Var nú bara nokkuð hrifin :)

Ég verð nú bara að segja að ég var nokkuð hrifin hvað hann Davíð svaraði fyrir sig í kvöld.... sumir sem ég ræddi við vildu meina að hann hefði verið hrokafullur, en hvernig er það þegar maður eins og hann er búinn að verða fyrir þvílíkum árásum í nokkra mánuði og látum frá hluta fólks, auðvitað er hann löngu orðinn illur.

Mér fannst hann vilja segja okkur meira núna en áður og fjallaði um hvernig hann ítrekað varaði við því að hrunið ætti eftir að eiga sér stað. Ég trúi honum þar alveg og sagðist hann líka geta staðfest það.... eins og þegar hann var að vara við því og hann fekk bara þau viðbrögð að bankarnir stæðu svo vel. 

Má ég spurja, en ef yfirvöld hefðu hlustað á hann og gert eins og hann sagði, hefði þá hrunið orðið svona eins og það er í dag ? Mér fannst svörin hans mjög lógísk.... þó ég muni þau ekki orð fyrir orð, þá hlustaði ég samt á viðtalið og var mjög ánægð með manninn..... þó hann sé stundum mjög höstugur.

Jæja, blásið nú eins og þið getið á móti mér Wink en vona nú samt að einhver verði með mér 

Kveðja,
Inga Lára


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér hefur nú fundist Ísland vera svipað og umfjöllunarefnið í þessari bíómynd undanfarna mánuði. http://en.wikipedia.org/wiki/Hang_'Em_High

Einar Ólafur Haraldsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Reynir W Lord

Sammála þér með þetta, ég tel að ílla hafi verið vegið að Davíð, og viðureknni mín mistök.

Reynir W Lord, 24.2.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Æðislegt, sérstaklega þar sem ég hef líka dæmt hann Reynir ! Ég hef dæmt hann rangt að mér finnst og væri alveg til í að fá hann í ráðherrastólinn aftur

Inga Lára Helgadóttir, 24.2.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Inga Lára, alltaf ertu sjálfri þér samkvæm:)

Davíð er með hreinan skjöld.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.2.2009 kl. 21:28

5 identicon

Inga og Reynir,það er ótrúlegt að Davíð tókst að heilaþvo ykkur í gegnum Sjónvarpið,eða ekki þó hann Davíð getur allt.Þennan mann Davíð Oddsson þarf þjóðin að losna við,þessi maður er með dökka áru í kringum sig hann var bara HROKAFULLUR,í kastljósinu.Sá hefir dáleitt ykkur.amen svo.

Númi (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:29

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já já já Númi..... næsti ?

Inga Lára Helgadóttir, 24.2.2009 kl. 21:40

7 identicon

Maðurinn dáleiddi okkur með sannleikanum.... HENGJUM HANN FYRIR ÞAÐ!!!!

Fannar (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:43

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...er nokkur hugsun eftir á Íslandi?

ég tek eftir að seðlabankastjóri vill ekkert muna forsætisráðherratíð sína...sem var löng?...stoltur?...hann setti þessar “reglur ” seðlabankans sjálfur (og lagði niður þjóðhagsstofnun).

Er allavega að hugsa um “Sauruman” í Hringadróttinssögu núna og bara veit (18 ára reynsla ) að mjög margir Íslendingar halda að “þetta sé” hálmstráið?

...so help me God!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.2.2009 kl. 21:44

9 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er ekki að átta mig á commentinu þínu Fannar, ertu með honum eða á móti ?

Inga Lára Helgadóttir, 24.2.2009 kl. 21:48

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég held að þú fáir ekki nægjilega næríngu úr flatbökunum.

Kominn tími á sveitaferð.

Steingrímur Helgason, 24.2.2009 kl. 22:45

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek undir þetta, hann er líklega sá af embættismönnum þjóðarinnar sem hefur mest varað við bankahruninu.

Marta B Helgadóttir, 24.2.2009 kl. 23:31

12 identicon

Hvað segir það um Sjálfstæðisflokkinn og alla ráðherra hans, ef það er rétt að Davíð hafi marg oft varað við þessu hruni?

Svo má ekki gleyma því að þetta er maðurinn sem hannaði umhverfið sem varð þess valdandi að landið fór á hausinn. Ég ætla ekki að gleyma því að þetta er maðurinn sem hrópaði húrra fyrir Björgólfunum og gaf þeim eitt stykki banka. Setti svo framkvæmdarstjórann inn í bankann til að hafa bein tengsl þangað inn. Hann talaði í viðtalinu um alls konar fyrirfólk sem fékk fyrirgreiðslu í bönkunum sem almenningur fékk ekki. Hvers vegna lét hann slíkt lýðast og er þá einkavæðingin því marki brennd að vera ekkert betri eða með minni spillingu en ríkisrekið apparat?  Veltu þessu fyrir þér, ég er viss um að þú hefur gaman af því.

Valsól (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 00:09

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Valsól, veistu hvað Samson keypti stóran hlut í Landsbanka og á hvað?

Heldur þú að Davíð hafi getað tekið í taumana þegar bankarnir lánuðu stjórnmálamönnum stórar fúlgur til hlutabréfabrasks?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.2.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tuttugu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Inga Lára Helgadóttir

Höfundur

Inga Lára Helgadóttir
Inga Lára Helgadóttir

Mér datt í hug að opna blogg, bara til að vera eins og Steingrímur stóri bróðir minn

Er nemi í Háskóla Íslands í félagsráðgjöf, húsmóðir með barn og mann og svo er ég í 40% starfi á Geðsviði LSH, á deild 33A

Ég hef gaman af blogginu og kem hér inn með mínar skoðanir og fleira sem mér dettur í hug að ræða. En vil endilega fá speglun á þær og viðhorf annarra.  Mínar eru ekki alltaf réttar og þá er gott að fá sjónarmið annarra ..... 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...ar_2008_002
  • Sófi til sölu
  • Hann er ekki alveg að sofna.
  • Vignir Bergmann tengdapabbi
  • Þrír saman

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1820

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband