Að vita muninn á réttu og röngu,...

....veit ekki alveg hvort að mér finnist þetta vera góð rök.  En ég get ekki hugsað mér að barnið hafi vitað það rétt eins og fullorðin manneskja hefði vitað, að hún gæti virkilega slasað kennarann með því að skella hurðinni. Finnst hún alveg eins hafa gert þetta af hálfgerðum óvitaskap.

Ég er ekki að segja að ég hafi ekki fundið til með kennaranum þegar ég las þessa frétt, því að svona slys í vinnunni er alveg agalegt. En mér finndist að ætti að vera einhversskonar trygging fyrir kennara ef eitthvað svona kemur fyrir. Ég meina hvað gerist ef að sonur minn mun slasa kennara sinn eftir nokkur ár í skólanum ? Á ég að fara hreinlega á hausinn við það ? En kennarinn á að mínu mati samt að fá bætur, en ég tel móðirina ekki rétta aðilann til að ganga á í þessu máli.

Mér finnst þetta mál ekki alveg nógu rökrétt og finnst þessi frétt hálf hallærisleg. 

Kveðja,

Inga Lára 


mbl.is Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það finnst nú fleirum Inga Lára/kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 14.3.2008 kl. 17:59

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nú þykir mér enda 'miskinn' orðin háttvirtari hjá dómarastéttinni en áður var.

Grafa þetta dómskerfi, með húð, hári & sjallahölum.

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 18:36

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þessi dómur hlíttur að snúast við í Hæsstarrétti ef ekki þá erum við í slæmum málum.Eitt sinn kom það fyrir dóttur mína að missa litarefni á flík í handavinnutíma þegar hún var í grunnskóla og flíkin skemmdist,skólastjórinn hringdi heim til okkar og krafðist þess að við mundum borga þetta en við vorum ekki sátt við það og sögðum það þá kom í ljós að skólar höfðu eingar tryggingar en við gáfum okkur ekki og skólinn bætti þetta sem öllum fannst vera réttlátt.

Guðjón H Finnbogason, 14.3.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Eru opinberir starfsmenn ekki tryggðir í vinnunni? Betra að vera með tryggingar í lagi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.3.2008 kl. 22:42

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ríki & borg trygga ekki, dona ef að það var ekki vitað.

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er fólk í dúsínum vinnandi þar ótryggt

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.3.2008 kl. 13:21

7 identicon

Hér er smá úrdráttur úr dómi Héraðsdóms:

"Í taugasálfræðilegri athugun Jónasar G. Halldórssonar, sérfræðings í taugasálfræði og fötlunum frá 12. júlí 2006 kemur fram að úthald stefnanda sé lítið og að hún þoli illa áreiti. Þá sé hún haldin auknum kvíða, viðkvæmni og óöryggi. Þá eigi hún í erfiðleikum með lestur. 

Í læknisvottorði Guðrúnar R. Sigurðardóttur, sérfræðings í heila- og taugasjúkdómum 6. september 2006, sem skoðaði stefnanda um tíu mánuðum eftir slysið, kemur fram að stefnandi hafi verið með glóðarauga í þrjár vikur.  Þá hafi hún verið með þrálátan höfuðverk vinstra megin í höfði og að hún þoli illa hljóðáreiti.  Hafi hún verið í samtölum hjá sálfræðingi til þess að minnka kvíða sem hafi fylgt atburðinum.  Þá kemur fram hjá Guðrúnu að stefnandi eigi erfitt með einbeitingu auk þess sem hjá henni hafi greinst minnkun í hraða og öryggi í máltjáningu ásamt heyrnarnæmum minnisþáttum.  Þá hafi hún hlotið wiplash áverka og hafi borið á þunglyndi og svefntruflunum hjá henni.  Í vottorði Guðrúnar frá 9. mars 2007 kemur fram að stefnandi hafi greinilega minnkað þol við áreitum eins og ljósi og hljóðum og fái hún auðveldlega höfuðverk.  Þá hafi nám hennar gengið erfiðlega og hún sé í stöðugri lyfjameðferð.  

Með matsbeiðni 5. janúar 2007 óskuðu réttargæslustefndu og stefnandi eftir mati Sigurðar Thorlacius læknis og Jörundar Gaukssonar héraðsdómslögmanns á afleiðingum slyssins og hinn 2. apríl 2007 skiluðu matsmenn matsgerð.  Niðurstaða matsgerðarinnar er sú að stefnandi hafi verið óvinnufær til 30. apríl 2006.  Stöðugleikapunktur miðist við þann dag og að varanlegur miski hennar og varanleg örorka sé 20%." 

Hæ Inga ... þetta er ég (meiri vitleysan). 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:22

8 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Mér finnst að skólinn ætti að vera ábyrgur þar sem Barnið á við veikindi að stríða og getur ekki metið hvað er rétt og rangt.  Það á að vera í höndum skólayfirvalda að tryggja að barnið fái þá aðstoð sem það þarf og hugsa þarf um þær þarfir sem barn með þessi veikindi þarf á að halda.  Foreldrar barna hvað þá fatlaðra barna eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort barnið geri eitthvað sem ekki er rétt þar sem fötluð börn hugsa ekki alltaf rökrétt.

Þórður Ingi Bjarnason, 15.3.2008 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og tveimur?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband