Grein Steingríms J. Sigfússonar um LSH

Í gær las ég grein Steingríms J. Sigfússonar í 24 Stundum. Greinin fjallaði um Rekstur LSH og yfirvofandi einkavæðingu á heilbrigðiskerfinu. Þar tjáir hann sig um hvað honum finnst margt vera á niðurleið í heilbrigðiskerfinu og fram kemur hvað það er sem hann óttast ef engar breytingar verða gerðar í stefnum heilbrigðismála.

Ég tek ofan af fyrir Steingrími með þessa grein hans og ég bið ykkur sem þetta lesið að lesa greinina hans. Ekki dæma hana fyrr en þið hafið lesið hana, því að það sem hann kemur með þarna er alveg satt !!

Kær kveðja,

Inga Lára Helgadóttir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Já en Inga er eitthvað athugavert við að einkavæða ef það er hagkvæmara?

Jón Magnússon, 6.3.2008 kl. 16:36

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég er hræddur við einkavæðingar áformin,við höfum átt eit besta heilbrigðiskerfi í heimi en heldur er það dvínandi og ef það verður einkavætt þá líst mér ekki á það.

Guðjón H Finnbogason, 6.3.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já ef það kemur niður á þeim sem minna mega sín, þá er það ekki í lagi. Það er einfaldlega mín skoðun og margra annara.... ég er viss um að hann hafi farið með rétt mál og er ekki ánægð með ef að spá hans er rétt....

Kveðja til þín Jón,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 22:15

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Líka kveðja til þín Guðjón og takk fyrir kommentið, þú hefur verið að skrifa um leið og ég og ég sá það ekki fyrr en ég var búin að senda svar mitt til Jóns

Inga Lára Helgadóttir, 6.3.2008 kl. 22:16

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég vil sjá hvernig menn hugsa sér reksturinn áður enn ég dæmi og er slétt sama hvað Steingr.J skrifar eða öskrar, fyrir löngu búinn að fá leið á þeim fóstbræðrum Steingrími, Ögmundi og Jóni Bj. Ég er viss um að það sé í lagi að einkavæða svo fremi að "sjúkrasamlagið"haldi mér lýst ekki á að fara með það alfarið í tryggingafélögin, við sjáum hvernig það gengur fyrir sig í BNA.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 00:01

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

það er nefninlega það Högni, hver segir að USA sé ekki fyrirmyndin ?

Inga Lára Helgadóttir, 7.3.2008 kl. 00:11

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ja það sem ég er að segja er að á meðan sjúkratryggingakerfið okkar heldur þá skiptir bara engu máli hver rekur spítalana, ég hef reyndar verið á þeirri skoðun að heilbryggðis og mentakerfin séu ekki og eigi ekki að reka með hagnaði heldur eigi að líta á kosnaðarliði þeirra sem fjáfestingu.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 13:28

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

það er í lagi að hafa einkareksturinn með,en ekki að öllu leiti/við sjáum þetta með tannlækna,þetta er bara gróðavegur ,svo ef við höldum sömu tölu á því sem Rikið borgar,mundi einkareksturinn bara leggja meira á því allt svoleiðis verður að skila arði til þess sem rekur það/Þetta er svipað og með Ibuðarlansjóð hann er mótvægi við Bankana!!!þeir vilja hann feigan/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.3.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg viss um það að fyrir næstu kosnígar, þá verður þú frambærilegust í því að bera fram snitturnar & kaffið fyrir félaga þína.

Steingrímur Helgason, 8.3.2008 kl. 01:40

10 identicon

Heil og sæl, Inga Lára og aðrir skrifarar !

Inga Lára ! Tek undir áhyggjur þínar; af þróun heilbrigðiskerfisins. Gættu að, þeir Jón Magnússon - Högni stórvinur minn, og Haraldur Haraldsson fylgja; allir sem einn, dauða mynstri helvízkrar frjálshyggjunnar, hver kemur til með að niðurníða allar opinberar stofnanir, sem fyrirtæki, takist hrægömmum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, ætlunarverk sitt.

Dæmin sýna verkin, Inga mín. Gamli Póstur & Sími - Áburðarverksmiðja ríkisins, svo bara 2 séu tekin, rjúkandi rústir gagnvart almennum neytendum og bændum.

Mætti lengi telja enn, spjallvinkona góð.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 22:14

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf skemmtilegur hann Óskar Helgi og Steingrímur J. er ágætiseintak af mannskepnu, kannast nú við manninn!

En hvað sem verður með þetta sjúkrahúsdæmi, það er nú það!?

Magnús Geir Guðmundsson, 10.3.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband