Foreldrar að vanrækja börn sín...

Það er ekki annað hægt að segja en að foreldrar sem eiga börn á þessum aldri sem ganga um og trufla störf lögreglu og eru jafnvel í hættu þar sem þeir geta orðið á milli í einhverjum "slagsmálum" milli lýðskrumana og lögreglu.... (hér er ekki átt við um þá mótmælendur sem eru með hávaða, heldur þá sem ráðast á lögreglu), þetta er vanræksla á umsjón eða eftirliti og ættu foreldrar þeir sem eiga þessi börn að vera tilkynntir til barnaverndaryfirvalda strax.

Kannski verður einhver reiður við að lesa þetta, en hér er ég bæði að hugsa um að trufla ekki lögregluna og eins að vernda börnin, sem hafa alls engan veginn gott af þessu. 

Kveðja,

Inga Lára


mbl.is Börn að atast í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er allveg sammála.

Þorgeir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:04

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

sammála, börn eru börn, ekki litlir fullorðnir

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 22.1.2009 kl. 19:49

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já ég á barn, þó svo það komi þessari umræðu ekki við að þá eru þetta brot á barnaverndarlögum, sem þýðir að verið er að brjóta á börnunum sjálfum. Þú getur kynnt þér þau nánar, þetta eru lög nr. 80 frá árinu 2002.

Takk þið hinar hinar líka fyrir ykkar komment, 

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 22.1.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Greyið mitt taktu ekki kast, ég er búin að lesa bloggið þitt og fannst ekki taka því að koma með komment, þessi orð þín lýsa þér sem mjög miklum dóna og tek ég þessi sóðalegu orð þín ekkert inn á mig, enda mundi ég aldrei láta svona út úr mér sjálf

En langar að bæta því við að mig langar ekkert að fá fleiri komment frá þér, finnst þú ómálefnaleg ! Fyrir utan það, þá voru þarna foreldrar að láta börn sína hafa drasl í dag og fóru svo sjálfir afsíðis, svo það var greinilegt hvað var í gangi. En þegar við tölum um krakka sem rétt eru búnir að fylla ein tíu ár, þá eru þeir ekki sjálfir með ábyrgðina á sér

Inga Lára Helgadóttir, 22.1.2009 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og sjö?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband