjá hve samstíga við erum.

En í stað þess að fara í burtu, væri þá ekki bara hægt að fá alla þá sem eru óánægðir til að mótmæla hástöfum.... ÉG SKAL MÆTA !!!!

Kveðja,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 8.1.2008 kl. 20:19

5 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

ég held að þetta sé einmitt eitt skrefið enn í því að þetta verður allt einkavætt á endanum, ástandið verður skelfilegt eftir nokkur ár, enginn nema bónus&brim sem hafa efni á að verða lasnir. Ég þurfti að fara á læknavaktina tveimur dögum fyrir jól og borgaði 1750 kr og fannst það nóg. Þurfti að fara aftur sl.laugardag og borgaði þá 2200 kr ... já hækkaði sko um áramótin sagði afgreiðslukonan ... en svo er bara málið, verður þetta eins og með allt annað í þessu þjóðfélagi, ætlum við að mótmæla hver í sínu horni og ekkert gerist ... við látum endalaust troða á okkur, í flestum evrópulöndum væru tildæmis heilu hóparnir hættir að kaupa bensín og færu frekar fótgangandi heldur en að láta bjóða sér sky-high bensínverð, en við bara tautum út í horni og höldum áfram að keyra ... skrítin þjóð

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 8.1.2008 kl. 23:58

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta hefur ekkert með einkavæðingu að gera,nema að litlu leyti,þeir stór græða á þessu þvi við eldri borgara og Öryrkjar leitum meir til læknis en blessuð börnin !!! svo og er hækkað á öllum yfir 18 ára svo þetta verður gróðrafyrirtæki!!!!!,sem átti að kosta Rikið mikla peninga/svei þvi attan /Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.1.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og sex?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband