Rhodesferð með syni mínum og mömmu minni :)

Rhodes-ferð:

Æðisleg ferð sem við sonur minn, Sæþór Helgi og mamma mín fórum í til Rhodes, sem er Grísk eyja rétt við strendur Tyrklands.

Á Rhodes var hitinn þokkalegur, svona milli 34-37 stig á daginn. Við vorum á hóteli sem við kunnum vel við, mikla þjónustu þar að fá og sundlaugarnar algjört æði. Sem dæmi, þá var matsölustaður á hótelinu, tveir stórir barir (aldrei nein læti samt eða fyllery á fólki), stórt barnaleikherbergi og fleira. Starfsfólk hótelsins var alveg frábært og á mikið hrós skilið fyrir sína vinnu. Tveir þokkalega stórir sundlaugagarðar voru á hótelinu Kassandra og þar var gott að eyða deginum í sólbaði, stutt í ísinn og aðrar veitingar þegar mallinn fór að segja til sín Kissing

Við fórum í tvígang til gömlu Rhodes, sem er gömul riddaraborg krossfaranna og er því um 1.200 ára gömul. Þar var að finna ævaforn og falleg mannvirki, bæ sem var ævintýri líkast að ganga um. Endilega að kíkja inn á www.barnaland.is/barn/25924 og kíkja þar inn á albúm sem er neðsta albúmið og skoða myndirnar.

Maturinn á Rhodes var mjög góður að mér fannst. Ég borðaði yfirleitt Gyros, sem er einn þjóðarréttur grikkja. Gyros var misjafnlega hægt að fá sem svínakjöt eða kjúklingakjöt. Þeir elda það á einhvern sérstakan hátt, bera það fram með sinni vinsælu jógúrtsósu, grænmeti og frönskum kartöflum. Reyndar var annar matur eins og kjúklingaréttir og fleira sem ég fekk algjör draumur hjá þeim og ég hlakka mikið til einn daginn að koma þangað og fá aftur matinn þeirra Tounge

Eina sem ég saknaði mikið heim var vatnið okkar. Íslenska vatnið er nokkuð sem er alveg ómissandi, mér finnst þetta flöskuvatn ekki upp á marga fiskana og þegar ég var búin að fá nóg af svala- eða gosdrykkjum, þá bara mátti ég skrælna úr þorsta Frown

En ég verð að segja að mín reynsla af Rhodes var fín, grikkirnir taka vel á móti ferðamönnum, eru skemmtilegir og koma vel fram, landið fallegt og mikið þar að sjá. Ódýrt að taka leigubíla, ódýrt að fara og borða (ef maður finnur réttu staðina eins og við Grin), en mjólkurvörur alveg rándýrar.

Endilega farið og skoðið myndirnar á www.barnaland.is/barn/25924 sakar ekki að gefa sér augnablik í að skoðaSmile

Bestu kveðjur,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og gaman þetta ferðalag of fl. eg gleðst með glöðum/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.8.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Ásgerður

Velkomin heim

Ásgerður , 10.8.2008 kl. 23:50

3 identicon

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:00

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Blessuð og gaman að "sjá þig" svona brúna og sæta!

Nema hvað, saknaðir einskis nema vatnsins, en hvað um kallinn?

Magnús Geir Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fimm?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband