Æðisleg kellingaferð í vinnunni :)

Já vitið kæru bloggvinir, ég er sko búin að fá að hafa alveg ógeðslega gott núna síðasta sólarhringinn Wink Við kellingarnar úr vinnunni fórum saman á Hótel Örk í Hveragerði.

Við mættum flestar um miðjan daginn í gær, 31. janúar, og áttum saman mjög góðar stundir. Við héldum partý uppi á herbergjum, átum nammi, drukkum (ýmist gos eða áfengi), brandarar og fleira skemmtilegt. Alveg ótrúleg endurnæring að komast í burtu svona úr Reykjavíkinni og frá öllu sem ég er vön að sinna dag frá degi.

Við fengum mjög fínan mat, brauð, reyktan og grafinn lax í forrétt, lambakjöt og mjög gott meðlæti í aðalrétt og heita súkkulaðitertu skreytta í eftirrétt. Ég er pottþétt á því að engin okkar fór frá borðinu eitthvað sérstaklega vannærð Grin

Það er sko fátt meira virði en að eiga góða vinnufélaga, fólk sem maður kann að meta og líkar vel að vera í kringum. Hlakka sko mikið til að gera eitthvað með kellingunum afturWink 

Hmmmm..... ég ætla aftur vonandi í vor á hótel, þá reyndar með kallinum mínum Kissingég veit ekki alveg hvert ég ætla að fara, en það kemur í ljós.

Takk fyrir ferðina stelpur,

Inga Lára HelagdóttirSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Já, ert þú sumsé orðin keddlíng ?

Nenni nú ekki, eins & þið únglíngarnir segið, mér til mæðu & ama, að hugsa það til enda..

Steingrímur Helgason, 1.2.2008 kl. 21:45

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hér var oft i koti kátt

Krakkar léku saman

þá var löngum hlegið dátt

haft að mörgu gaman

þetta var retta leiðin til að hafa það gott/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2008 kl. 00:17

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Það er nauðsýnlegt að vinnufélagar hittist á örðum stöðum en bara í vinnunni.  Það er oft gott að dvelja á Hótelum.  Í minni fyrri vinnu þá bjó ég á Hótelum víðsvegar um landið og ég held að ég sé búinn að gista á flest öllum Hótelum landsins. 

Þórður Ingi Bjarnason, 2.2.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Alltaf gaman að fylgjast með gleðinni hjá þér :-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Gísli Hjálmar

Gott hjá þér að njóta lífsins. Bið að heilsa strákunum mínum.

Gísli Hjálmar , 2.2.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Takk fyrir kommentin allir

Inga Lára Helgadóttir, 2.2.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband