Hvað er málið ? Þetta finnst mér algjört rugl :-/

Hvað kostar okkur að halda kosningar ? Hvað kostar undirbúningur og framkvæmd ? Er einhver með nákvæmar tölur ?

Væri ekki líka í lagi að lofa þeim sem eru við stjórn að klára það sem þeir eru að byrja að gera núna ? Mistökin sem hafa átt sér stað eru stór, en er það annara verk að laga það ? 

Hvað ætla Vinstri grænir að gera ? þeir sem eru búnir að lýsa því yfir að vilja ekki vinna með hverjum sem er. Það ríkir greinilega ólga í Framsókn og Frjálslyndir eru búnir að missa fylgið sitt.

Ég hef hugsað mig um hvað ég mundi kjósa ef væri komið að kosningum, en í svona rugli, þá mundi ég ekki gefa þessum þremur flokkum atkvæði mitt.

Kveðja,
Inga Lára


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég kem nú í kaffi & kökur um helgina & flengi þetta 'sjallaballahjal' úr þér í leiðinni.

Klára hvað, er ekki nóg komið ?

Steingrímur Helgason, 21.11.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ætlar þú líka í hrygginn á morgun eða ætlar þú að koma til mín að fá köku ?

En Steingrímur, þú veist hvað ég á við, að klára að koma okkur úr þessu ástandi, þeir vita hvernig þeir gerðu það, svo þeir hljóta að hafa svör við þessu.... er það ekki ?

Svo hafði ég nú bara hugsað mér að kjósa Samfylkinguna

Kveðja,

Litla systir 

Inga Lára Helgadóttir, 21.11.2008 kl. 17:37

3 Smámynd: Heimir Hannesson

Sammála Steingrími, nóg er komið að þessu, en þar fyrir utan það, hvað er meira að gera uppúr þessu? Samningar um Icesave og við IMF eru komnir í höfn, nú er bara að bíða eftir peningunum og sjá til hvað verður.

Það er alveg komin tími til að kjósa uppá nýtt, ekki til að koma Vinstri Grænum inná völlinn, heldur til að skerpa á línunum. Hvar standa menn, ef farið væri út í kosningar núna myndi það eyða gjörsamlegri allri óvissu Íslands um framtíð þess gagnvart Evrópusambandinu sem og, eins og ég segi, skerpa á línunum. Hverja viljum við burt, og hverjum viljum við halda.

Ég er harður hægri maður og myndi eflaust ekki kjósa neina aðra en Sjálfstæðisflokkinn. En þá myndi ég líka krassa þó nokkur nöfn út! Það sem fólk áttar sig ekki á, að kosningar núna myndu mjög líklega leiða til þess að nokkrir af þessum gömlu þreyttu kempum myndu annaðhvort ekki bjóða sig fram til áframhaldandi þingmennsku, eða þá myndu hreinlega ekkert hljóta kjör.

Væri ekki fint að losna við Björn td? Ég bara spyr...

Heimir Hannesson, 21.11.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Nei Heimir ekki segja þetta ertu búinn að sjá þarsíðustu færslu hjá mér, með fyrirsögninni "Þetta var alveg glatað" ?

Inga Lára Helgadóttir, 21.11.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: Heimir Hannesson

Vissulega rétt að manninum hefur tekist að gera eitthvað rétt! Enda ekki til annars ætlast eftir mörg ár þarna í embætti!!

En arfleið hans verður samt gjörsamlega hand-ónýt...

Hann er búinn að gjör-eyðileggja lögregluna, og það þekki ég sjálfur mjög vel. Starfa í bransanum. Ekki er óalgengt að 18 lögreglumenn séu á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, sem nær alveg frá Hvalfjarðagöngunum, niður að álverinu í straumsvík, og allt austur uppá Hellisheiði! Ss. ef að slys verður einhverstaðar á þessu svæði, sem er nú algengt myndi ég segja á 200.000 manna svæði, þá eru 16 lögreglumenn eftir til að vakta restina. Fyrir 25 árum síðan voru 5 lögreglumenn BARA í kópavogi. Nú er undantekning ef það er meira en einn bíll í kópavoginum, og þá á hann bara leið í gegn. Það heyrir til undantekninga ef að lögregluembætti er ekki rekið með bullandi halla, það samt skiptir engu máli fyrir Björn, bara svo lengi sem það er vinur hans sem hann skipaði sjálfur sem rekur embættið. Gæjar eins og Jóhann Benedikts geta bara drullað sér.

Fangelsismálastofnun fékk ekki aur fyrir 50 manna meðferðarganginn á Litla Hrauni eins og Björn hafði lofað eftir kröfu FANGANNA sjálfa um að fá svoleiðis úrræði á hraunið. Þar drap hann góða hugmynd.

Landhelgisgæslan er gjaldþrota. Svo bág er staðan hjá þeim, að þeir eiga varla efni á afborgunum fyrir þessar þyrlur sem gæslan er með á leigu, og þegar peningarnir eru búnir, eru skipin bara bundin við bryggjuna, og vélunum hent inní skýli! Georg er bara búin að gefast uppá þessu.

Efnahagsbrotadeildin getur ekki sótt nema einföldustu VSK-brotamál, sbr. málverkafölsunarmálið, og baugsmálið!

Eina stofnunin sem fúnkerar almennilega undir Birni er Ríkislögreglustjóri, sem fékk 100 milljónum meira í ár en á síðasta ári! 100 MILLJÓNIR!!! og í hvað fara þessir peningar eiginlega ?! Það getur enginn sagt þér það! RLS byrjaði sem einhverskonar bílaleiga, þeas rekstrarbatterí fyrir bifreiðar lögreglunnar, en er núna orðin að þvílíkri bjúrókrata sovét stofnun, sem virðist ekki gera annað en að drekka peninga! Enda lögfræðingur sem BJÖRN sjálfur skipaði, Haraldur Johanesen, örugglega ekki staðið eina einustu vakt á ævi sinni í "júniformi"!

Björn er búinn að gjör eyðileggja nær-löggæsluna og hverfa gæsluna! Það er ekki einu sinni hægt að REYNA að halda öðru fram! Þú finnur örugglega ekki einn lögregluþjón sem er ánægðri með stöðuna í dag, en fyrir 5 árum síðan, og ekki hægt að segja "glæpir hafa versnað og orðið harðari", því þeir hafa vissulega orðið það. En Björn og Haraldur ekki gert nokkurn skapaðan hlut nema deila á milli sín völdum, og nú þegar RLS er búin að sölsa undir sig eins mikið og mögulegt er, þá ætlar Björn að fara að setja fjárheimildarvöld til Haralds líka sbr. hugmyndir Haralds í aðsendri grein í Morgunblaðið einhverntímann í haust!

ss. ekki hægt að verj'ann

afsakaðu lengdina á þessu, bara mikið að segja !

Heimir Hannesson, 21.11.2008 kl. 21:11

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Heimir, hann Steingrímur brózi minn var hjá mér í heimsókn og kaaaaaanski væri sniðugt að athuga púlsinn á þjóðarsálinni

En eitt Heimir, ég veit um einstaklinga sem hafa verið á meðferðarganginum og líkar það vel, svo að hann er í notkun..... hafðir þú aðrar upplýsingar um það ?

Inga Lára Helgadóttir, 21.11.2008 kl. 22:26

7 Smámynd: Heimir Hannesson

Ég er nú það lánsamur að hafa ekki þurft að heimsækja meðferðarganginn sjálfur, og er ekki fangavörður, svo að nei ég hef ekki farið á sjálfan staðinn.

En ég veit, að á fjárlögum fyrir árið í ár, sem nb. voru lögð fram 1. okt, og því fyrir hrunið mikla, var ekki gerðar neinar áætlanir um uppsetningu meðferðargangs, í samanburði við þær hugmyndir sem áður höfðu komið fram í miklu samstarfsverkefni milli Fangelsismálastofnunar, fangavarða og fanganna sjálfra, og þar þekki ég mjög vel til. Ekkert varð úr þeim hugmyndum.

Pointið er einfaldlega, burtséð frá meðferðarganginum, eða meðfarðarganginum eins og ég skrifaði einhverntímann og fékk nú aldeilis að líða fyrir, að Björn þjáist, eins og margir aðrir að svokallaðri valdþreytu. Valdþreyta er í sjálfu sér ekkert óeðlileg. Ég er nú ungur, en maður sér það bara á mönnum þarna. Það er enginn eldmóður í fólki eftir áratugi í starfi! Það er ekkert passion til að gera hluti, hugmyndirnar eru uppþornaðar og dagarnir snúast um að komast yfir á þann næsta. Það er einmitt kostur hámarks fjölda kjörtímabila, sem ég styð. Þar gætu menn séð að þeir hafa x-tíma til að koma sínum hugmyndum í verk, og svo er þeirra tími bara búinn. 20-30 ára þingsetur eins og "normið" virðist vera hérna er alveg gjörsamlega galin hugmynd!! 20-30 ár í sama starfinu, í sömu skrifstofunni með mikið af sama fólkinu gerir hvern sem er þreytt, alveg sama hvaða starf það er.

Djobbið er löngu hætt að snúast um að gera lífið betra fyrir fólkið í landinu eftir 20-30 ár!

PS. Steingrímur "brózi" er auðsjáanlega klár kall haha !

Heimir Hannesson, 21.11.2008 kl. 22:40

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér finnst þetta mjög alvarlegt Heimir, það skilar miklu í samfélagið í heild sinni ef meðferðargangurinn er vel virkur. Ég ætla að kynna mér þetta betur, því þetta er einmitt málefni sem ég hef verið að skoða mjög mikið í félagsráðgjafanámi mínu og hef skrifað mikið um þessi málefni. En mér finnst fúlt að vita af því að þetta sé ekki nefnt í fjárlögum

En jú, hann Steingrímur brózi líkist mér að því leitinu til að hann hefur heilafrumurnar allavega í lagi .... hann er algjör snillingur hann brózi minn

Inga Lára Helgadóttir, 21.11.2008 kl. 23:20

9 Smámynd: Heimir Hannesson

Enginn vafi á því að þetta skilar miklu útí samfélagið.

Töluvert dýrara að hafa menn í neyslu, en að fá þá á fullt í atvinnulífið að skapa verðmætið fyrir þjóðarbúið. Eða það sem er eftir af því þeas.

Endilega kynntu þér þetta mál, sem og meðferðarúrræði fyrir fanga sem fara á Vernd-ina, það er interessant lesning! Menn skikkaðir á AA-fundi einu sinni í viku og ekkert meira. Kallaðir aðeins fyrr heim um helgar og eitthvað, er ekki með það á hreinu. En það er einmitt líka frábær hugmynd í lélegri útfærslu. Þetta "half-way-house" sem Vernd-in niðrí túnunum er. Enn einn hluturinn á íslandi sem fúnkerar kannski ágætlega, en gæti gert það miklu miklu betur, með smá hugmyndavinnu og alls ekkert endilega svo mikið meira af fjármagni! Bara að ráðamenn sýni því áhuga, og taki frumkvæði á að bæta hluti eins og þetta er oftast nóg! ÞAÐ þekki ég hinsvegar af biturri reynslu sem ríkis-starfsmaður.

Heimir Hannesson, 21.11.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

það er ekki sniðugt að fá kosningu núna og því er vantraustyfirlýsing ekki heppileg.  En þegar líður á vori og komið smá jafnvægi á þá á að vera kosningar því þessi stjórn hefur ekki traust kjósenda eins og staðan er í dag.

kv

Þórður Ingi

Þórður Ingi Bjarnason, 22.11.2008 kl. 19:46

11 Smámynd: Heimir Hannesson

Ég er alveg engan veginn sammála þessu, þetta er nákvæmlega "spinnið" hjá Geir og Ingibjörgu, þau eru bæði dottin í þessa gryfju atvinnu-stjórnmálamanna, að halda því fram og trúa, að þau séu betri og klárara en fólkið.

Að fólkið sé ekki hæft til að velja sér forystu sem þau treysta til að grafa okkur útúr þessari vitleysu.

Þau rök að það sé vitleysa að skipta út þjálfara liðs á miðju leiktímabili er bara della, og raunar eru þetta nákvæmlega orðin sem sitjandi öfl á Alþingi dagsins í dag velja sér til varnar!

Heimir Hannesson, 23.11.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband