24.1.2008 | 15:11
Lélegur stíll, enda ekki við öðru að búast......
Það kom mér á óvart í dag hvernig einstaklingar geta hegðað sér, sýnt svona lélega, ófágaða og dapurlega framkomu. Mér finnst þetta koma illa út fyrir stjórnarandstæðinga að eiga svona stuðningsfólk, lið sem virðist ekki með miklu viti og sýnir svona ömulega framkomu, sem betur fer tilheyri ég ekki svona hópi
Mér fannst þessi ræða hennar Svandísar Svavarsdóttur vera mjög aum og innihaldslaus, enda er hún eintóm loftkelling, sem rífur bara kjaft og svarar alveg í botn og talar um jafnrétti og fleira, en gerir ekki rassgat. Ég vildi að væri til stjórnarandstaða sem væri stjórninni ákveðið aðhald, það er nokkuð sem ég vil að sé, svo að það sé ákveðið jafnvægi og að nokkrir einstaklingar geti ekki bara gert það sem þeim dettur í hug. Það er mitt viðhorf í allri pólitík, en ég vildi að þarna væru þá á ferðinni klárir einstaklingar og veldur Svandís mér miklum vonbrigðum og vona ég að komi önnur manneskja að í hennar stað, sem hefur eitthvað þarna að gera.
Kveðja,
Inga Lára
Um bloggið
Inga Lára Helgadóttir
Bloggvinir
- lehamzdr
- gislihjalmar
- svenni
- sigurdurkari
- kolbrunb
- madamhex
- otti
- helgahaarde
- agustolafur
- doggpals
- astamoller
- jonmagnusson
- harhar33
- prakkarinn
- maggib
- gummisteingrims
- sveinnhj
- kiddip
- borgar
- juliusvalsson
- hrafnathing
- bryndisisfold
- truno
- vakafls
- mariaannakristjansdottir
- grazyna
- bjorkv
- laugardalur
- stefaniasig
- kosningar
- kiddirokk
- skarfur
- gesturgudjonsson
- lara
- birgir
- nielsen
- hreinsi
- gudfinna
- fanney
- magnusthor
- haukurn
- sigmarg
- stebbifr
- andreaolafs
- olavia
- birkire
- obv
- malacai
- almaogfreyja
- sabroe
- audbergur
- reykur
- asgerdurjoh
- bogl
- bjarnihardar
- bjartmarinn
- bjornf
- skordalsbrynja
- brandarar
- saxi
- ellasprella
- ellasiggag
- ea
- fsfi
- gtg
- eddabjo
- gudbjorggreta
- vglilja
- gudrunmagnea
- gunz
- coke
- hannesgi
- heimirh
- hlf
- blekpenni
- drum
- hvitiriddarinn
- hogni
- ibb
- snjokall
- nonniblogg
- jobbisig
- kristbjorg
- hjolaferd
- krizziuz
- meistarinn
- mullis
- omarragnarsson
- svarthamar
- perlaoghvolparnir
- siggiulfars
- pandora
- sterlends
- saethorhelgi
- tara
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- visindi
- tolliagustar
- steinibriem
- nupur
- torduringi
- thorirniels
- oddikennari
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við höfum náttúrulega aldrei verið á sömu bylgjulengd í pólitík Inga mín og er það að sjálfsögðu ástæðan fyrir því að ég er ekki sammála þessari færslu þinni. Það hefur verið viðloðandi íslenskt samfélag að þora ekki að mótmæla. Aftur og aftur skíta stjórnmálamenn upp á bak og þar sem við erum svo illa haldin af gullfiskaminni skeina þeir bara hvor öðrum og halda áfram að gera það sem þeim sýnist. Þó þessi mótmæli hafi kannski ekki verið mjög fagleg voru þau samt gott spark í rassgatið á þessum mönnum og áttu fullan rétt á sér. Hvað varðar Svandísi, álít ég að hún sé mun betri fulltrúi borgarbúa en Vilhjálmur geti nokkurn tímann verið, en við ræðum þetta betur yfir kaffibolla fljótlega, til í það ?
Halla (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:54
Ekki málið Halla mín stundir okkar eru alltaf skemmtilegar, meira að segja þó að við séum ekki sammála með flokkana, en alveg í takt um stefnumálin ...... og ég held að þú sért búin að sjá í gegnum það eins og ég
en hvað segir þú um eftir helgina næstu ?
En með mótmælin, þá finnst mér að við ættum að taka okkur saman um ýmis málefni og mótmæla, alveg er ég sammála um það að við erum algjörlega máttlaus á því sviði, en það er bannað að vera með læti og trufla fundi í ráðhúsi.... það finnst mér annað mál.
Kveðja,
Inga L.
Inga Lára Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 17:48
Ég er oft sammála þér Inga. En þessi meirihluti sem er við völd í borgini er ekki með mikið fylgi á bak við sig. Þessi mótmæli áttu rétt á sér en það var ekki gott hvernig þau fóru fram með því að hrópa og vera með hávaða í salnum.
Þórður Ingi Bjarnason, 24.1.2008 kl. 19:43
Það er nákvæmlega það sem ég er að segja Þórður Ingi, ég er sammála því, að það er í lagi að mótmæla, en þetta fór úr böndunum....
Inga Lára Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 20:13
Sammála þér Inga Lára þetta var dapurleg framkoma hjá fámennum hóp. En eins og stundum gerist þá er það lítill fjöldi sem getur skapað mikil læti, um það eru til mörg dæmi.
En Þórður þá skulum við skoða kannanir sem verða gerðar þegar fram líða stundir, miðað við það neikvæða umtal sem nýr meirihluti hefur fengið í öllum fjölmiðlum sem og frá fráfarandi meirihluta þá er það nú svo sem ekkert skrítið að hann mælist með lítið fylgi. En ég er fullviss um að það mun lagast.
Óttarr Makuch, 24.1.2008 kl. 21:52
Ég er á þeirri skoðun að samanburður á skoðannakönnunum sem var gerð um nýjar borgarstjórnir núna og fyrir 100 dögum, eða svo, sé ekki marktæk, vegna þess að mikill tifinningahiti var fyrir um 100 dögum í fólki útaf einhverju "klúðri" sem enginn skildi þá og er ekki enn farinn að skilja, en núna hefur Dagur B.E. svo mikið persónufylgi vegna þess hve sætur hann er og hvað hann kemur vel fyrir, það horfit enginn á hvað hann hefur gert eða ekki gert það nefnilega þarf ekki því hann kemur svo vel fyrir.
Ég hef þá skoðun að mótmælin í dag voru mjög fagmannleg þau mótmæltu af einlægni og mótmæltu þangað til að þau voru rekin út.
Ég er líka á þerri skoðun að borgarstjórn gerði rétt í að reyna að halda fundi áfram þangað til útséð var um að það væri hægt.
Ég hef enga skoðun á borgarstjórn hvorki núverandi né fyrverandi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.1.2008 kl. 00:24
Auðvitað eiga menn hafs sínar skoðanir ,það er gott,en svona mótmæli sem voru þarna i dag voru bara skrílslæti og engvum til framdráttar/ Inga eg er þer innilega sammál/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 25.1.2008 kl. 00:48
Ég er nú bara fegin að búa ekki lengur í borginni,,,þetta er orðinn einn stór skrípaleikur, og allir svíkja alla til að ná völdum. Mér verður bara flökurt.
En alls ekki sammála þér með Svandísi,,,eina með viti þarna
Ásgerður , 25.1.2008 kl. 10:32
Sæl Inga hin besta!
vinkona þín hún hefur nú rétt ´fyrir sér með gullfiskaminnið, ekki bý ég nú í borginni en man til dæmis vel eftir fullum sal þarna og miklum látum í tengslum við samþykki borgarinnar á ábyrgð fyrir Kárahnjúkavirkjun og þá þurfti nú löggan í alvöru að beita valdi, henti m.a. Jónsa úr Sigurrós út ef ég man rétt!?
Og þó læti verði sem stoppi svona einn fund, finnst mér þetta nú óttalegur væll að tala um eins og meiriháttar ofbeldi og slagsmál hafi átt sér stað!
Svo áttu nú að vera svolítið málefnalegri að gagnrýna táknmálstúlkin hana SS,ég er allavega engu nær frekar en fyrri daginn þegar fólk notar svona uppnefni,hversu góður eða slæmur viðkomandi er!
En haha, hún talar vissulega mikið já og hratt!
Magnús Geir Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 11:11
Takk öll hér að ofan fyrir kommentin, bæði þið sem eruð með og á móti, enda bið ég um speglun á bloggið mitt frá ykkur öllum.
En mig langar Magnús Geir að koma með örlítið, þá þegar hún er að tala um veikan minnihluta, þá er hann ekki veikari núna en hann var fyrir nokkrum dögum síðan í borginni. Það var heldur ekki komin nein málefni sem þau ætluðu að koma með þessi "gamli" nýji meirihluti, en hún telur sig geta æst sig yfir málefnasamningi nýja meirihlutans, sem er þó þegar byrjaður að gera vel við okkur og lækka fasteignaskatta og ætla sér fleiri góða hluti. Á ég að halda áfram ?
En takk fyrir kommentið frá þér Magnús Geir, ég vil að allir komi inn og tjái skoðun sína og eins og ég sagði hér á blogginu mínu, þá vil ég hafa líka virka andstöðu til að halda ákveðnu jafnvægi. En ég upplifi hana sem hún sé bara eins og þú segir, að tala mikið og hratt, en ég mundi vilja hafa meira í hana spunnið (að mínu mati).
Hafið öll gott,
Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir, 25.1.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning