23.1.2008 | 22:26
Reykjavíkurborg ekki lengur í "pásu"
Ég orða fyrirsögnina svona, því að ég get ekki séð að nokkuð hafi verið gert eða svo mikið sem komið með almennileg stefnumál síðan R-listalíkingin tók við í Reykjavík fyrir einhverjum rúmum 100 dögum síðan. Mér þykir einnig skrýtið að þeir hafi ekki lengur séð sér ástæðu til að fara eftir þeim kosningaloforðum sem þeir gáfu þegar þeir voru í baráttunni hér í hitt-í-fyrra.
Ég var á fundi með stjórninni minni í gær í Sjálstæðisflokknum og var þar rætt hvað sé næst á dagsskrá, sem er semsagt að lækka fasteignagjöldin skref fyrir skref, fá frítt í strætó fyrir fleiri hópa í Reykjavíkurborg og fleira. Margt skemmtilegt og áhugavert var rætt á fundinum og hlakka ég verulega til samstarfsins með félögum mínum.
Á því tímabili sem Vilhjálmur var borgarstjóri náði hann að koma skuldum borgarinnar úr þremur millj. niður í 1,3 millj. og var tími til kominn að komast aftur við völd áður en að R-listinn kollsteypir okkur í skuldir aftur..... hver vill reka batterýið á þann hátt ?
Hlakka til að starfa,
Inga Lára Helgadóttir
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kvitt /tek undir þetta með er Inga Lára/Sjáumst og kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.1.2008 kl. 01:14
Vonandi nær þessi meirihluti að starfa til loka tímabilsins. Ég er að vísu ekki of bjartsýnn þar sem Margrét er ekki búinn að neita því að ef hún þarf að leysa ólaf af í borgarstjórn þá muni hún mynda nýjan meirihluta sem verður mjög slæmt fyrir alla.
Ég er allavega feginn að búa ekki í Reykjavík þar sem skipt er um borgarstjóra á þriggja mánaða fresti. en vonum að það sé að komast á stöðuleiki núna og starfið í Ráðhúsinu fara að vera á eðlilegum nótum.
Þórður Ingi Bjarnason, 24.1.2008 kl. 08:18
Það verður ekki framhjá því litið samt að Sjálfstæðisflokkurinn seldi sig ansi ódýrt. Ólafur F. Magnússon á ekkert erindi í borgarstjórastól og óánægja meirihluta borgarbúa leynir sér ekki. Er það til of mikils mælst að leyfa skrípaleikjunum að eiga sér stað inni í leikhúsunum og að það fólk sem við kjósum til að standa vörð um velferð okkar einbeiti sér að því að gera það ? Spyr sá sem ekki veit.......
Halla (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:36
Sirkús reykjavík, það er nú það sem blasir við úr fjarlægð mín kæra haha!
Og til lukku með að hafa blöffað Óla karlinn, þó vissulega sé það langt seilst að setja hann í stólinn!
En hvað segir þú svo, lækkaði villi karlinn skuldirnar bara einn og sjálfur?
Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 11:20
Einn og sjálfur ? Mér finnst þetta ekki snjöll spurning. Það er ríkjandi í þessum flokki að lækka skuldir okkar, í stað þess að steypa okkur í skuldir og ég hélt að það væri nokkuð þekkt. Ég held að ég þurfi ekki að segja þér að hann Villi hafi ekki borgað skuldirnar úr eigin vasa, en hann gerði það um leið og hann lækkaði hjá okkur fasteigna- og leikskólagjöldin svo dæmi megi taka og tók aðeins til hendinni hér í hverfinu mínu um leið ! Það er eitthvað sem R-listinn sem birtist í enn verri mynd en áður, hefði aldrei getað gert. Þetta var svona undir hans stjórn.
Kveðja,
Inga Lára
Inga Lára Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 17:56
Já það er gaman það skuli vera loksins orðið smá stuð í stjórnmálum þessa lands. Ef ég hugsa upphátt þá finnst mér ég sjá svona reglulega framkvæmast í Suður Ameríku og jú... á Ítalíu.... einmitt staðir sem þekktir eru fyrir stöðugleika og yfirveguní stjórnmálum ekki satt?
Villi ætlar að gefa frítt í strætó, lækka fasteignagjöld og lækka skuldir. Má ég, sem áhugamaður um almenna hagfræði, fá upplýsingar um það hvernig mögulegt er að minnka stærsta tekjustofn sinn á meðan allir fá frítt í sund og skylmingar og á sama tíma lækka skuldir?
Með það fólk sem var á pöllunum á fimmtudag...Mér finnst algerlega óþolandi að þeim sé líst sem einhverjum krakkaskríl. Við sem þjóð gerum almennt alltof lítið af því að segja hug okkar. Ég vil einnig minna á að það hefur ávalt verið þannig að mótmæli eru borin uppi af ungu og kraftmiklu fólki. Í fjarska verða slík mótmæli jafnvel rómantísk og falleg. Alveg sé ég fyrir mér þína afstöðu ef þú hefðir verið uppi árið 1968 gegn síðhærðu skítapakki, óþroskuðum börnum sem vildu ekki vera hluti af eðlilegu samfélagi!
Að endingu held ég að þú, sem virkur flokksmaður, ættir að beita þér fyrir því að sjálfstæðisflokkurinn verði aftur flokkur sem fólk gæti hugsað sér að kjósa. Auðmýkt sem var sýnd á fundinum í gær er gott fyrsta skref en alls ekki það sem til þarf. Borgarfulltrúar þurfa að sanna fyrir mér að þeir sé með þroskastig sem sæmir embættum er þeim var treyst fyrir.
Með óbragð í munni,
K
Kari (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning