Óvænt og skemmtileg stefna í lok sumarfríssins :)

Já, við fórum þessar tvær utanlandsferðir eins og ég er búin að skrifa um, en síðasta mánudag, þegar við sonur minn vorum orðin frekar pirruð að hafa ekkert að gera þá datt mér sú snilldarhugmynd í hug að hafa samband við bróður minn sem býr fyrir norðan. Ég hringdi í hann og við vorum lögð af stað um þremur korterum síðar. 

Við komum til þeirra klukkan 21 um kvöldið. Tekið var auðvitað vel á móti okkur, með logandi grill og notalegri stemmningu. Svo vel var tekið á móti okkur að Sæþóri Helga syni mínum var strax farið að líða eins og heima hjá sér Smile og það er sko ekki hægt að segja það oft um hann. 

Sonur minn og sonur bróður míns náðu alveg rosalega vel saman og hefur mikið verið talað um frænda sinn á mínu heimili síðan við komum heim og það hafa allir sem hana hitt Sæþór Helga fengið að heyra að hann eigi sko skemmtilegt frændfólk sem býr langt uppi í sveit.
Þeir gátu leikið sér saman allan tímann, þá með bíla og fleira dót og þeim leiddist ekki eina mínótu.

Við gerðum margt skemmtilegt, fórum til Akureyrar og fengum okkur Brynjuísinn, sem á víst að vera ómissandi, en ég náði samt ekki alveg hversvegna það er. Við skoðuðum vinnustað mákonu minnar og rúntuðum um og kíktum í búðir. Alveg ótrúlegt hvað mér finnst Akureyri alltaf vinalegur bær.

Við skoðuðum auðvitað Dalvík líka og fórum þar í sund. Sundlaugin þar er mjög fín og mæli ég með henni fyrir þá sem eiga þar leið um og ætla sér að fara í sund. Svo er sundlaugin í Hrísey sem er alveg brillant, en við fórum þangað með báti og áttum brot úr degi þar í eynni.

Ferðin var alveg ótrúlega vel heppnuð, það er líka svo rólegt fyrir norðan að maður kemur alveg endurnærð til baka. Svo lét bróðir minn mig sko ekki svelta á meðan ég var í heimsókn InLove og á lokakvöldinu fekk ég meira að segja humar, sem mér finnst alveg hræðilega góður.

Þið munuð getað séð myndir strax eftir helgi á www.barnaland.is/barn/25924 

Kveðja til ykkar,

Inga Lára Helgadóttir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hahaha, Hauganesið er einmitt mjög laaaaaangt upp í sveit!

Gaman af þessu!

En ekki vera með efasemdir um Brynjuísinn, færð hvergi betri ís auk þess sem Akureyri er FALLEGASTUR bæja!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.8.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Brynja skordal

Gaman að fara í svona skemmtilega og góða ferð og heimsækja sitt fólk hafðu það gott ljúfust

Brynja skordal, 21.8.2008 kl. 00:09

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

 Gaman að heyra að þið hafið skemmt ykkur vel á norðurlandi

Ég get verið sammála þér með Brynjuísinn hann er ekki eins góður og sagt er.  Það er búið að telja fólki trú um að þetta sé besti ís á landinu. 

Þórður Ingi Bjarnason, 21.8.2008 kl. 07:14

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Brynjuísinn er einz og flezt innferðiz...

Ofmetið & útþynnt!

Já, þú mátt koma aftur...

Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fjórum?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband